Umferðin á höfuðborgarsvæðinu gengið áfallalaust fyrir sig í hríðarveðri Birgir Olgeirsson skrifar 20. desember 2017 22:37 Frá Hringbraut á ellefta tímanum í kvöld. Vísir Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið ágætlega í kvöld þrátt fyrir hríðarveður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir eitthvað af minniháttar óhöppum hafa átt sér stað en ekkert alvarlegt hafi komið upp á. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og hefur verið slæmt skyggni á köflum í éljum. Veðurstofa Íslands segir draga muni úr ofankomunni í fyrramálið og að veðrið muni ekki koma til með að versna þegar líður á nóttina, heldur haldast svipað. Allhvöss suðvestanátt verður til morguns um landið vestanvert með nokkuð þéttum éljagangi og búast má við dimmum og hvössum éljum og takmörkuðu skyggni, einkum á fjallvegum. Á Suður- og Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir en sums staðar éljagangur og snjóþekja. Flughált er í Grafningi. Éljagangur er á Vesturlandi og Vestfjörðum, og víða hálka eða snjóþekja. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru ófærar og þungfært norður í Árneshrepp. Éljagangurinn hefur náð inn á Norðurland vestanvert og þar er nokkur hálka og snjóþekja en mun minni hálka er á Norðausturlandi. Nokkur hálka er á köflum á Austurlandi, einkum á fáfarnari vegum. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og éljum í fyrramálið, en snýst í vaxandi suðaustanátt fyrst um landið suðvestanvert annað kvöld með slyddu og síðan rigningu.Á föstudag:Sunnan og suðaustan 13-18 m/s og rigning víðast hvar og talsverð um landið sunnanvert. Snýst í suðvestan 5-13 síðdegis með slyddu- og síðan snjóéljum, en rofar til um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig en kólnar niður undir frostmark um kvöldið.Á laugardag (Þorláksmessa):Suðvestan 5-10 m/s með éljum vestantil, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti víða í kringum frostmark. Snýst í vaxandi austanátt með norðurströndinni um kvöldið með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.Á sunnudag (aðfangadagur jóla):Norðaustan 10-15 NV-til, annars 5-13 m/s. Snjókoma norðan og austantil annars él, en úrkomulítið suðvestanlands síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en fer kólnandi með kvöldinu.Á mánudag (jóladagur):Norðaustan 8-15 m/s með éljum, en úrkomulítið suðvestanlands. Kalt í veðri.Á þriðjudag (annar í jólum) og miðvikudag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Él víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan jökla. Frost 2 til 12 stig. Samgöngur Veður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið ágætlega í kvöld þrátt fyrir hríðarveður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir eitthvað af minniháttar óhöppum hafa átt sér stað en ekkert alvarlegt hafi komið upp á. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og hefur verið slæmt skyggni á köflum í éljum. Veðurstofa Íslands segir draga muni úr ofankomunni í fyrramálið og að veðrið muni ekki koma til með að versna þegar líður á nóttina, heldur haldast svipað. Allhvöss suðvestanátt verður til morguns um landið vestanvert með nokkuð þéttum éljagangi og búast má við dimmum og hvössum éljum og takmörkuðu skyggni, einkum á fjallvegum. Á Suður- og Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir en sums staðar éljagangur og snjóþekja. Flughált er í Grafningi. Éljagangur er á Vesturlandi og Vestfjörðum, og víða hálka eða snjóþekja. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru ófærar og þungfært norður í Árneshrepp. Éljagangurinn hefur náð inn á Norðurland vestanvert og þar er nokkur hálka og snjóþekja en mun minni hálka er á Norðausturlandi. Nokkur hálka er á köflum á Austurlandi, einkum á fáfarnari vegum. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni.Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á morgun:Dregur úr vindi og éljum í fyrramálið, en snýst í vaxandi suðaustanátt fyrst um landið suðvestanvert annað kvöld með slyddu og síðan rigningu.Á föstudag:Sunnan og suðaustan 13-18 m/s og rigning víðast hvar og talsverð um landið sunnanvert. Snýst í suðvestan 5-13 síðdegis með slyddu- og síðan snjóéljum, en rofar til um landið austanvert. Hiti 2 til 7 stig en kólnar niður undir frostmark um kvöldið.Á laugardag (Þorláksmessa):Suðvestan 5-10 m/s með éljum vestantil, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti víða í kringum frostmark. Snýst í vaxandi austanátt með norðurströndinni um kvöldið með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.Á sunnudag (aðfangadagur jóla):Norðaustan 10-15 NV-til, annars 5-13 m/s. Snjókoma norðan og austantil annars él, en úrkomulítið suðvestanlands síðdegis. Frost 0 til 5 stig, en fer kólnandi með kvöldinu.Á mánudag (jóladagur):Norðaustan 8-15 m/s með éljum, en úrkomulítið suðvestanlands. Kalt í veðri.Á þriðjudag (annar í jólum) og miðvikudag:Norðan og norðaustan 8-15 m/s. Él víða norðan og austantil en bjartviðri sunnan jökla. Frost 2 til 12 stig.
Samgöngur Veður Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels