Þorlákshöfn og Hið íslenska Biblíufélag deila djákna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2018 11:29 Guðmundur Jónsson djákni. Dagur Gunnarsson Elsta starfandi félag landsins, Hið íslenska Biblíufélag, hefur ráðið Guðmund S. Brynjólfsson djákna og rithöfund sem verkefnastjóra félagsins, en átta sóttu um stöðuna. Í starfinu mun Guðmundur kynna Biblíuna og menningarleg og trúarleg áhrif hennar í þjóðlífinu, sjá um daglegan rekstur félagsins og útbreiða Orðið. Hann mun halda utan um safnanir fyrir systrafélög í þróunarlöndunum, halda fyrirlestra, sjá um ýmis konar útgáfu til kynningar á ritningunni og annað það sem til fellur og stjórn felur honum að því er segir í tilkynningu frá Hinu íslenska Biblíufélagi. Guðmundur komst í fréttirnar á dögunum þegar Fréttablaðið fjallaði um skoðun hans á „sous vide“-æðinu. Líkti hann kaupum á tækjunum við tískubólur á borð við fótanuddtækin og SodaStream. Guðmundur fer ekki leynt með skoðun sína á nýjasta æði Íslendinga. Þekkir Biblíuna út og inn Guðmundur hefur yfirgripsmikla þekkingu á Biblíunni bæði frá guðfræðilegu og bókmenntafræðilegu sjónarhorni. Guðmundur hefur próf í guðfræði/djáknafræðum, sem og B.A. gráðu og meistarapróf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Auk meistaraprófs í leiklistarfræðum frá Royal Holloway University of London. Guðmundur hefur sinnt stundakennslu við bæði Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og einnig unnið að fræðistörfum á sínum sérsviðum. Hann er höfundur margra bóka og hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin og unnið til Grímuverðlauna sem leikskáld. Guðmundur mun eftir sem áður þjónusta Þorlákshafnarprestakall sem djákni í 50% starfshlutfalli en verkefnastjórastaðan hjá Biblíufélaginu er einnig 50%. Guðmundur hefur þegar tekið til starfa. Ráðningar Tengdar fréttir Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Elsta starfandi félag landsins, Hið íslenska Biblíufélag, hefur ráðið Guðmund S. Brynjólfsson djákna og rithöfund sem verkefnastjóra félagsins, en átta sóttu um stöðuna. Í starfinu mun Guðmundur kynna Biblíuna og menningarleg og trúarleg áhrif hennar í þjóðlífinu, sjá um daglegan rekstur félagsins og útbreiða Orðið. Hann mun halda utan um safnanir fyrir systrafélög í þróunarlöndunum, halda fyrirlestra, sjá um ýmis konar útgáfu til kynningar á ritningunni og annað það sem til fellur og stjórn felur honum að því er segir í tilkynningu frá Hinu íslenska Biblíufélagi. Guðmundur komst í fréttirnar á dögunum þegar Fréttablaðið fjallaði um skoðun hans á „sous vide“-æðinu. Líkti hann kaupum á tækjunum við tískubólur á borð við fótanuddtækin og SodaStream. Guðmundur fer ekki leynt með skoðun sína á nýjasta æði Íslendinga. Þekkir Biblíuna út og inn Guðmundur hefur yfirgripsmikla þekkingu á Biblíunni bæði frá guðfræðilegu og bókmenntafræðilegu sjónarhorni. Guðmundur hefur próf í guðfræði/djáknafræðum, sem og B.A. gráðu og meistarapróf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Auk meistaraprófs í leiklistarfræðum frá Royal Holloway University of London. Guðmundur hefur sinnt stundakennslu við bæði Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og einnig unnið að fræðistörfum á sínum sérsviðum. Hann er höfundur margra bóka og hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin og unnið til Grímuverðlauna sem leikskáld. Guðmundur mun eftir sem áður þjónusta Þorlákshafnarprestakall sem djákni í 50% starfshlutfalli en verkefnastjórastaðan hjá Biblíufélaginu er einnig 50%. Guðmundur hefur þegar tekið til starfa.
Ráðningar Tengdar fréttir Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00