Guðni hvetur til flugeldakaupa Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 22:46 Guðni keypti greinilega hóflega mikið af flugeldum í ár og styrkti þannig björgunarsveitirnar. Hann vill að fólk láti það ógert að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Facebook/Jakob Guðnason „Eftir hressandi hlaup í morgun var kjörið að koma við og kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum. Ár eftir ár erum við minnt á mikilvægi þeirra,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Facebook síðu sinni nú í kvöld. Guðni fjallar í færslu sinni um þau slys sem áttu sér stað í vikunni sem er að líða og vísar til rútuslyss sem átti sér stað á miðvikudaginn nálægt Kirkjubæjarklaustri og einnig til þess þegar bátur steytti á skeri undan Stykkishólmi. „Ég færi öllum sem komu að þessum slysförum bestu þakkir fyrir þeirra þátt, við eigum frábært fagfólk og hvunndagshetjur um land allt. Þeim sem eiga um sárt að binda sendi ég líka hlýjar kveðjur.“ Í vikunni hefur mikið verið fjallað um það hversu skaðlegir flugeldar eru umhverfinu og lagði Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður til að flugeldar yrðu hreinlega bannaðir. Guðni segir að í framtíðinni verði flugeldar líklega umhverfisvænir og fer með ímyndunarafl sitt á flug um framtíðarsýn flugelda. „Gripir í drónalíki sem skjótast upp í loftið, forritaðir til að varpa leysigeislum og myndum um hinimhvolfið, skjótast svo niður aftur til sendanda og upp á ný með nýju prógrammi.“ Að lokum hvetur hann alla sem hafa áhuga og getu til að kaupa „okkar tíðar flugelda“ og styrkja þannig björgunarsveitirnar. „Svo væri ekki verra ef fólk léti síðan vera að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Við sjáum það til dæmis í sveitasælunni hér á Álftanesi að þetta gerir blessuðum skepnunum ekki gott.“ Flugeldar Forseti Íslands Tengdar fréttir Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
„Eftir hressandi hlaup í morgun var kjörið að koma við og kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum. Ár eftir ár erum við minnt á mikilvægi þeirra,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á Facebook síðu sinni nú í kvöld. Guðni fjallar í færslu sinni um þau slys sem áttu sér stað í vikunni sem er að líða og vísar til rútuslyss sem átti sér stað á miðvikudaginn nálægt Kirkjubæjarklaustri og einnig til þess þegar bátur steytti á skeri undan Stykkishólmi. „Ég færi öllum sem komu að þessum slysförum bestu þakkir fyrir þeirra þátt, við eigum frábært fagfólk og hvunndagshetjur um land allt. Þeim sem eiga um sárt að binda sendi ég líka hlýjar kveðjur.“ Í vikunni hefur mikið verið fjallað um það hversu skaðlegir flugeldar eru umhverfinu og lagði Sævar Helgi Bragason stjörnuáhugamaður til að flugeldar yrðu hreinlega bannaðir. Guðni segir að í framtíðinni verði flugeldar líklega umhverfisvænir og fer með ímyndunarafl sitt á flug um framtíðarsýn flugelda. „Gripir í drónalíki sem skjótast upp í loftið, forritaðir til að varpa leysigeislum og myndum um hinimhvolfið, skjótast svo niður aftur til sendanda og upp á ný með nýju prógrammi.“ Að lokum hvetur hann alla sem hafa áhuga og getu til að kaupa „okkar tíðar flugelda“ og styrkja þannig björgunarsveitirnar. „Svo væri ekki verra ef fólk léti síðan vera að skjóta upp flugeldum í tíma og ótíma eftir gamlárskvöld. Við sjáum það til dæmis í sveitasælunni hér á Álftanesi að þetta gerir blessuðum skepnunum ekki gott.“
Flugeldar Forseti Íslands Tengdar fréttir Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30 Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins hyggst leita lausna með Sævari vegna flugeldamálsins Sævar Helgi Bragason og þingmaðurinn, Karl Gauti Hjaltason, ætla að hittast á nýju ári með það að markmiði að ræða umhverfisáhrif af skoteldum. 30. desember 2017 19:30
Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. 27. desember 2017 12:36