Leiðakerfisbreytingar Strætó taka gildi á morgun Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2018 18:43 Umfangsmiklar breytingar á leiðakerfi og þjónustustigi Strætó munu taka gildi á morgun, sunnudaginn 7. janúar. Þjónustutími verður lengdur á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 til klukkan 01:00 á kvöldin eða sem því næst.Leiðakerfisbreytingar:Leið 6 mun aka á 10 mínútna tíðni á annatímum. Sama fyrirkomulag hefur verið á leið 1 í rúmt ár og hefur það reynst vel. Leið 6 styttist einnig og mun hún eftir breytingar enda og byrjar ferðir sínar í Spöng í stað Mosfellsbæjar.Leið 7 ekur þann hluta sem klipptur var af leið 6. Helgafellslandið og Leirvogstunga bætast einnig við sem nýir áfangastaðir.Leið 28 verður stytt og mun leiðin ekki lengur aka í Mjódd. Leiðin mun í staðinn aka milli Hamraborgar og Dalaþings.Leið 2 mun aka þann hluta sem klipptur var af leið 28, þ.e. um Kórahverfið og í Mjódd.Leið 21 hættir að aka um Bæjarhraun og Hólshraun í Hafnarfirði. Leiðin mun í staðinn aka um Arnarnesveg, Smárahvammsveg og Fífuhvammsveg framhjá Smáralind í báðar áttir. Þjónustutími leiðarinnar lengist um klukkustund á kvöldin og að auki verður ekið á sunnudögum.Leið 35 hefur hingað til einungis ekið hringinn sinn réttsælis og tveir vagnar hafa verið settir á leiðina á annatímum. Eftir breytingarnar 7. janúar munu tveir vagnar aka leið 35 allan daginn; annar þeirra ekur hringinn réttsælis og hinn ekur hringinn rangsælis.Næturakstur úr miðbænum hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar Sérstakur næturakstur Strætó úr miðbænum verður aðfaranætur laugar- og sunnudags milli klukkan 01:00-04:30, eða sem því næst. Næturaksturinn hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar.Sex leiðir verða í næturakstrinum:Leið 101 – HafnarfjörðurLeið 102 – KópavogurLeið 103 – BreiðholtLeið 105 – NorðlingaholtLeið 106 – MosfellsbærLeið 111 - Seltjarnarnes Næturvagnarnir munu annað hvort byrja akstur við Stjórnarráðið eða á Hlemmi. Fólk getur einungis tekið á vagnana á biðstöðvum í áttina út úr miðbænum. Stakt fargjald með næturvögnum verður 920 krónur eða 2 strætómiðar. Handhafar strætókorta geta hins vegar notað kortin í næturvagnana án frekari kostnaðar. Einungis verður gefinn upp brottfarartími úr miðbænum. Vagnarnir munu því ekki fylgja sérstakri tímaáætlun eftir að lagt er af stað frá Hlemmi eða Stjórnarráðinu. Farþegar sem vilja taka vagnana á öðrum biðstöðvum er því ráðlagt að fylgjast með staðsetningu vagnanna í appinu. Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar á leiðakerfi og þjónustustigi Strætó munu taka gildi á morgun, sunnudaginn 7. janúar. Þjónustutími verður lengdur á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 til klukkan 01:00 á kvöldin eða sem því næst.Leiðakerfisbreytingar:Leið 6 mun aka á 10 mínútna tíðni á annatímum. Sama fyrirkomulag hefur verið á leið 1 í rúmt ár og hefur það reynst vel. Leið 6 styttist einnig og mun hún eftir breytingar enda og byrjar ferðir sínar í Spöng í stað Mosfellsbæjar.Leið 7 ekur þann hluta sem klipptur var af leið 6. Helgafellslandið og Leirvogstunga bætast einnig við sem nýir áfangastaðir.Leið 28 verður stytt og mun leiðin ekki lengur aka í Mjódd. Leiðin mun í staðinn aka milli Hamraborgar og Dalaþings.Leið 2 mun aka þann hluta sem klipptur var af leið 28, þ.e. um Kórahverfið og í Mjódd.Leið 21 hættir að aka um Bæjarhraun og Hólshraun í Hafnarfirði. Leiðin mun í staðinn aka um Arnarnesveg, Smárahvammsveg og Fífuhvammsveg framhjá Smáralind í báðar áttir. Þjónustutími leiðarinnar lengist um klukkustund á kvöldin og að auki verður ekið á sunnudögum.Leið 35 hefur hingað til einungis ekið hringinn sinn réttsælis og tveir vagnar hafa verið settir á leiðina á annatímum. Eftir breytingarnar 7. janúar munu tveir vagnar aka leið 35 allan daginn; annar þeirra ekur hringinn réttsælis og hinn ekur hringinn rangsælis.Næturakstur úr miðbænum hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar Sérstakur næturakstur Strætó úr miðbænum verður aðfaranætur laugar- og sunnudags milli klukkan 01:00-04:30, eða sem því næst. Næturaksturinn hefst aðfaranótt laugardagsins 13. janúar.Sex leiðir verða í næturakstrinum:Leið 101 – HafnarfjörðurLeið 102 – KópavogurLeið 103 – BreiðholtLeið 105 – NorðlingaholtLeið 106 – MosfellsbærLeið 111 - Seltjarnarnes Næturvagnarnir munu annað hvort byrja akstur við Stjórnarráðið eða á Hlemmi. Fólk getur einungis tekið á vagnana á biðstöðvum í áttina út úr miðbænum. Stakt fargjald með næturvögnum verður 920 krónur eða 2 strætómiðar. Handhafar strætókorta geta hins vegar notað kortin í næturvagnana án frekari kostnaðar. Einungis verður gefinn upp brottfarartími úr miðbænum. Vagnarnir munu því ekki fylgja sérstakri tímaáætlun eftir að lagt er af stað frá Hlemmi eða Stjórnarráðinu. Farþegar sem vilja taka vagnana á öðrum biðstöðvum er því ráðlagt að fylgjast með staðsetningu vagnanna í appinu.
Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira