Fjórtán ára organisti: „Ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn“ Magnús Hlynur Hreiðarsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 30. desember 2017 21:15 Þótt Pétur Nói Stefánsson í Hveragerði sé ekki nema fjórtán ára gamall þá bregður hann sér í hlutverk organista Hveragerðiskirkju þegar svo ber undir. Pétur Nói þykir einstaklega klár orgel- og píanóleikari, enda nánast búin með allar Suzuki píanóbækurnar. Fréttamaður hitti Pétur Nóa þar sem hann var að spila á orgel kirkjunnar. Það er alveg sama hvort hann spilar á orgelið eða flygilinn í kirkjunni, hann er jafn fær á bæði hljóðfærin. Pétur Nói er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga í Hveragerði. Hann hefur verið að spila frá sex ára aldri en þar hófst samvinna hans og Önnu Jórunnar Stefánsdóttur, ömmu hans sem hefur fylgt honum í gegnum Suzuki-nám í píanóleik. „Ég var beðin að taka þetta að mér fyrir hann og ég hef alltaf verið jafn stolt af því að vera Suzuki-amma,“ segir Anna Jórunn.Hvað er það við Suzuki sem er svona áhugavert? „Það er það hvernig það er kennt frá upphafi. Það fylgir diskur með bókunum, þau eiga að hlusta, þau eiga að þekkja lögin. Þau eiga líka að læra að lesa nótur, það kemur smátt og smátt. Ég myndi lýsa honum sem mjög góðum píanóleikara og óvenju þroskuðum miðað við aldur og hann hefur svo mikinn áhuga. Það er það sem drífur hann áfram og hann hefur svo gaman af tónlistinni.“En hvað er það við píanóið sem hrífur Pétur Nóa mest? „Mér finnst það bara hljóðið. Það er skemmtilegt að glamra á píanóið. Það er hægt að spila vitlaust á það en eiginlega ekki falskt, nema píanóið sé falskt,“ segir Pétur Nói.Ertu undrabarn? „Nei ég ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn. Ég myndi segja að æfingin skapar meistarann.“Æfir nýja prelúdíu fyrir messu Pétur Nói segir virkilega gaman að spila á orgel Hveragerðiskirkju. „Ég er farinn að spila meira í messum, ég er að æfa nýtt lag núna, nýja prelúdíu sem ég get spilað einhverntímann í messu. Kennari Péturs Nóa er mjög stolt af honum og segir hann eiga bjarta framtíð fyrir sér haldi hann rétt á spilunum. „Hann hefur verið mjög duglegur og hefuð fengið afskaplega góðan stuðning hjá ömmu sinni og saman hefur þetta gengið mjög vel hjá þeim,“ segir Esther Ólafsdóttir, kennari Péturs Nóa. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þótt Pétur Nói Stefánsson í Hveragerði sé ekki nema fjórtán ára gamall þá bregður hann sér í hlutverk organista Hveragerðiskirkju þegar svo ber undir. Pétur Nói þykir einstaklega klár orgel- og píanóleikari, enda nánast búin með allar Suzuki píanóbækurnar. Fréttamaður hitti Pétur Nóa þar sem hann var að spila á orgel kirkjunnar. Það er alveg sama hvort hann spilar á orgelið eða flygilinn í kirkjunni, hann er jafn fær á bæði hljóðfærin. Pétur Nói er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga í Hveragerði. Hann hefur verið að spila frá sex ára aldri en þar hófst samvinna hans og Önnu Jórunnar Stefánsdóttur, ömmu hans sem hefur fylgt honum í gegnum Suzuki-nám í píanóleik. „Ég var beðin að taka þetta að mér fyrir hann og ég hef alltaf verið jafn stolt af því að vera Suzuki-amma,“ segir Anna Jórunn.Hvað er það við Suzuki sem er svona áhugavert? „Það er það hvernig það er kennt frá upphafi. Það fylgir diskur með bókunum, þau eiga að hlusta, þau eiga að þekkja lögin. Þau eiga líka að læra að lesa nótur, það kemur smátt og smátt. Ég myndi lýsa honum sem mjög góðum píanóleikara og óvenju þroskuðum miðað við aldur og hann hefur svo mikinn áhuga. Það er það sem drífur hann áfram og hann hefur svo gaman af tónlistinni.“En hvað er það við píanóið sem hrífur Pétur Nóa mest? „Mér finnst það bara hljóðið. Það er skemmtilegt að glamra á píanóið. Það er hægt að spila vitlaust á það en eiginlega ekki falskt, nema píanóið sé falskt,“ segir Pétur Nói.Ertu undrabarn? „Nei ég ég myndi ekki segja að ég væri undrabarn. Ég myndi segja að æfingin skapar meistarann.“Æfir nýja prelúdíu fyrir messu Pétur Nói segir virkilega gaman að spila á orgel Hveragerðiskirkju. „Ég er farinn að spila meira í messum, ég er að æfa nýtt lag núna, nýja prelúdíu sem ég get spilað einhverntímann í messu. Kennari Péturs Nóa er mjög stolt af honum og segir hann eiga bjarta framtíð fyrir sér haldi hann rétt á spilunum. „Hann hefur verið mjög duglegur og hefuð fengið afskaplega góðan stuðning hjá ömmu sinni og saman hefur þetta gengið mjög vel hjá þeim,“ segir Esther Ólafsdóttir, kennari Péturs Nóa.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira