Segir hóp um traust á stjórnmálum skref í rétta átt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. janúar 2018 12:01 Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016. Vísir/Stefán Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp til að skila tillögum um úrlausnir til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmaður Pírata fagnar skrefinu en telur stjórnmálamenn geta gert ýmislegt nú strax til að bæta traust almennings í garð stjórnmálastéttarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Einn þáttur í því sé að yfirfara reglur um hagsmunaskráningu bæði ráðherra og þingmanna með hliðsjón af ábendingum og alþjóðlegum viðmiðum. Annar þáttur er breytingar á lögum sem varða vernd uppljóstrara og umbætur í umhverfi stjórnsýslu og viðskipta. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður hópsins og er honum ætlað að skila tillögum til forsætisráðherra í september á þessu ári.Fagnar skipun nefndarinnar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fagnar því að taka eigi skref til að auka tiltrú á stjórnmálunum. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur verið gagnvart stjórnmálum í mjög langan tíma. Það hefur alveg vantað og mér finnst þessi nefnd vera ágætt skref í rétta átt. Það eru nokkur augljós skref sem væri hægt að taka sem þyrfti ekki að fá þennan hóp til að fjalla um. Það eru spurningar sem varða pólitíska ábyrgð sem hafa ekki fest sig í sessi í okkar stjórnmálamenningu,“ segir Smári.Nýjungar sem hafa bætt menninguna Hann segir nokkrar nýjungar í þingstörfunum strax hafa bætt stjórnmálamenninguna, til dæmis að stjórnarandstöðunni sé treyst fyrir fleiri nefndarformennskum nú en áður. „Og ef að flokkar yrðu eins meira til búnir til að ræða saman um öðruvísi nálganir og jafnvel að fólk fylgi sinni sannfæringu óháð flokkspólitík í fleiri málum þá myndi það gera margt til að bæta. Ég er til dæmis mjög ánægður með það að við skulum vera með einhverja skiptingu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á nefndarformennsku núna. Ég held að það sé strax að bæta andrúmsloftið að einhverju leyti,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Alþingi Tengdar fréttir Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp til að skila tillögum um úrlausnir til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmaður Pírata fagnar skrefinu en telur stjórnmálamenn geta gert ýmislegt nú strax til að bæta traust almennings í garð stjórnmálastéttarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Einn þáttur í því sé að yfirfara reglur um hagsmunaskráningu bæði ráðherra og þingmanna með hliðsjón af ábendingum og alþjóðlegum viðmiðum. Annar þáttur er breytingar á lögum sem varða vernd uppljóstrara og umbætur í umhverfi stjórnsýslu og viðskipta. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður hópsins og er honum ætlað að skila tillögum til forsætisráðherra í september á þessu ári.Fagnar skipun nefndarinnar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fagnar því að taka eigi skref til að auka tiltrú á stjórnmálunum. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur verið gagnvart stjórnmálum í mjög langan tíma. Það hefur alveg vantað og mér finnst þessi nefnd vera ágætt skref í rétta átt. Það eru nokkur augljós skref sem væri hægt að taka sem þyrfti ekki að fá þennan hóp til að fjalla um. Það eru spurningar sem varða pólitíska ábyrgð sem hafa ekki fest sig í sessi í okkar stjórnmálamenningu,“ segir Smári.Nýjungar sem hafa bætt menninguna Hann segir nokkrar nýjungar í þingstörfunum strax hafa bætt stjórnmálamenninguna, til dæmis að stjórnarandstöðunni sé treyst fyrir fleiri nefndarformennskum nú en áður. „Og ef að flokkar yrðu eins meira til búnir til að ræða saman um öðruvísi nálganir og jafnvel að fólk fylgi sinni sannfæringu óháð flokkspólitík í fleiri málum þá myndi það gera margt til að bæta. Ég er til dæmis mjög ánægður með það að við skulum vera með einhverja skiptingu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á nefndarformennsku núna. Ég held að það sé strax að bæta andrúmsloftið að einhverju leyti,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Alþingi Tengdar fréttir Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08