Fálkaorðuhafinn sem fílar pönk og Iggy Pop Þórarinn Þórarinsson skrifar 9. janúar 2018 06:00 Þeir verða ekki öllu pönkaðri, fálkaorðuhafarnir, en Dr. Ólafur Dýrmundsson sem hefur krækt sér í nánast allar plötur Iggy Pop. vísir/anton brink Ólafur Dýrmundsson verður 74 ára á þessu ári og varð ekki heitur Iggy Pop aðdáandi fyrr en hann var kominn á sjötugsaldurinn. Iggy vann hann endanlega á sitt band á tónleikum sem hann hélt í Listasafni Reykjavíkur 2006. „Ég var þá farinn að hlusta aðeins á hann og átti eina eða tvær plötur. Þetta voru hörku hljómleikar þar sem hann hafði það sem eftir var af The Stooges með sér.“ Ólafur segir flesta í kringum sig hafa talið Iggy vera „einhvern brjálæðing“ en ráðunautur lífræns búskapar og landnýtingar hjá Bændasamtökunum sá annað og meira í tónlistarmanninum. „Hann mætti í sjónvarpsviðtal daginn fyrir tónleika, virðulegur mjög, fullklæddur í frakka og virtist bara vera ágætis kall. Hann er vel lesinn, talar vandaða ensku og er vel að sér um ýmislegt. Fortíð hans er skrautleg og kannski merkilegt að hann skuli enn vera lifandi. En ég er löngu sannfærður um að hann er maður með viti.“ Iggy óx enn meira í áliti hjá Ólafi þegar hann las ævisögu hans. „Þetta var enginn sérstakur lofsöngur en ég held að hann geti skrifað undir flest sem þar kemur fram, bæði gott og illt.“ Eftir að hafa sé Iggy á sviði byrjaði Ólafur að safna plötum hans fyrir alvöru. „Ég fór út um allt. Í Geisladiskabúð Valda og víðar og er kominn með þetta mest allt núna. Fyrir utan það nýjasta en ég hef verið að hlusta á það á YouTube. Annars hlusta ég mest á hann í bílnum til þess að vera ekkert að kvelja aðra með þessu.“ Ólafur var við nám í Wales á árabilinu 1966-1972 og fékk þá allt það helsta sem var að gerast beint í æð með sjónvarpsþættinum Top of the Pops. „Þarna sá maður Jimi Hendrix, Stones, Bowie, Lou Reed og Bítlana á sínum tíma. Allt þetta gullaldarlið.“ Ólafur lét sig að vonum ekki vanta þegar Iggy kom aftur til Íslands og hélt tónleika á Ásbrú 2015. Hann hafði þá nýlátið af störfum og Bændablaðið gaf honum tvo tónleikamiða. „Konan mín hafði aldrei komið á svona og leist ekki alveg á þetta enda var hassreykur í loftinu og ýmislegt í gangi. Þarna var hann 68 ára og ég 71 árs en ég hoppaði og skoppaði þarna eins og fleiri. Þetta var alveg stórkostlegt. Ógleymanlegt.“ Ólafur segist hafa miklu meira gaman af pönki en þungarokki og Iggy Pop sé guðfaðir pönksins. „Þetta var bara komið hjá honum strax á fyrstu plötum The Stooges. Alveg í það minnsta áratug á undan öllum hinum. Ég hef líka gaman af því að skella The Sex Pistols á fóninn af og til en ég heyrði fyrst í þeim þegar ég var á ráðstefnu í Skotlandi 1978,“ segir fálkaorðuhafinn sem telur The Sex Pistols eiga Iggy Pop margt að þakka. Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ólafur Dýrmundsson verður 74 ára á þessu ári og varð ekki heitur Iggy Pop aðdáandi fyrr en hann var kominn á sjötugsaldurinn. Iggy vann hann endanlega á sitt band á tónleikum sem hann hélt í Listasafni Reykjavíkur 2006. „Ég var þá farinn að hlusta aðeins á hann og átti eina eða tvær plötur. Þetta voru hörku hljómleikar þar sem hann hafði það sem eftir var af The Stooges með sér.“ Ólafur segir flesta í kringum sig hafa talið Iggy vera „einhvern brjálæðing“ en ráðunautur lífræns búskapar og landnýtingar hjá Bændasamtökunum sá annað og meira í tónlistarmanninum. „Hann mætti í sjónvarpsviðtal daginn fyrir tónleika, virðulegur mjög, fullklæddur í frakka og virtist bara vera ágætis kall. Hann er vel lesinn, talar vandaða ensku og er vel að sér um ýmislegt. Fortíð hans er skrautleg og kannski merkilegt að hann skuli enn vera lifandi. En ég er löngu sannfærður um að hann er maður með viti.“ Iggy óx enn meira í áliti hjá Ólafi þegar hann las ævisögu hans. „Þetta var enginn sérstakur lofsöngur en ég held að hann geti skrifað undir flest sem þar kemur fram, bæði gott og illt.“ Eftir að hafa sé Iggy á sviði byrjaði Ólafur að safna plötum hans fyrir alvöru. „Ég fór út um allt. Í Geisladiskabúð Valda og víðar og er kominn með þetta mest allt núna. Fyrir utan það nýjasta en ég hef verið að hlusta á það á YouTube. Annars hlusta ég mest á hann í bílnum til þess að vera ekkert að kvelja aðra með þessu.“ Ólafur var við nám í Wales á árabilinu 1966-1972 og fékk þá allt það helsta sem var að gerast beint í æð með sjónvarpsþættinum Top of the Pops. „Þarna sá maður Jimi Hendrix, Stones, Bowie, Lou Reed og Bítlana á sínum tíma. Allt þetta gullaldarlið.“ Ólafur lét sig að vonum ekki vanta þegar Iggy kom aftur til Íslands og hélt tónleika á Ásbrú 2015. Hann hafði þá nýlátið af störfum og Bændablaðið gaf honum tvo tónleikamiða. „Konan mín hafði aldrei komið á svona og leist ekki alveg á þetta enda var hassreykur í loftinu og ýmislegt í gangi. Þarna var hann 68 ára og ég 71 árs en ég hoppaði og skoppaði þarna eins og fleiri. Þetta var alveg stórkostlegt. Ógleymanlegt.“ Ólafur segist hafa miklu meira gaman af pönki en þungarokki og Iggy Pop sé guðfaðir pönksins. „Þetta var bara komið hjá honum strax á fyrstu plötum The Stooges. Alveg í það minnsta áratug á undan öllum hinum. Ég hef líka gaman af því að skella The Sex Pistols á fóninn af og til en ég heyrði fyrst í þeim þegar ég var á ráðstefnu í Skotlandi 1978,“ segir fálkaorðuhafinn sem telur The Sex Pistols eiga Iggy Pop margt að þakka.
Birtist í Fréttablaðinu Fálkaorðan Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44 Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Sex karlar og sex konur voru sæmd fálkaorðunni á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2018 14:44
Sjáðu myndirnar frá ATP: 68 ára gamall Iggy Pop ber að ofan Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy voru á meðal þeirra listamanna sem skemmtu hressum tónleikagestum á Ásbrú á fyrsta kvöldi ATP. 3. júlí 2015 09:57
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent