Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2017 11:45 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn er Maður ársins 2017 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Vísir/Kristó Grímur Grímsson er maður ársins 2017 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Kosning á milli þeirra tíu sem hlutu flestar tilnefningar stóð yfir um hátíðarnar og greiddu á sautjánda þúsund manns atkvæði. Grímur sem er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu svaraði fyrir aðgerðir lögreglu í rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar. Leiddi rannsóknin til handtöku og að lokum nítján ára fangelsisdóms yfir grænlenskum skipverja, Thomasi Möller Olsen. Þótti hann sýna fagmennsku og yfirvegun í framkomu sinni á afar erfiðum tímum.Önnur sem voru tilnefnd: Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara Fannarsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson - saman undir merkjum #höfum hátt, þátttakendur í #MeToo, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, Inga Sæland formaður flokksins, John Snorri Sigurjónsson göngugarpur, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur, Stefán Karl Stefánsson leikari og Vilborg Arna Gissurardóttir göngugarpur.Sækist ekki eftir sviðsljósi „Það er óhætt að segja það. Ég sækist ekki eftir sviðsljósi. Ég hef stundum sagt það síðustu mánuði að mig langar miklu meira til þess að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina, heldur en að það sé tekið eftir manni,“ sagði Grímur í viðtali hjá í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Hann sagðist finna fyrir því að þjóðin þekki hann og að titillinn maður ársins sé mjög sérstakur fyrir sig.Grímur sagði marga hafa komið að rannsókninni á morðinu á Birnu og að allir hefðu haft sitt hlutverk. Eitt væri að hafa yfirumsjón og annað að leggjast yfir gögn. Hann sagði um 45 manns vera í sinni deild og þar gætu jafnvel verið tvöfalt fleiri. Allt að hundrað manns.„Það má segja það og ég get tekið undir það með þér að það vantar mannskap. Hins vegar er það þannig að við reynum að hafa skipulagið með þeim hætti að geta tekist á við þau verkefni sem að á okkar herðar eru lögð og tekið á þeim sómasamlega. Við reynum bara að forgangsraða ef ekki vill betur,“ sagði Grímur.Grímur hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu en heldur nú til meginlands Evrópu til að gerast tengiliður Europol við Ísland.Vísir/AntonHeldur til meginlandsins Nú er Grímur að fara til meginlands Evrópu að gerast tengiliður Europol við Ísland. Hann segir það frábrugðið núverandi starfi sínu. „Það er að því leyti öðruvísi að ég verð einn á þeim stað, ég er ekki alveg einn þar sem ég er núna. Hins vegar verð ég í góðu samstarfi við menn hérna heima.“ Þar mun hann fyrst og fremst taka við tilkynningum og tengja saman íslensku lögregluna við rannsóknir sem ná yfir landamærin. Hann segir málum sem slíkum fara fjölgandi.Ágætt samstarf við fjölmiðla Grímur var spurðu út í samband lögreglu og fjölmiðla og hvort hann hefði fundið fyrir því í þeim verkefnum sem hann hefði leitt á þessu ári. Hvort hann hefði hugsað þeim þegjandi þörfina. „Nei. Ég hef aldrei hugsað þeim þegjandi þörfina. Ég leyfi mér að nálgast þetta þannig að fjölmiðlar hefðu hlutverk sem þeir eru að sinna og ef ég gæti aðstoða með þann hátt að hjálpaði þeim þá væri það velkomið. Þannig reyndi ég að hafa samskipti við fjölmiðlamenn og ég hef ekki fundið annað en að þeim hafi þótt það ágætt. Samstarfið við mig.“ Í mörgum málum hafi lögreglan sent tilkynningar til fjölmiðla og óskað eftir aðstoð fjölmiðla og almennings. Samskipti þar á milli væru mikilvæg.Rúm 30 ár hófust með sumarstarfi Grímur hefur verið Íslendingum áberandi á árinu en hann hefur verið í lögreglunni frá 1987 og gengt þar ýmsum störfum. Almennri lögregluvinnu og rannsóknum. Hann segist ekki hafa verið í því hlutverki að vera í forsvari fyrir mál út á við, áður. „Reyndar var það þannig með mig eins og marga félaga mína að ég hóf sumarstarf í lögreglunni. Sem hefur staðið yfir í þessi rúmu þrjátíu ár. Þetta sumarstarf. Mér líkaði það vel og mér líkar vel þessi félagskapur sem þarna er. Þarna er mikil samstaða og menn geta leitað til hvers annars, hvort sem það er með persónuleg mál eða mál sem tengjast starfinu. Oft erum við í erfiðum málum sem þarf að tala um,“ sagði Grímur. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Grímur Grímsson er maður ársins 2017 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Kosning á milli þeirra tíu sem hlutu flestar tilnefningar stóð yfir um hátíðarnar og greiddu á sautjánda þúsund manns atkvæði. Grímur sem er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu svaraði fyrir aðgerðir lögreglu í rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar. Leiddi rannsóknin til handtöku og að lokum nítján ára fangelsisdóms yfir grænlenskum skipverja, Thomasi Möller Olsen. Þótti hann sýna fagmennsku og yfirvegun í framkomu sinni á afar erfiðum tímum.Önnur sem voru tilnefnd: Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara Fannarsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson - saman undir merkjum #höfum hátt, þátttakendur í #MeToo, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, Inga Sæland formaður flokksins, John Snorri Sigurjónsson göngugarpur, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur, Stefán Karl Stefánsson leikari og Vilborg Arna Gissurardóttir göngugarpur.Sækist ekki eftir sviðsljósi „Það er óhætt að segja það. Ég sækist ekki eftir sviðsljósi. Ég hef stundum sagt það síðustu mánuði að mig langar miklu meira til þess að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina, heldur en að það sé tekið eftir manni,“ sagði Grímur í viðtali hjá í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Hann sagðist finna fyrir því að þjóðin þekki hann og að titillinn maður ársins sé mjög sérstakur fyrir sig.Grímur sagði marga hafa komið að rannsókninni á morðinu á Birnu og að allir hefðu haft sitt hlutverk. Eitt væri að hafa yfirumsjón og annað að leggjast yfir gögn. Hann sagði um 45 manns vera í sinni deild og þar gætu jafnvel verið tvöfalt fleiri. Allt að hundrað manns.„Það má segja það og ég get tekið undir það með þér að það vantar mannskap. Hins vegar er það þannig að við reynum að hafa skipulagið með þeim hætti að geta tekist á við þau verkefni sem að á okkar herðar eru lögð og tekið á þeim sómasamlega. Við reynum bara að forgangsraða ef ekki vill betur,“ sagði Grímur.Grímur hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu en heldur nú til meginlands Evrópu til að gerast tengiliður Europol við Ísland.Vísir/AntonHeldur til meginlandsins Nú er Grímur að fara til meginlands Evrópu að gerast tengiliður Europol við Ísland. Hann segir það frábrugðið núverandi starfi sínu. „Það er að því leyti öðruvísi að ég verð einn á þeim stað, ég er ekki alveg einn þar sem ég er núna. Hins vegar verð ég í góðu samstarfi við menn hérna heima.“ Þar mun hann fyrst og fremst taka við tilkynningum og tengja saman íslensku lögregluna við rannsóknir sem ná yfir landamærin. Hann segir málum sem slíkum fara fjölgandi.Ágætt samstarf við fjölmiðla Grímur var spurðu út í samband lögreglu og fjölmiðla og hvort hann hefði fundið fyrir því í þeim verkefnum sem hann hefði leitt á þessu ári. Hvort hann hefði hugsað þeim þegjandi þörfina. „Nei. Ég hef aldrei hugsað þeim þegjandi þörfina. Ég leyfi mér að nálgast þetta þannig að fjölmiðlar hefðu hlutverk sem þeir eru að sinna og ef ég gæti aðstoða með þann hátt að hjálpaði þeim þá væri það velkomið. Þannig reyndi ég að hafa samskipti við fjölmiðlamenn og ég hef ekki fundið annað en að þeim hafi þótt það ágætt. Samstarfið við mig.“ Í mörgum málum hafi lögreglan sent tilkynningar til fjölmiðla og óskað eftir aðstoð fjölmiðla og almennings. Samskipti þar á milli væru mikilvæg.Rúm 30 ár hófust með sumarstarfi Grímur hefur verið Íslendingum áberandi á árinu en hann hefur verið í lögreglunni frá 1987 og gengt þar ýmsum störfum. Almennri lögregluvinnu og rannsóknum. Hann segist ekki hafa verið í því hlutverki að vera í forsvari fyrir mál út á við, áður. „Reyndar var það þannig með mig eins og marga félaga mína að ég hóf sumarstarf í lögreglunni. Sem hefur staðið yfir í þessi rúmu þrjátíu ár. Þetta sumarstarf. Mér líkaði það vel og mér líkar vel þessi félagskapur sem þarna er. Þarna er mikil samstaða og menn geta leitað til hvers annars, hvort sem það er með persónuleg mál eða mál sem tengjast starfinu. Oft erum við í erfiðum málum sem þarf að tala um,“ sagði Grímur.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira