Munu ræða Ólympíuleika í fyrstu viðræðum í tvö ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Nordicphotos/AFP Einræðisstjórn Kim Jong-un í Norður-Kóreu hefur þegið boð Suður-Kóreustjórnar um að halda formlegar viðræður þann 9. janúar næstkomandi. Búist er við því að viðræðurnar fari fram í landamærabænum Panmunjom en þetta verða fyrstu viðræður ríkjanna tveggja frá því í desember 2015. Ekki liggur fyrir hverjir mæta til viðræðna og er þar af leiðandi óljóst hvort einræðisherrann Kim eða suðurkóreski forsetinn Moon Jae-in hittast á þriðjudaginn. Viðfangsefni viðræðnanna verður þátttaka Norður-Kóreu á vetrarólympíuleikunum sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á árinu. Unnið verður að því að finna út úr því hvernig þátttökunni verði best háttað. Heimildarmaður suðurkóresku fréttastofunnar Yonhap frá skrifstofu forseta sagði í gær að þar í landi væri talið líklegt að viðræður færu fram um bætt samskipti ríkjanna. Svo virðist sem Norður-Kóreustjórn vilji vinna að bættum samskiptum og friði en fyrr í vikunni var tilkynnt að bein neyðarlína á milli ríkjanna hefði verið tengd á ný. Síðustu neyðarlínunni, áður en þessi var opnuð, hafði verið lokað stuttu eftir viðræðuslitin í desember 2015. Ekki eru þó allir sannfærðir um að stjórn Kim hafi nokkurn áhuga á að vinna af alvöru að friðsamlegri framtíð. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði til að mynda í gær að samkomulagið um viðræður væri til komið vegna þrýstings alþjóðasamfélagsins. Ekki væri hægt að fullyrða hvort um væri að ræða raunverulega stefnubreytingu Kim-stjórnarinnar eða einstaka undantekningu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Sjá meira
Einræðisstjórn Kim Jong-un í Norður-Kóreu hefur þegið boð Suður-Kóreustjórnar um að halda formlegar viðræður þann 9. janúar næstkomandi. Búist er við því að viðræðurnar fari fram í landamærabænum Panmunjom en þetta verða fyrstu viðræður ríkjanna tveggja frá því í desember 2015. Ekki liggur fyrir hverjir mæta til viðræðna og er þar af leiðandi óljóst hvort einræðisherrann Kim eða suðurkóreski forsetinn Moon Jae-in hittast á þriðjudaginn. Viðfangsefni viðræðnanna verður þátttaka Norður-Kóreu á vetrarólympíuleikunum sem fara fram í suðurkóresku borginni Pyeongchang síðar á árinu. Unnið verður að því að finna út úr því hvernig þátttökunni verði best háttað. Heimildarmaður suðurkóresku fréttastofunnar Yonhap frá skrifstofu forseta sagði í gær að þar í landi væri talið líklegt að viðræður færu fram um bætt samskipti ríkjanna. Svo virðist sem Norður-Kóreustjórn vilji vinna að bættum samskiptum og friði en fyrr í vikunni var tilkynnt að bein neyðarlína á milli ríkjanna hefði verið tengd á ný. Síðustu neyðarlínunni, áður en þessi var opnuð, hafði verið lokað stuttu eftir viðræðuslitin í desember 2015. Ekki eru þó allir sannfærðir um að stjórn Kim hafi nokkurn áhuga á að vinna af alvöru að friðsamlegri framtíð. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði til að mynda í gær að samkomulagið um viðræður væri til komið vegna þrýstings alþjóðasamfélagsins. Ekki væri hægt að fullyrða hvort um væri að ræða raunverulega stefnubreytingu Kim-stjórnarinnar eða einstaka undantekningu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ Sjá meira