Jól fjarri heimili sínu vegna fæðingar tvíbura Sveinn Arnarsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Sigþrúður bíður fæðingar tveggja dætra. Kostnaður verðandi foreldra er oft svimandi hár séu þeir búsettir fjarri höfuðborginni. vísir/anton brink Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verðandi móðir tvíbura á Ísafirði, þarf að verja jólum og áramótum í höfuðborginni af þeirri einu ástæðu að hún gengur með tvíbura. Von er á börnunum í heiminn fyrstu vikuna í janúar. Kostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda og bíður Sigþrúður Margrét nú eftir því að maðurinn hennar komi einnig suður, í höfuðborgina.“Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn er mikill.” Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir á Ísafirði„Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer suður á meðgöngunni og kostnaðurinn við það er orðinn nokkuð mikill. Ég er komin 35 vikur á leið og er sett í fyrstu viku nýs árs. Því mun ég halda jól og áramót hér fyrir sunnan fjarri heimabyggð,“ útskýrir Sigþrúður Margrét í samtali við blaðið. Ekki er hægt að fæða tvíbura á Ísafirði og í rauninni er engin fæðing leyfileg á Vestfjörðum sem kalla mætti áhættufæðingu. Erla Rún Sigurjónsdóttir, eina ljósmóðirin sem búsett er á Vestfjörðum, segir sjúkrahúsið langt í frá í stakk búið til þess að taka við fæðingum af þessum toga. „Við erum ekki með aðgang að barnalæknum og vökudeildarþjónustu,“ útskýrir Erla Rún. „Hér vantar bæði barna- og fæðingarlækna. Við búum hins vegar yfir skurðstofu til að taka á bráðaþjónustu ef þess þarf,“ segir hún. Sigþrúður fór ein til Reykjavíkur í þetta skiptið og bíður þess að maki hennar og yngsta barn þeirra komi suður svo hægt sé að halda jólin saman. „Ég fór ein núna. Það fylgir því mikið tekjutap að vera fyrir sunnan og það er ástæða þess að maðurinn minn er enn að vinna. Þessi kostnaður er nokkuð mikill og því reynum við að lágmarka tekjutapið eins mikið og kostur er,“ segir Sigþrúður. Erla Rún, ljósmóðir á Ísafirði, segir að fæðingum fækki stöðugt fyrir vestan. Einnig sé erfitt að ráða í stöður sem snúa að fæðingum. Hins vegar sé þjónustan sem verðandi mæður fá á Ísafirði í öllum aðalatriðum eins og annars staðar á landinu. „Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn fyrir þær og fjölskyldur þeirra er mikill. Það er ekki greitt fyrir ferðir maka og gisting er að litlu leyti niðurgreidd. Þar liggur aðstöðumunurinn,“ segir Erla Rún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verðandi móðir tvíbura á Ísafirði, þarf að verja jólum og áramótum í höfuðborginni af þeirri einu ástæðu að hún gengur með tvíbura. Von er á börnunum í heiminn fyrstu vikuna í janúar. Kostnaðurinn hleypur á hundruðum þúsunda og bíður Sigþrúður Margrét nú eftir því að maðurinn hennar komi einnig suður, í höfuðborgina.“Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn er mikill.” Erla Rún Sigurjónsdóttir, ljósmóðir á Ísafirði„Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer suður á meðgöngunni og kostnaðurinn við það er orðinn nokkuð mikill. Ég er komin 35 vikur á leið og er sett í fyrstu viku nýs árs. Því mun ég halda jól og áramót hér fyrir sunnan fjarri heimabyggð,“ útskýrir Sigþrúður Margrét í samtali við blaðið. Ekki er hægt að fæða tvíbura á Ísafirði og í rauninni er engin fæðing leyfileg á Vestfjörðum sem kalla mætti áhættufæðingu. Erla Rún Sigurjónsdóttir, eina ljósmóðirin sem búsett er á Vestfjörðum, segir sjúkrahúsið langt í frá í stakk búið til þess að taka við fæðingum af þessum toga. „Við erum ekki með aðgang að barnalæknum og vökudeildarþjónustu,“ útskýrir Erla Rún. „Hér vantar bæði barna- og fæðingarlækna. Við búum hins vegar yfir skurðstofu til að taka á bráðaþjónustu ef þess þarf,“ segir hún. Sigþrúður fór ein til Reykjavíkur í þetta skiptið og bíður þess að maki hennar og yngsta barn þeirra komi suður svo hægt sé að halda jólin saman. „Ég fór ein núna. Það fylgir því mikið tekjutap að vera fyrir sunnan og það er ástæða þess að maðurinn minn er enn að vinna. Þessi kostnaður er nokkuð mikill og því reynum við að lágmarka tekjutapið eins mikið og kostur er,“ segir Sigþrúður. Erla Rún, ljósmóðir á Ísafirði, segir að fæðingum fækki stöðugt fyrir vestan. Einnig sé erfitt að ráða í stöður sem snúa að fæðingum. Hins vegar sé þjónustan sem verðandi mæður fá á Ísafirði í öllum aðalatriðum eins og annars staðar á landinu. „Aðalmunurinn er þegar konur þurfa að fæða fyrir sunnan hvað kostnaðurinn fyrir þær og fjölskyldur þeirra er mikill. Það er ekki greitt fyrir ferðir maka og gisting er að litlu leyti niðurgreidd. Þar liggur aðstöðumunurinn,“ segir Erla Rún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira