Framkvæmdastjóri Ikea sló í gegn á fundi bænda: Sagðist vera að moka út lambakjöti Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. janúar 2018 20:50 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. Vísir/Ernir Um þrjú hundruð of fimmtíu sauðfjárbændur mættu í íþróttahúsið á Hellu í dag þar sem tilgangurinn var að blása bændum bjartsýni í brjóst um markaðssetningu á lambakjöti. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Ikea að fyrirtækið ætlar að selja 180 þúsund skammta af lambakjöti á nýju ári, eða 500 skammta á dag. Lambakjöt er verðmæt vara var yfirskrift fundarins á Hellu sem var haldin af IKEA, Kjötkompaníinu, Markaðsráði kindakjöts, Bændablaðinu og sauðfjárbændum á Suðurlandi. Ásmundur Friðriksson alþingismaður var einn af þeim sem boðaði til fundarins. „Það verður að auka tekjur bænda. Ég bara trúi því ekki þegar ég spyr bónda með ellefu hundruð fjár, að hann getur varla lifað á búskapnum,“ sagði Ásmundur. Formaður sauðfjárbænda segir nauðsynlegt að bændur spýti nú í lófana varðandi markaðssetningu á íslenska lambakjötinu. „Þessi krísa sem við erum í núna hún kannski leiðir til þess að við verðum að taka enn fastara á og skoða allt ofan í kjölinn og þessi fundur er bara frábært innlegg í það,“ sagði Oddný Steina Valsdóttir, formaður sauðfjárbænda. Oddný Steina segir að það þurfi að vera meiri kraftur í afurðastöðvum bænda. „En við þurfum að einfalda þar ýmislegt og mér finnst að það þurfi kannski ferskari hugsun þar inn og meiri kraft, ég ætla ekkert að neita því.“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. „Við erum að fara meira yfir í þjóðlegan mat og þar er lambakjötið sterkt og það er greinilega vöntun á því á markaðnum hjá okkur og við ætlum að vinna meira í því,“ sagði Þórarinn. „Ég seldi til dæmis 70 þúsund kótilettur í september og ég ætla mér að þrefalda það á næstu tveimur til þremur árum.“ Í fundarlok var öllum viðstöddum boðið í mat með léttum veitingum þar sem lambahamborgari var á boðstólum. Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Um þrjú hundruð of fimmtíu sauðfjárbændur mættu í íþróttahúsið á Hellu í dag þar sem tilgangurinn var að blása bændum bjartsýni í brjóst um markaðssetningu á lambakjöti. Fram kom í máli framkvæmdastjóra Ikea að fyrirtækið ætlar að selja 180 þúsund skammta af lambakjöti á nýju ári, eða 500 skammta á dag. Lambakjöt er verðmæt vara var yfirskrift fundarins á Hellu sem var haldin af IKEA, Kjötkompaníinu, Markaðsráði kindakjöts, Bændablaðinu og sauðfjárbændum á Suðurlandi. Ásmundur Friðriksson alþingismaður var einn af þeim sem boðaði til fundarins. „Það verður að auka tekjur bænda. Ég bara trúi því ekki þegar ég spyr bónda með ellefu hundruð fjár, að hann getur varla lifað á búskapnum,“ sagði Ásmundur. Formaður sauðfjárbænda segir nauðsynlegt að bændur spýti nú í lófana varðandi markaðssetningu á íslenska lambakjötinu. „Þessi krísa sem við erum í núna hún kannski leiðir til þess að við verðum að taka enn fastara á og skoða allt ofan í kjölinn og þessi fundur er bara frábært innlegg í það,“ sagði Oddný Steina Valsdóttir, formaður sauðfjárbænda. Oddný Steina segir að það þurfi að vera meiri kraftur í afurðastöðvum bænda. „En við þurfum að einfalda þar ýmislegt og mér finnst að það þurfi kannski ferskari hugsun þar inn og meiri kraft, ég ætla ekkert að neita því.“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA sló í gegn í sínu erindi en fyrirtækið er að moka út lambakjöti í sína gesti. „Við erum að fara meira yfir í þjóðlegan mat og þar er lambakjötið sterkt og það er greinilega vöntun á því á markaðnum hjá okkur og við ætlum að vinna meira í því,“ sagði Þórarinn. „Ég seldi til dæmis 70 þúsund kótilettur í september og ég ætla mér að þrefalda það á næstu tveimur til þremur árum.“ Í fundarlok var öllum viðstöddum boðið í mat með léttum veitingum þar sem lambahamborgari var á boðstólum.
Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira