Framleiðslustöðvun hjá Maserati vegna dræmrar sölu Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2017 10:01 Maserati Levante jeppinn mun fá 570 hestafla vél. Eina ferðina enn verður framleiðslustöðvun í verksmiðjum Maserati vegna slakrar sölu á bílum fyrirtækisins. Helst er um að kenna lélegri sölu í Kína á bílum Maserati, en Kína er langstærsti bílamarkaður heims. Framleiðslan var stöðvuð á ákveðnum bílgerðum þann 15. desember og ekki verða framleiddir neinir Ghibli og Quattroporte bílar fram til 15. janúar og framleiðslustöðvun á þeim því einn mánuður. Framleiðsla Levante verður stöðvuð í dag, 20. desember og hefst ekki fyrr en 15. janúar og framleiðsla GranTurismo og Grancabrio var stöðvuð 15. desember og hefst aftur 8. janúar. Það verður því langt jólafríið hjá flestum starfsmönnum í verksmiðjum Maserati. Að auki hefur verið hægt á þróun nýrra bíla Maserati og er það væntnalega vegna skorts á fjármagni sem afleiðing dræmrar sölu. Maserati hafði fyrr á þessu ári stöðvað tvisvar sinnum framleiðslu á Levante jeppanum vegna hertra innflutningsreglna í Kína og lítillar eftirspurnar á bílnum í kjölfarið. Maserati er þó ekki alveg að baki dottið með þróun Levante og ætlar að setja á markað öfluga GTS útfærslu hans með 570 hestafla V8, 3,5 lítra vél með tveimur forþjöppum. Síðan stendur til að koma með á markað nýjan GranTurismo árið 2020 sem að miklu leiti verður smíðaður úr áli og verður líklega með rafmótora til stuðnings öflugri brunavél. Maserati ætlar að vera búið að setja rafmótora í helming bíla sinna árið 2022.Maserati Ghibli.a.fotl.xyz Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent
Eina ferðina enn verður framleiðslustöðvun í verksmiðjum Maserati vegna slakrar sölu á bílum fyrirtækisins. Helst er um að kenna lélegri sölu í Kína á bílum Maserati, en Kína er langstærsti bílamarkaður heims. Framleiðslan var stöðvuð á ákveðnum bílgerðum þann 15. desember og ekki verða framleiddir neinir Ghibli og Quattroporte bílar fram til 15. janúar og framleiðslustöðvun á þeim því einn mánuður. Framleiðsla Levante verður stöðvuð í dag, 20. desember og hefst ekki fyrr en 15. janúar og framleiðsla GranTurismo og Grancabrio var stöðvuð 15. desember og hefst aftur 8. janúar. Það verður því langt jólafríið hjá flestum starfsmönnum í verksmiðjum Maserati. Að auki hefur verið hægt á þróun nýrra bíla Maserati og er það væntnalega vegna skorts á fjármagni sem afleiðing dræmrar sölu. Maserati hafði fyrr á þessu ári stöðvað tvisvar sinnum framleiðslu á Levante jeppanum vegna hertra innflutningsreglna í Kína og lítillar eftirspurnar á bílnum í kjölfarið. Maserati er þó ekki alveg að baki dottið með þróun Levante og ætlar að setja á markað öfluga GTS útfærslu hans með 570 hestafla V8, 3,5 lítra vél með tveimur forþjöppum. Síðan stendur til að koma með á markað nýjan GranTurismo árið 2020 sem að miklu leiti verður smíðaður úr áli og verður líklega með rafmótora til stuðnings öflugri brunavél. Maserati ætlar að vera búið að setja rafmótora í helming bíla sinna árið 2022.Maserati Ghibli.a.fotl.xyz
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent