Vilja kaupa Siggi's skyr fyrir um 30 milljarða króna Hörður Ægisson skrifar 20. desember 2017 07:45 Sigurður Kjartan Hilmarsson er einn eigenda The Icelandic Milk and Skyr Corporation í New York. Vinsælasta varan, Siggi's skyr, er byggð á íslenskri uppskrift. Fyrirtækið The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga, er langt komið í viðræðum við áhugasama fjárfesta í Bandaríkjunum um sölu á öllu fyrirtækinu fyrir tæplega 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna og er það með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins, sem þekkja vel til söluferlisins sem er leitt af fjárfestingabankanum JP Morgan, hafa staðið yfir viðræður við að minnsta kosti tvö umsvifamikil fyrirtæki í mjólkuriðnaðinum vestanhafs. Talið er að velta The Icelandic Milk and Skyr Corporation aukist um liðlega 50 prósent á næsta ári og verði þá samtals um 200 milljónir dala, jafnvirði 21 milljarðs króna. Fram hefur komið að fyrirtækið sé að 75 prósent hluta í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur eignarhlutur Sigurðar um 25 prósentum en aðrir Íslendingar sem eiga umtalsverðan hlut í fyrirtækinu eru meðal annars feðgarnir Ingimundur Sveinsson arkitekt og Sveinn Ingimundarson. Þá á svissneski mjólkurframleiðandinn Emni Group um fjórðungshlut sem félagið eignaðist í árslok 2013.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Í viðtali í janúar 2014 lýsti Sigurður því hvernig fyrirtækið hefði vaxið og dafnað út frá uppskrift að skyri frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði hann við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. The Icelandic Milk and Skyr Corporation selur í dag um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnuog mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Ekki náðist í Sigurð við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Landbúnaður Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Fyrirtækið The Icelandic Milk and Skyr Corporation, sem var stofnað af Sigurði Kjartani Hilmarssyni árið 2006 og er að stærstum hluta í eigu Íslendinga, er langt komið í viðræðum við áhugasama fjárfesta í Bandaríkjunum um sölu á öllu fyrirtækinu fyrir tæplega 300 milljónir dala, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna og er það með um tveggja prósenta markaðshlutdeild af jógúrtsölu í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins, sem þekkja vel til söluferlisins sem er leitt af fjárfestingabankanum JP Morgan, hafa staðið yfir viðræður við að minnsta kosti tvö umsvifamikil fyrirtæki í mjólkuriðnaðinum vestanhafs. Talið er að velta The Icelandic Milk and Skyr Corporation aukist um liðlega 50 prósent á næsta ári og verði þá samtals um 200 milljónir dala, jafnvirði 21 milljarðs króna. Fram hefur komið að fyrirtækið sé að 75 prósent hluta í eigu Sigurðar og ættingja hans, vina og annarra sem þeim tengjast. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nemur eignarhlutur Sigurðar um 25 prósentum en aðrir Íslendingar sem eiga umtalsverðan hlut í fyrirtækinu eru meðal annars feðgarnir Ingimundur Sveinsson arkitekt og Sveinn Ingimundarson. Þá á svissneski mjólkurframleiðandinn Emni Group um fjórðungshlut sem félagið eignaðist í árslok 2013.Vörur fyrirtækisins, sem eru seldar undir vörumerkinu Siggi’s skyr, eru fáanlegar í um 25 þúsund verslunum í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Í viðtali í janúar 2014 lýsti Sigurður því hvernig fyrirtækið hefði vaxið og dafnað út frá uppskrift að skyri frá árinu 1963 sem móðir hans sendi honum í faxi frá Íslandi. Áður en skyrframleiðslan hófst starfaði hann við fyrirtækjaráðgjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þegar skyráhuginn kviknaði. The Icelandic Milk and Skyr Corporation selur í dag um 30 vörutegundir, er með um 40 starfsmenn í vinnuog mörg hundruð undirverktaka sem framleiða vörurnar. Ekki náðist í Sigurð við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Landbúnaður Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun