Safnar fyrir heyrnartólum og spjaldtölvum á krabbameinsdeildina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. janúar 2018 13:30 Þórunn Hilda Jónasdóttir Úr einkasafni Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett af stað söfnun á Facebook síðu sinni þar sem hún stefnir á að kaupa spjaldtölvur og heyrnartól fyrir fólk í meðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn hefur sjálf farið með aðstandanda í krabbameinsmeðferð á Landspítalanum og sá þá þörfina fyrir slík tæki. „Það sem mig langar til að gera er að redda spjaldtölvum og „noice canceling“ heyrnartólum fyrir hvern einasta stól á deildinni. Það eru 22 stólar þar sem fólk er í lyfjameðferð,“ segir Þórunn í samtali við Vísi.Mikið notað á deildinni Heyrnartólin og spjaldtölvurnar færu við hvern stól á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, 11B. Deildin er fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein en lengd meðferða getur verið misjöfn allt frá 30 mínútum til átta klukkustunda. Þórunn vonar að allir sem komi í meðferð geti þá fengið spjaldtölvu og heyrnartól til þess að hlusta á eitthvað eða hvíla sig án truflunar umhverfishljóða. „Það eru núna til fimm i-Padar sem hafa verið mikið notaðir. Mér datt í hug að reyna þetta í krafti fjöldans, sjá hvað ég gæti gert,“ segir Þórunn. 22 stólar eru á deildinni en aðeins eru til fimm spjaldtölvur. Þórunn stefnir því á að safna fyrir 17 spjaldtölvum og 22 heyrnartólum. Móðir og móðursystir Þórunnar þurftu báðar að dvelja dágóðum tíma í þessum stólum í meðferð og segir Þórunn að tæki sem þessi gætu breytt miklu fyrir sjúklinga. „Mamma fylgdi systur sinni í lyfjameðferð og þegar hún var að klára þá greindist mamma með krabbamein sjálf. Þá fór ég að fara með henni. Ég er framkvæmdastjóri Líf, styrktarfélags Kvennadeildarinnar, svo ég veit hvað maður getur gert fyrir deildirnar. Þegar ég fylgdi mömmu þarna í lyfjagjöf þá sá ég hvað það vantaði að lífga upp á þetta og gera eitthvað. Því ákvað ég að nýta krafta mína í það, en það er algjörlega ótengt félaginu, bara ég sjálf.“Bætir lífsgæði sjúklinga Þórunn segir að mikill skarkali og hávaði geti verið á deildinni á daginn enda margir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn sem fara þar um á hverjum degi og mörg tæki í gangi á sama tíma. „Mér finnst þetta ekki mikið en þörfin er mikil. Þetta er að fara að auka lífsgæði fólks til muna í ömurlegum aðstæðum. Það er mikill fjöldi af fólki sem kemur þarna yfir daginn og það er svo mikilvægt að það geti fengið að vera í friði.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 526-14-404969, kennitala 020678-4969. Heilbrigðismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Þórunn Hilda Jónasdóttir hefur sett af stað söfnun á Facebook síðu sinni þar sem hún stefnir á að kaupa spjaldtölvur og heyrnartól fyrir fólk í meðferð vegna krabbameins eða blóðsjúkdóma. Þórunn hefur sjálf farið með aðstandanda í krabbameinsmeðferð á Landspítalanum og sá þá þörfina fyrir slík tæki. „Það sem mig langar til að gera er að redda spjaldtölvum og „noice canceling“ heyrnartólum fyrir hvern einasta stól á deildinni. Það eru 22 stólar þar sem fólk er í lyfjameðferð,“ segir Þórunn í samtali við Vísi.Mikið notað á deildinni Heyrnartólin og spjaldtölvurnar færu við hvern stól á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, 11B. Deildin er fyrir sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein en lengd meðferða getur verið misjöfn allt frá 30 mínútum til átta klukkustunda. Þórunn vonar að allir sem komi í meðferð geti þá fengið spjaldtölvu og heyrnartól til þess að hlusta á eitthvað eða hvíla sig án truflunar umhverfishljóða. „Það eru núna til fimm i-Padar sem hafa verið mikið notaðir. Mér datt í hug að reyna þetta í krafti fjöldans, sjá hvað ég gæti gert,“ segir Þórunn. 22 stólar eru á deildinni en aðeins eru til fimm spjaldtölvur. Þórunn stefnir því á að safna fyrir 17 spjaldtölvum og 22 heyrnartólum. Móðir og móðursystir Þórunnar þurftu báðar að dvelja dágóðum tíma í þessum stólum í meðferð og segir Þórunn að tæki sem þessi gætu breytt miklu fyrir sjúklinga. „Mamma fylgdi systur sinni í lyfjameðferð og þegar hún var að klára þá greindist mamma með krabbamein sjálf. Þá fór ég að fara með henni. Ég er framkvæmdastjóri Líf, styrktarfélags Kvennadeildarinnar, svo ég veit hvað maður getur gert fyrir deildirnar. Þegar ég fylgdi mömmu þarna í lyfjagjöf þá sá ég hvað það vantaði að lífga upp á þetta og gera eitthvað. Því ákvað ég að nýta krafta mína í það, en það er algjörlega ótengt félaginu, bara ég sjálf.“Bætir lífsgæði sjúklinga Þórunn segir að mikill skarkali og hávaði geti verið á deildinni á daginn enda margir sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn sem fara þar um á hverjum degi og mörg tæki í gangi á sama tíma. „Mér finnst þetta ekki mikið en þörfin er mikil. Þetta er að fara að auka lífsgæði fólks til muna í ömurlegum aðstæðum. Það er mikill fjöldi af fólki sem kemur þarna yfir daginn og það er svo mikilvægt að það geti fengið að vera í friði.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á söfnunarreikninginn 526-14-404969, kennitala 020678-4969.
Heilbrigðismál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira