Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð þrátt fyrir að vera skráð trúfélag Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. janúar 2018 20:00 Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. Til stendur að reisa um 1500 fermetra hús í Sogamýri við Suðurlandsbraut. Þar verður m.a. að finna kirkjurými, skrifstofur, vinnustofu og sérstaka velferðarálmu. Húsið hefur verið samþykkt í skipulagi og vonast forsvarsmenn hersins til að það geti staðið fullklárað árið 2019. Fyrir lóðina þurfti Hjálpræðisherinn að greiða á sjötta tug milljóna króna. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þannig fékk félag múslima úthlutað lóð undir mosku í Sogamýri árið 2013 og Ásatrúarfélagið fékk úthlutað lóð undir hof í Öskjuhlíð 2006. Hjördís Kristinsdóttir, foringi hjá Hjálpræðishernum, segir sérkennilegt að hið sama gildi ekki í tilfelli þeirra. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir Hjálpræðisherinn hins vegar hafa alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur og þörfin fyrir fría lóð sé því ekki til staðar. Þá vísar hann sérstaklega til þess að herinn hafi selt herkastalann svokallaða á sínum tíma og fengið fyrir hann talsvert fé. Hjördís segir þetta hins vegar ekki eiga að skipta máli og það samræmist ekki þeirri jafnræðisreglu sem unnið sé eftir. Þá hafi Hjálpræðisherinn alfarið fjármagnað herkastalann með eigin fjármunum. S. Björn segir að alltént líti borgin svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt. Hann telur hins vegar að lögin séu í eðli sínu tímaskekkja og íhuga ætti vandlega að hætta einfaldlega að úthluta fríum lóðum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Hjálpræðisherinn fær ekki fría lóð undir nýtt húsnæði sitt í Reykjavík, þrátt fyrir að vera skráð trúfélag. Foringi í hernum segir þetta skjóta skökku við, nú þegar borgin hafi úthlutað lóðum til nokkurra trúfélaga síðustu misseri án endurgjalds. Til stendur að reisa um 1500 fermetra hús í Sogamýri við Suðurlandsbraut. Þar verður m.a. að finna kirkjurými, skrifstofur, vinnustofu og sérstaka velferðarálmu. Húsið hefur verið samþykkt í skipulagi og vonast forsvarsmenn hersins til að það geti staðið fullklárað árið 2019. Fyrir lóðina þurfti Hjálpræðisherinn að greiða á sjötta tug milljóna króna. Lögum samkvæmt ber hins vegar að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur þjóðkirkjunnar. Borgin hefur í gegnum tíðina túlkað ákvæðið með þeim hætti að hið sama skuli ganga yfir önnur trúfélög á grundvelli jafnræðisreglu. Þannig fékk félag múslima úthlutað lóð undir mosku í Sogamýri árið 2013 og Ásatrúarfélagið fékk úthlutað lóð undir hof í Öskjuhlíð 2006. Hjördís Kristinsdóttir, foringi hjá Hjálpræðishernum, segir sérkennilegt að hið sama gildi ekki í tilfelli þeirra. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir Hjálpræðisherinn hins vegar hafa alla burði til að koma sér upp aðstöðu upp á eigin spýtur og þörfin fyrir fría lóð sé því ekki til staðar. Þá vísar hann sérstaklega til þess að herinn hafi selt herkastalann svokallaða á sínum tíma og fengið fyrir hann talsvert fé. Hjördís segir þetta hins vegar ekki eiga að skipta máli og það samræmist ekki þeirri jafnræðisreglu sem unnið sé eftir. Þá hafi Hjálpræðisherinn alfarið fjármagnað herkastalann með eigin fjármunum. S. Björn segir að alltént líti borgin svo á að hinum fríu lóðum sé ætlað það hlutverk að veita trúfélögum einhvern samastað í upphafi og því ekki rétt að félög sem þegar eigi verðmætar byggingar fái slíkt. Hann telur hins vegar að lögin séu í eðli sínu tímaskekkja og íhuga ætti vandlega að hætta einfaldlega að úthluta fríum lóðum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira