Þorlákshöfn og Hið íslenska Biblíufélag deila djákna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2018 11:29 Guðmundur Jónsson djákni. Dagur Gunnarsson Elsta starfandi félag landsins, Hið íslenska Biblíufélag, hefur ráðið Guðmund S. Brynjólfsson djákna og rithöfund sem verkefnastjóra félagsins, en átta sóttu um stöðuna. Í starfinu mun Guðmundur kynna Biblíuna og menningarleg og trúarleg áhrif hennar í þjóðlífinu, sjá um daglegan rekstur félagsins og útbreiða Orðið. Hann mun halda utan um safnanir fyrir systrafélög í þróunarlöndunum, halda fyrirlestra, sjá um ýmis konar útgáfu til kynningar á ritningunni og annað það sem til fellur og stjórn felur honum að því er segir í tilkynningu frá Hinu íslenska Biblíufélagi. Guðmundur komst í fréttirnar á dögunum þegar Fréttablaðið fjallaði um skoðun hans á „sous vide“-æðinu. Líkti hann kaupum á tækjunum við tískubólur á borð við fótanuddtækin og SodaStream. Guðmundur fer ekki leynt með skoðun sína á nýjasta æði Íslendinga. Þekkir Biblíuna út og inn Guðmundur hefur yfirgripsmikla þekkingu á Biblíunni bæði frá guðfræðilegu og bókmenntafræðilegu sjónarhorni. Guðmundur hefur próf í guðfræði/djáknafræðum, sem og B.A. gráðu og meistarapróf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Auk meistaraprófs í leiklistarfræðum frá Royal Holloway University of London. Guðmundur hefur sinnt stundakennslu við bæði Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og einnig unnið að fræðistörfum á sínum sérsviðum. Hann er höfundur margra bóka og hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin og unnið til Grímuverðlauna sem leikskáld. Guðmundur mun eftir sem áður þjónusta Þorlákshafnarprestakall sem djákni í 50% starfshlutfalli en verkefnastjórastaðan hjá Biblíufélaginu er einnig 50%. Guðmundur hefur þegar tekið til starfa. Ráðningar Tengdar fréttir Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Elsta starfandi félag landsins, Hið íslenska Biblíufélag, hefur ráðið Guðmund S. Brynjólfsson djákna og rithöfund sem verkefnastjóra félagsins, en átta sóttu um stöðuna. Í starfinu mun Guðmundur kynna Biblíuna og menningarleg og trúarleg áhrif hennar í þjóðlífinu, sjá um daglegan rekstur félagsins og útbreiða Orðið. Hann mun halda utan um safnanir fyrir systrafélög í þróunarlöndunum, halda fyrirlestra, sjá um ýmis konar útgáfu til kynningar á ritningunni og annað það sem til fellur og stjórn felur honum að því er segir í tilkynningu frá Hinu íslenska Biblíufélagi. Guðmundur komst í fréttirnar á dögunum þegar Fréttablaðið fjallaði um skoðun hans á „sous vide“-æðinu. Líkti hann kaupum á tækjunum við tískubólur á borð við fótanuddtækin og SodaStream. Guðmundur fer ekki leynt með skoðun sína á nýjasta æði Íslendinga. Þekkir Biblíuna út og inn Guðmundur hefur yfirgripsmikla þekkingu á Biblíunni bæði frá guðfræðilegu og bókmenntafræðilegu sjónarhorni. Guðmundur hefur próf í guðfræði/djáknafræðum, sem og B.A. gráðu og meistarapróf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Auk meistaraprófs í leiklistarfræðum frá Royal Holloway University of London. Guðmundur hefur sinnt stundakennslu við bæði Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og einnig unnið að fræðistörfum á sínum sérsviðum. Hann er höfundur margra bóka og hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin og unnið til Grímuverðlauna sem leikskáld. Guðmundur mun eftir sem áður þjónusta Þorlákshafnarprestakall sem djákni í 50% starfshlutfalli en verkefnastjórastaðan hjá Biblíufélaginu er einnig 50%. Guðmundur hefur þegar tekið til starfa.
Ráðningar Tengdar fréttir Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plastsuðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni. 28. desember 2017 06:00