Með Titanic húðflúr og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 8. janúar 2018 20:16 Í Grindavík býr stærsti Titanic aðdáandi landsins og þótt víðar væri leitað. Hann horfði á myndina frægu allt að þrisvar á dag í æsku, er með Titanic húðflúr á brjóstkassanum og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins á Norður-Írlandi. Jórmundur Kristinsson er 26 ára gamall Grindvíkingur sem hefur verið heltekinn af óskarsverðlaunamyndinni um Titanic allt frá því hann sá hana fyrst sjö ára gamall. Hann á nú á heimili sínu gríðarstórt safn Titanic muna, bækur, mynddiska, fatnað og styttur. Jórmundur gaf sig fram eftir að Bíó Paradís auglýsti eftir stærstu Titanic aðdáendum landsins. Tilefnið er 20 ára afmælissýning myndarinnar sem fram fer í kvikmyndahúsinu þann 20. janúar. En hvað er það við þessa rómantísku stórslysasögu sem heillar hann svo mjög? „Ég eiginlega hreinlega veit það ekki en það er sko bara, mér finnst skipið svo flott. Hef alltaf verið svo heillaður af því, það var allt svo nýtt og svo magnað að þetta hafi getað eyðilagst á tveimur tímum. Svo er ástarsagan góð líka.“ Unnustinn með óþol Ástarsaga Jórmundar sjálfs tvinnast svo saman við sögu skipsins, en hann kynntist unnusta sínum þann 15. apríl fyrir nokkrum árum – á sömu dagsetningu og sjálft skipið sökk. Þeir trúlofuðu sig svo árið 2015 í Belfast á Norður-Írlandi, þar sem Titanic var smíðað. Jórmundur segir hins vegar að ofsafenginn áhugi hans á myndinni hafi ekki smitast yfir á unnustann. „Ég reyni að nýta tímann þegar ég er einn heima, þegar hann er að vinna kannski eða eitthvað svo ég geti horft á hana því hann þolir hana ekki. Fleiri í kringum mig hata þessa mynd. Mamma fær bara ælu þegar hún heyrir minnst á hana.“ Áhuginn fer ekkert Auk þess að eiga Titanic gripi af öllum gerðum er hann enn fremur með húðflúr á brjóstkassanum. Hann stefnir síðan á að fá sér annað og stærra Titanic flúr upp allan handlegginn öðru megin. En kemur aldrei sá tímapunktur að Jórmundur vaxi upp úr áhuga sínum á myndinni? „Þetta hefur mótað manneskjuna sem ég er þessi mynd og allt þetta. En ég held að ef þetta ætti að vaxa af manni þá væri það búið að gera það núna. ÉG er að verða 27 ára og ég er ennþá með þetta á heilanum.“ Húðflúr Titanic Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Í Grindavík býr stærsti Titanic aðdáandi landsins og þótt víðar væri leitað. Hann horfði á myndina frægu allt að þrisvar á dag í æsku, er með Titanic húðflúr á brjóstkassanum og trúlofaði sig á söguslóðum skipsins á Norður-Írlandi. Jórmundur Kristinsson er 26 ára gamall Grindvíkingur sem hefur verið heltekinn af óskarsverðlaunamyndinni um Titanic allt frá því hann sá hana fyrst sjö ára gamall. Hann á nú á heimili sínu gríðarstórt safn Titanic muna, bækur, mynddiska, fatnað og styttur. Jórmundur gaf sig fram eftir að Bíó Paradís auglýsti eftir stærstu Titanic aðdáendum landsins. Tilefnið er 20 ára afmælissýning myndarinnar sem fram fer í kvikmyndahúsinu þann 20. janúar. En hvað er það við þessa rómantísku stórslysasögu sem heillar hann svo mjög? „Ég eiginlega hreinlega veit það ekki en það er sko bara, mér finnst skipið svo flott. Hef alltaf verið svo heillaður af því, það var allt svo nýtt og svo magnað að þetta hafi getað eyðilagst á tveimur tímum. Svo er ástarsagan góð líka.“ Unnustinn með óþol Ástarsaga Jórmundar sjálfs tvinnast svo saman við sögu skipsins, en hann kynntist unnusta sínum þann 15. apríl fyrir nokkrum árum – á sömu dagsetningu og sjálft skipið sökk. Þeir trúlofuðu sig svo árið 2015 í Belfast á Norður-Írlandi, þar sem Titanic var smíðað. Jórmundur segir hins vegar að ofsafenginn áhugi hans á myndinni hafi ekki smitast yfir á unnustann. „Ég reyni að nýta tímann þegar ég er einn heima, þegar hann er að vinna kannski eða eitthvað svo ég geti horft á hana því hann þolir hana ekki. Fleiri í kringum mig hata þessa mynd. Mamma fær bara ælu þegar hún heyrir minnst á hana.“ Áhuginn fer ekkert Auk þess að eiga Titanic gripi af öllum gerðum er hann enn fremur með húðflúr á brjóstkassanum. Hann stefnir síðan á að fá sér annað og stærra Titanic flúr upp allan handlegginn öðru megin. En kemur aldrei sá tímapunktur að Jórmundur vaxi upp úr áhuga sínum á myndinni? „Þetta hefur mótað manneskjuna sem ég er þessi mynd og allt þetta. En ég held að ef þetta ætti að vaxa af manni þá væri það búið að gera það núna. ÉG er að verða 27 ára og ég er ennþá með þetta á heilanum.“
Húðflúr Titanic Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira