Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. desember 2017 08:00 Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980. Mynd/Bragi Guðmundsson Afkomendur Sævars Ciesielski hafa skipt um verjanda vegna endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og hefur Oddgeir Einarsson nú tekið við málinu af Unnari Steini Bjarndal sem skipaður var af Hæstarétti í haust. „Að Unnari Steini ólöstuðum óskaði ég ekki eftir honum sem verjanda fyrir mína hönd en hann var engu að síður skipaður af Hæstarétti að ósk systkina minna. Í síðustu viku varð sátt um að Oddgeir tæki málið að sér fyrir hönd okkar allra,“ segir Júlía Marínósdóttir, dóttir Sævars, og bætir við: „Það er fagnaðarefni að sátt hafi náðst um verjanda og málið er í góðum farvegi í höndum Oddgeirs.“ Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari, bindur vonir við að gögnum málsins verði komið til Hæstaréttar fyrir jól, en gögnin eru upp undir 20 þúsund síður. „Svo fæ ég væntanlega frest fram í janúar til að skila greinargerð og þá kemur í ljós hvaða kröfur ég geri í málinu.“ Enn liggur þó ekki fyrir hvorir gera kröfur á undan; settur saksóknari eða verjendur dómfelldu. „Það er mín skoðun að saksóknari eigi að gera kröfur fyrst,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. Hann segir þá skyldu hvíla á saksóknara að krefjast sýknu í áfrýjuðu máli telji hann menn hafa verið ranglega sakfellda í héraði.Hafþór Sævarsson, sonur Sævars.Verði eingöngu gerðar sýknukröfur í málinu er ekki um ágreining að ræða og því allt eins mögulegt að málið verði dómtekið án málflutnings. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. „Pabbi barðist fyrir því alla tíð að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri en ekki sýndarréttarhöldum og sýknu með einu pennastriki án alvöru réttarhalda,“ segir Hafþór. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Afkomendur Sævars Ciesielski hafa skipt um verjanda vegna endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og hefur Oddgeir Einarsson nú tekið við málinu af Unnari Steini Bjarndal sem skipaður var af Hæstarétti í haust. „Að Unnari Steini ólöstuðum óskaði ég ekki eftir honum sem verjanda fyrir mína hönd en hann var engu að síður skipaður af Hæstarétti að ósk systkina minna. Í síðustu viku varð sátt um að Oddgeir tæki málið að sér fyrir hönd okkar allra,“ segir Júlía Marínósdóttir, dóttir Sævars, og bætir við: „Það er fagnaðarefni að sátt hafi náðst um verjanda og málið er í góðum farvegi í höndum Oddgeirs.“ Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari, bindur vonir við að gögnum málsins verði komið til Hæstaréttar fyrir jól, en gögnin eru upp undir 20 þúsund síður. „Svo fæ ég væntanlega frest fram í janúar til að skila greinargerð og þá kemur í ljós hvaða kröfur ég geri í málinu.“ Enn liggur þó ekki fyrir hvorir gera kröfur á undan; settur saksóknari eða verjendur dómfelldu. „Það er mín skoðun að saksóknari eigi að gera kröfur fyrst,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Viðarssonar. Hann segir þá skyldu hvíla á saksóknara að krefjast sýknu í áfrýjuðu máli telji hann menn hafa verið ranglega sakfellda í héraði.Hafþór Sævarsson, sonur Sævars.Verði eingöngu gerðar sýknukröfur í málinu er ekki um ágreining að ræða og því allt eins mögulegt að málið verði dómtekið án málflutnings. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. „Pabbi barðist fyrir því alla tíð að vera hreinsaður af þessum málum. Hann fékk aldrei að lifa þann dag. Í dag berjumst við fyrir heildaruppgjöri en ekki sýndarréttarhöldum og sýknu með einu pennastriki án alvöru réttarhalda,“ segir Hafþór.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira