Innlent

Pissaði óboðinn í hvítu tjaldi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr Herjólfsdal á þjóðhátíð 2017.
Úr Herjólfsdal á þjóðhátíð 2017. Vísir/óskar
Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands síðasta mánudag dæmdur í 30 daga fangelsi og til greiðslu skaða- og miskabóta vegna líkamsárásar sem átti sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 2015. Refsingin er bundin skilorði í tvö ár.

Atvik málsins voru að maðurinn fór óboðinn inn í svokallað „hvítt tjald“ til að kasta af sér þvagi. Þegar fólk kom inn í tjaldið brást hann hinn versti við. Skallaði hann einn þeirra og var af þeim sökum dæmdur fyrir líkamsárás.

Maðurinn var dæmdur til að greiða brotaþola 150 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða laun verjanda síns auk málskostnaðar. Sú upphæð nam rúmri milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×