Ingi Þór um stigalausa leikhlutann: Sorglegt að bjóða upp á þetta 6. janúar 2018 21:00 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Eyþór Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum mjög svekktur með úrslitin eftir stórtap gegn Keflavík í dag í dag en hann ætlaði sér augljóslega töluvert meira en raunin varð. Eftir ágætis fyrri hálfleik hrundi leikur Snæfells bókstaflega í seinni hálfleik og átti Ingi Þór í erfiðleikum með að útskýra hvað hafði gerst. „Keflvíkingarnir komu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Við vorum að gera fullt af fínum hlutum í fyrri hálfleik en við algjörlega brotnuðum þegar færðist meiri harka í leikinn.” Snæfell fór stigalaust í gegnum fjórða leikhluta. „Við náðum ekki að koma okkur í nógu góð færi til þess að skora og sjálfstraustið dvínaði og fjaraði loks alveg út. Mér finnst sorglegt að bjóða upp á þetta,” sagði Ingi Þór svekktur í lok leiks. Leikgleðin í fyrri hálfleik var mikil en hún var skilin eftir í búningsklefanum ásamt því sem liðið hafði lagt upp með að gera í seinni hálfleik. „Það var ekkert í seinni hálfleik sem gaf til kynna að einhver leikgleði væri til staðar. Keflvíkingar eru örugglega í sjokki yfir því hverskonar lið kom til leiks í seinni hálfleik. Við töluðum um það að gera enn betri í seinni hálfleik heldur en við gerðum í fyrri hálfleik en það fór eitthvað allt annað í gang. Alveg sama hvað staðan var það kom ekki neitt úr neinu.” Þrátt fyrir viðsnúningin í leiknum og tapið í dag er Ingi Þór bjartsýnn á framhaldið og verkefnin sem eru framundan. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn og hvernig stigaskorið var að dreifast. Ég var mjög ánægður með innkomu Gunnhildar og Andreu en Andrea er búin að vera í burtu í sex, sjö vikur og Gunnhildur líka ekkert búin að vera með okkur lengi. En við eigum alveg eftir að fynna jafnvægi aftur og byggja liðið aftur upp. Við erum farandi úr því að vera með sex leikmenn yfir í það að geta spilað á 10 til 11 leikmönnum. Við það breytist auðvitað hlutverkaskiptingin en það hafði ekki áhrif á leikinn í dag,” sagði Ingi Þór. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 53-80 | Keflavík hélt Snæfellsliðinu stigalausu í fjórða leikhluta Keflavík vann 27 stiga sigur á Snæfelli í Dominos-deild kvenna í kvöld en heimakonur voru stigalausar í fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með tíu í hálfleik. 6. janúar 2018 18:00 Valskonur með sannfærandi sigur | Skallarnir sækja á næstu lið Valur bætti við forskot sitt með 85-52 sigri gegn Breiðablik í Dominos-deild kvenna en sterkur varnarleikur Valsliðsins þýddi að sigurinn var í höfn í hálfleik. 6. janúar 2018 18:33 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum mjög svekktur með úrslitin eftir stórtap gegn Keflavík í dag í dag en hann ætlaði sér augljóslega töluvert meira en raunin varð. Eftir ágætis fyrri hálfleik hrundi leikur Snæfells bókstaflega í seinni hálfleik og átti Ingi Þór í erfiðleikum með að útskýra hvað hafði gerst. „Keflvíkingarnir komu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Við vorum að gera fullt af fínum hlutum í fyrri hálfleik en við algjörlega brotnuðum þegar færðist meiri harka í leikinn.” Snæfell fór stigalaust í gegnum fjórða leikhluta. „Við náðum ekki að koma okkur í nógu góð færi til þess að skora og sjálfstraustið dvínaði og fjaraði loks alveg út. Mér finnst sorglegt að bjóða upp á þetta,” sagði Ingi Þór svekktur í lok leiks. Leikgleðin í fyrri hálfleik var mikil en hún var skilin eftir í búningsklefanum ásamt því sem liðið hafði lagt upp með að gera í seinni hálfleik. „Það var ekkert í seinni hálfleik sem gaf til kynna að einhver leikgleði væri til staðar. Keflvíkingar eru örugglega í sjokki yfir því hverskonar lið kom til leiks í seinni hálfleik. Við töluðum um það að gera enn betri í seinni hálfleik heldur en við gerðum í fyrri hálfleik en það fór eitthvað allt annað í gang. Alveg sama hvað staðan var það kom ekki neitt úr neinu.” Þrátt fyrir viðsnúningin í leiknum og tapið í dag er Ingi Þór bjartsýnn á framhaldið og verkefnin sem eru framundan. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn og hvernig stigaskorið var að dreifast. Ég var mjög ánægður með innkomu Gunnhildar og Andreu en Andrea er búin að vera í burtu í sex, sjö vikur og Gunnhildur líka ekkert búin að vera með okkur lengi. En við eigum alveg eftir að fynna jafnvægi aftur og byggja liðið aftur upp. Við erum farandi úr því að vera með sex leikmenn yfir í það að geta spilað á 10 til 11 leikmönnum. Við það breytist auðvitað hlutverkaskiptingin en það hafði ekki áhrif á leikinn í dag,” sagði Ingi Þór.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 53-80 | Keflavík hélt Snæfellsliðinu stigalausu í fjórða leikhluta Keflavík vann 27 stiga sigur á Snæfelli í Dominos-deild kvenna í kvöld en heimakonur voru stigalausar í fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með tíu í hálfleik. 6. janúar 2018 18:00 Valskonur með sannfærandi sigur | Skallarnir sækja á næstu lið Valur bætti við forskot sitt með 85-52 sigri gegn Breiðablik í Dominos-deild kvenna en sterkur varnarleikur Valsliðsins þýddi að sigurinn var í höfn í hálfleik. 6. janúar 2018 18:33 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 53-80 | Keflavík hélt Snæfellsliðinu stigalausu í fjórða leikhluta Keflavík vann 27 stiga sigur á Snæfelli í Dominos-deild kvenna í kvöld en heimakonur voru stigalausar í fjórða leikhluta eftir að hafa leitt með tíu í hálfleik. 6. janúar 2018 18:00
Valskonur með sannfærandi sigur | Skallarnir sækja á næstu lið Valur bætti við forskot sitt með 85-52 sigri gegn Breiðablik í Dominos-deild kvenna en sterkur varnarleikur Valsliðsins þýddi að sigurinn var í höfn í hálfleik. 6. janúar 2018 18:33