Tilkynningarnar meðal annars frá starfsfólki Borgarleikhússins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2017 14:33 Kristín Eysteinsdóttir vék Atla Rafni fyrirvaralaust frá störfum á dögunum. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins segir það ekki rétt að brottrekstur Atla Rafns Sigurðarsonar hafi verið byggður á nafnlausum sögum, líkt og fram kom í tilkynningu frá Atla Rafni í gær. Hún segist hafa verið að bregðast við beinum tilkynningum. RÚV greinir frá. „Ég var að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki, sem hafa borist beint til leikhússtjóra. Leikhússtjóri, framkvæmdastjóri og stjórn Leikfélags Reykjavíkur voru einhuga um þessa ákvörðun og hún var tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli,“ segir Kristín í samtali við RÚV. Atla Rafni var vikið frá störfum á dögunum vegna áskana sem snúa að MeToo byltingunni svokölluðu. Atli Rafn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði brottreksturinn vera vegna nafnlausra ásakana og að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar væru, frá hvaða tíma þær væru eða hverjir ættu í hlut.Málið flókið og viðkvæmt Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli Rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Vísir náði tali af Hörpu í morgun en hún vildi lítið tjá sig um málið og sagði það flókið og viðkvæmt. „Ég get þó sagt að málið tengist Medeu og því verkefni ekki neitt,“ segir Harpa og vísar þá til þeirra ásakana sem eru grundvöllur brottvikningarinnar. Harpa sagði að öllum spurningum vegna málsins yrði að beina til leikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og verður ný dagsetning tilkynnt síðar. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Kristínu og Atla Rafni í dag og í gær en án árangurs.Uppfært klukkan 16:10Kristín Eysteinsdóttir svaraði skilaboðum fréttastofu á fjórða tímanum. Þar segist hún ekki hafa neinu við það að bæta sem komið hafi fram í tilkynningu frá leikhúsinu í gær og hún sagði við RÚV síðdegis. „Ég hef ekkert frekar um málið að segja að svo stöddu,“ segir Kristín. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12 Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins segir það ekki rétt að brottrekstur Atla Rafns Sigurðarsonar hafi verið byggður á nafnlausum sögum, líkt og fram kom í tilkynningu frá Atla Rafni í gær. Hún segist hafa verið að bregðast við beinum tilkynningum. RÚV greinir frá. „Ég var að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki, sem hafa borist beint til leikhússtjóra. Leikhússtjóri, framkvæmdastjóri og stjórn Leikfélags Reykjavíkur voru einhuga um þessa ákvörðun og hún var tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli,“ segir Kristín í samtali við RÚV. Atla Rafni var vikið frá störfum á dögunum vegna áskana sem snúa að MeToo byltingunni svokölluðu. Atli Rafn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði brottreksturinn vera vegna nafnlausra ásakana og að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar væru, frá hvaða tíma þær væru eða hverjir ættu í hlut.Málið flókið og viðkvæmt Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli Rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Vísir náði tali af Hörpu í morgun en hún vildi lítið tjá sig um málið og sagði það flókið og viðkvæmt. „Ég get þó sagt að málið tengist Medeu og því verkefni ekki neitt,“ segir Harpa og vísar þá til þeirra ásakana sem eru grundvöllur brottvikningarinnar. Harpa sagði að öllum spurningum vegna málsins yrði að beina til leikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og verður ný dagsetning tilkynnt síðar. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Kristínu og Atla Rafni í dag og í gær en án árangurs.Uppfært klukkan 16:10Kristín Eysteinsdóttir svaraði skilaboðum fréttastofu á fjórða tímanum. Þar segist hún ekki hafa neinu við það að bæta sem komið hafi fram í tilkynningu frá leikhúsinu í gær og hún sagði við RÚV síðdegis. „Ég hef ekkert frekar um málið að segja að svo stöddu,“ segir Kristín.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12 Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12
Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32
Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32