Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd mun skoða stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2017 18:30 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í dag að kanna stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara við Landsrétt í vor. Formaður nefndarinnar segir bagalegt að vinnubrögð dómsmálaráðherra skuli veikja traust á nýju dómstigi. Dómsmálaráðherra segist ekki þurfa að íhuga stöðu sína enda hafi hún endurnýjað umboð sitt frá kjósendum í kosningunum í október. Hæstiréttur kvað upp þann dóm í gær að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að málum þegar hún skipaði í embætti fimmtán dómara við nýjan Landsrétt síðast liðið vor. En ráðherra skipti út fjórum þeirra sem dómnefnd taldi hæfasta og sett aðra fjóra umsækjendur á listann, sem síðan var samþykktur eftir heitar umræður á Alþingi hinn 1. júní. Hæstiréttur dæmdi tveimur þeirra sem ekki fengu skipan í embætti 700 þúsund krónur í miskabætur í gær. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fjallaði um þetta mál á sérstökum fundi í dag. Það vekur athygli að fulltrúar allra flokka í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vilja að nefndin skoði betur stjórnsýslu dómsmálaráðherrans í þessu máli. Nefndin mun fara á fullt í málið eftir áramót.Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmHelga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndarmenn alla hafa fallist var á tillögu Pírata í nefndinni um að kalla eftir öllum gögnum málsins í dómsmálaráðuneytinu. „Í öðru lagi að fá fyrir nefndina sérfræðinga til að fjalla um stjórnskipulega stöðu ráðherra í kjölfar þessa dóms. Stöðu þingsins sem samþykkti tillögu ráðherra. En líka kannski að fá ráðleggingar varðandi það hverjir eiga að fara í að setja regluverk í framhaldinu um bæði hlutverk ráðherra og Alþingis við skipan dómara,“ segir Helga Vala. En þar telur Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sig hafa hlutverki að gegna. Ekki hafi annað hvarflað að henni við mat á dómaraefnum en hún gæti lagt vinnu dómnefndar til grundvallar ákvörðunar sinnar. En Hæstiréttur segir að ráðherra hafi borið að rannsaka umsækjendur með sjálfstæðum hætti. „En ég mun þá í kjölfarið setja á reglur um það hvernig þeirri vinnu verður háttað af hálfu ráðherra, í þeim tilvikum þegar ráðherra ætlar að víkja frá tillögum nefndarinnar,“ segir Sigríður. Ekki sé deilt um að ráðherra geti gert það.Dómsmálaráðherra segist hafa endurnýjað umboð kjósendaSigríður segir að legið hafi fyrir að Alþingi hefði ekki samþykkt tillögur dómnefndarinnar óbreyttar síðast liðið vor. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherra sitja í skjóli þingsins. „Það er kannski forsætisráðherra svolítið að meta hvort hún treystir dómsmálaráðherra í framhaldinu af svo afdráttarlausum dómi,“ segir Helga Vala. Dómsmálaráðherra segist ekki þurfa að íhuga stöðu sína í ráðherrastóli vegna þessa máls. „Nei, nei. Ég er fyrir það fyrsta búin að endurnýja umboð mitt hjá kjósendum. Það lá auðvitað fyrir héraðsdómur að þessu leyti, að nokkru leyti svipaður löngu fyrir kosningar. Ég hef nú endurnýjað umboð mitt og þar fyrir utan er ég ekki fyrsti ráðherrann og alveg örugglega ekki sá síðasti sem er aðili að máli þar sem kannski er komist að þeirri niðurstöðu að athafnir hafi ekki alveg verið í samræmi við lög,“ segir Sigríður og bendir á að þarna hafi í fyrsta sinn reynt á ný lög um dómstóla. Ef til vill þurfi Alþingi að koma að lagabreytingum eftir þennan dóm um skipan fyrstu dómarana á nýju dómstigi. Helga Vala segir að sem lögmanni finnist henni dómur Hæstaréttar afdráttarlaus. „Og það er mjög bagalegt að það sé verið að veikja traust almennings á svo mikilvægri stofnun í samfélaginu,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákvað í dag að kanna stjórnsýslu dómsmálaráðherra við skipan dómara við Landsrétt í vor. Formaður nefndarinnar segir bagalegt að vinnubrögð dómsmálaráðherra skuli veikja traust á nýju dómstigi. Dómsmálaráðherra segist ekki þurfa að íhuga stöðu sína enda hafi hún endurnýjað umboð sitt frá kjósendum í kosningunum í október. Hæstiréttur kvað upp þann dóm í gær að dómsmálaráðherra hafi ekki staðið rétt að málum þegar hún skipaði í embætti fimmtán dómara við nýjan Landsrétt síðast liðið vor. En ráðherra skipti út fjórum þeirra sem dómnefnd taldi hæfasta og sett aðra fjóra umsækjendur á listann, sem síðan var samþykktur eftir heitar umræður á Alþingi hinn 1. júní. Hæstiréttur dæmdi tveimur þeirra sem ekki fengu skipan í embætti 700 þúsund krónur í miskabætur í gær. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fjallaði um þetta mál á sérstökum fundi í dag. Það vekur athygli að fulltrúar allra flokka í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vilja að nefndin skoði betur stjórnsýslu dómsmálaráðherrans í þessu máli. Nefndin mun fara á fullt í málið eftir áramót.Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmHelga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndarmenn alla hafa fallist var á tillögu Pírata í nefndinni um að kalla eftir öllum gögnum málsins í dómsmálaráðuneytinu. „Í öðru lagi að fá fyrir nefndina sérfræðinga til að fjalla um stjórnskipulega stöðu ráðherra í kjölfar þessa dóms. Stöðu þingsins sem samþykkti tillögu ráðherra. En líka kannski að fá ráðleggingar varðandi það hverjir eiga að fara í að setja regluverk í framhaldinu um bæði hlutverk ráðherra og Alþingis við skipan dómara,“ segir Helga Vala. En þar telur Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sig hafa hlutverki að gegna. Ekki hafi annað hvarflað að henni við mat á dómaraefnum en hún gæti lagt vinnu dómnefndar til grundvallar ákvörðunar sinnar. En Hæstiréttur segir að ráðherra hafi borið að rannsaka umsækjendur með sjálfstæðum hætti. „En ég mun þá í kjölfarið setja á reglur um það hvernig þeirri vinnu verður háttað af hálfu ráðherra, í þeim tilvikum þegar ráðherra ætlar að víkja frá tillögum nefndarinnar,“ segir Sigríður. Ekki sé deilt um að ráðherra geti gert það.Dómsmálaráðherra segist hafa endurnýjað umboð kjósendaSigríður segir að legið hafi fyrir að Alþingi hefði ekki samþykkt tillögur dómnefndarinnar óbreyttar síðast liðið vor. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ráðherra sitja í skjóli þingsins. „Það er kannski forsætisráðherra svolítið að meta hvort hún treystir dómsmálaráðherra í framhaldinu af svo afdráttarlausum dómi,“ segir Helga Vala. Dómsmálaráðherra segist ekki þurfa að íhuga stöðu sína í ráðherrastóli vegna þessa máls. „Nei, nei. Ég er fyrir það fyrsta búin að endurnýja umboð mitt hjá kjósendum. Það lá auðvitað fyrir héraðsdómur að þessu leyti, að nokkru leyti svipaður löngu fyrir kosningar. Ég hef nú endurnýjað umboð mitt og þar fyrir utan er ég ekki fyrsti ráðherrann og alveg örugglega ekki sá síðasti sem er aðili að máli þar sem kannski er komist að þeirri niðurstöðu að athafnir hafi ekki alveg verið í samræmi við lög,“ segir Sigríður og bendir á að þarna hafi í fyrsta sinn reynt á ný lög um dómstóla. Ef til vill þurfi Alþingi að koma að lagabreytingum eftir þennan dóm um skipan fyrstu dómarana á nýju dómstigi. Helga Vala segir að sem lögmanni finnist henni dómur Hæstaréttar afdráttarlaus. „Og það er mjög bagalegt að það sé verið að veikja traust almennings á svo mikilvægri stofnun í samfélaginu,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Dómsmál Tengdar fréttir Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42
Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03
Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00