Mikil slysahætta á Skólavörðuholti á áramótum Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 17:45 Þúsundir komu saman á Skólavörðuholtinu á síðasta ári til þess að sprengja flugelda og fagna nýju ári. Mynd/Sigurður Árni Þórðarson Mikill fjöldi af fólki safnast saman á hverju ári á Skólavörðuholti til þess að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöldi. Vegna mannfjöldans og þrengslanna verður slysahætta af völdum flugelda mikil. Íbúasamtök Miðborgar og Hlíða ætla í samstarfi við Sjóvá að koma betra skipulagi á samkomusvæðin og hafa sérstök afmörkuð skotsvæði fyrir flugelda til þess að stuðla að auknu öryggi. Því er einungis heimilt að skjóta upp flugeldum á skotsvæðunum og verða sérstakir skotbakkar innan þess svæðis. Sjóvá mun einnig bjóða upp á hlífðargleraugu. Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til að afmarka skotsvæðin og verður lokað fyrir bílaumferð á Skólavörðuholti. Benóný Ægisson íbúi á Skólavörðustíg og meðlimur Íbúasamtaka Miðbæjar hefur verið staddur á Skólavörðuholtinu undanfarin ár og segir að mannfjöldinn sé svo mikill að það sé mildi að ekki hafi illa farið hingað til. „Þetta er bara svo ofboðslega mikið af fólki og það hefur ekkert verið aðskilið á milli skotsvæða og mannfjöldans. Það hefur ekki einu sinni verið lokað fyrir bílaumferð yfir holtið hingað til. Þetta er búið að vera ofsalegt kraðak og svæðið er gjörsamlega sprungið. Fólk kemur sér fyrir í hliðargötum í kring og ef eitthvað kæmi virkilega fyrir þá gæti fólk ekki forðað sér. Það er í raun bara hundaheppni að ekkert alvarlegt slys hafi orðið þarna. “ Benóný segir að hann telji það líklegt að ferðaskrifstofur og hótel beini ferðamönnum á holtið miðað við það hversu mikill fjöldi ferðamanna er á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. „Það er fullt af túristum þarna sem eru ekki vanir þessu stríðsástandi sem er þarna hjá okkur á gamlárskvöld og gera sér ekki grein fyrir hættunum. Það er ekki langt síðan þetta voru bara íbúarnir en nú er fjöldinn orðinn gríðarlegur og rétt fyrir miðnætti er mannfjöldinn slíkur að þetta er eins og þjóðflutningar, fólkið veltur inn á holtið.“Íbúasamtök Hlíðahverfis ætla að fjölmenna á Klambratúni og sprengja flugelda.Vísir/VilliSkapa nýja hefð á Klambratúni Íbúar í Hlíðunum vilja skapa nýja hefð í hverfinu og hvetja íbúa á svæðinu til þess að fjölmenna á Klambratúni á gamlárskvöldi og skjóta þar upp flugeldum. „Við viljum fá fólkið af götunum og inn á opið svæði. Þá er hægt að stýra svæðinu betur til þess að skapa meira öryggi fyrir þá sem eru að skjóta upp og þá sem eru að horfa á flugeldana,“ segir Rakel Kristinsdóttir, meðlimur íbúasamtaka Hlíðasvæðis og forsprakki þessarar nýju hefðar. Rakel segir að hún hafi fengið hugmyndina og varpað henni fram á Facebook síðu fyrir íbúa Hlíðasvæðis og að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og margir lýstu yfir áhuga á sameiginlegu skotsvæði fyrir íbúa svæðisins. „Boltinn byrjaði að rúlla og svo settum við okkur í samband við íbúasamtök Miðbæjar því það er algengt að fólk sé á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. Við fengum að heyra frá þeim að það væri mikil hætta á Skólavörðuholtinu og þá reyndum við að fá samstarf með Reykjavíkurborg og Sjóvá til þess að geta stýrt þessu betur,“ segir Rakel. Að sögn Rakelar þá hefur Reykjavíkurborg haft áhyggjur af ástandinu á Skólavörðuholtinu og samþykkti það að loka götunum í kring á gamlárskvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndir af skotsvæðunum sem og gagnlegum upplýsingum fyrir þá skotglöðu. Flugeldar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Mikill fjöldi af fólki safnast saman á hverju ári á Skólavörðuholti til þess að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöldi. Vegna mannfjöldans og þrengslanna verður slysahætta af völdum flugelda mikil. Íbúasamtök Miðborgar og Hlíða ætla í samstarfi við Sjóvá að koma betra skipulagi á samkomusvæðin og hafa sérstök afmörkuð skotsvæði fyrir flugelda til þess að stuðla að auknu öryggi. Því er einungis heimilt að skjóta upp flugeldum á skotsvæðunum og verða sérstakir skotbakkar innan þess svæðis. Sjóvá mun einnig bjóða upp á hlífðargleraugu. Reykjavíkurborg hefur veitt leyfi til að afmarka skotsvæðin og verður lokað fyrir bílaumferð á Skólavörðuholti. Benóný Ægisson íbúi á Skólavörðustíg og meðlimur Íbúasamtaka Miðbæjar hefur verið staddur á Skólavörðuholtinu undanfarin ár og segir að mannfjöldinn sé svo mikill að það sé mildi að ekki hafi illa farið hingað til. „Þetta er bara svo ofboðslega mikið af fólki og það hefur ekkert verið aðskilið á milli skotsvæða og mannfjöldans. Það hefur ekki einu sinni verið lokað fyrir bílaumferð yfir holtið hingað til. Þetta er búið að vera ofsalegt kraðak og svæðið er gjörsamlega sprungið. Fólk kemur sér fyrir í hliðargötum í kring og ef eitthvað kæmi virkilega fyrir þá gæti fólk ekki forðað sér. Það er í raun bara hundaheppni að ekkert alvarlegt slys hafi orðið þarna. “ Benóný segir að hann telji það líklegt að ferðaskrifstofur og hótel beini ferðamönnum á holtið miðað við það hversu mikill fjöldi ferðamanna er á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. „Það er fullt af túristum þarna sem eru ekki vanir þessu stríðsástandi sem er þarna hjá okkur á gamlárskvöld og gera sér ekki grein fyrir hættunum. Það er ekki langt síðan þetta voru bara íbúarnir en nú er fjöldinn orðinn gríðarlegur og rétt fyrir miðnætti er mannfjöldinn slíkur að þetta er eins og þjóðflutningar, fólkið veltur inn á holtið.“Íbúasamtök Hlíðahverfis ætla að fjölmenna á Klambratúni og sprengja flugelda.Vísir/VilliSkapa nýja hefð á Klambratúni Íbúar í Hlíðunum vilja skapa nýja hefð í hverfinu og hvetja íbúa á svæðinu til þess að fjölmenna á Klambratúni á gamlárskvöldi og skjóta þar upp flugeldum. „Við viljum fá fólkið af götunum og inn á opið svæði. Þá er hægt að stýra svæðinu betur til þess að skapa meira öryggi fyrir þá sem eru að skjóta upp og þá sem eru að horfa á flugeldana,“ segir Rakel Kristinsdóttir, meðlimur íbúasamtaka Hlíðasvæðis og forsprakki þessarar nýju hefðar. Rakel segir að hún hafi fengið hugmyndina og varpað henni fram á Facebook síðu fyrir íbúa Hlíðasvæðis og að viðtökurnar hafi verið mjög góðar og margir lýstu yfir áhuga á sameiginlegu skotsvæði fyrir íbúa svæðisins. „Boltinn byrjaði að rúlla og svo settum við okkur í samband við íbúasamtök Miðbæjar því það er algengt að fólk sé á Skólavörðuholtinu á gamlárskvöld. Við fengum að heyra frá þeim að það væri mikil hætta á Skólavörðuholtinu og þá reyndum við að fá samstarf með Reykjavíkurborg og Sjóvá til þess að geta stýrt þessu betur,“ segir Rakel. Að sögn Rakelar þá hefur Reykjavíkurborg haft áhyggjur af ástandinu á Skólavörðuholtinu og samþykkti það að loka götunum í kring á gamlárskvöld. Hér fyrir neðan má sjá myndir af skotsvæðunum sem og gagnlegum upplýsingum fyrir þá skotglöðu.
Flugeldar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira