Lögregla á Suðurnesjum fundu það sem talið er vera amfetamín og kannabisefni við húsleit í húsnæði í umdæminu sínu í fyrrinótt.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að húsráðandi hafi játað eign sína á efnunum og var hann handtekinn. Maðurinn var látinn laus að aflokinni skýrslutöku.
„Þá reyndist ökumaður sem lögregla stöðvaði vegna gruns um fíkniefnaakstur, hafa kannabis í fórum sínum. Hann var einnig handtekinn og færður á lögreglustöð,“ segir í tilkynningunni.
