Miklar líkur á að kona verði næsti leiðtogi Katalóníu Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2017 09:51 Líkur eru á að aðskilnaðarsinninn Marta Rovira eða sambandssinninn Ines Arrimadas verði næsti forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Vísir/AFP Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. Spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninganna eftir að hafa leyst upp þingið í kjölfar ólöglegrar sjálfstæðisyfirlýsingar katalónska héraðsþingsins í haust. Miklar líkur eru á að kona verði næsti forseti héraðsstjórnarinnar en aðskilnaðarsinninn Marta Rovira og sambandssinninn Ines Arrimadas leiða þá flokka sem mælast með mest fylgi í könnunum. Rovira leiðir vinstriflokkinn ERC og Arrimadas mið-hægriflokkinn Ciudadanos. Bandalag aðskilnaðarflokka og bandalag flokka sambandsinna mælast með álíka mikið fylgi og þykir líklegast að annað hvort ERC og Ciudadanos muni standa uppi sem stærsti flokkur.Í kosningabaráttu frá Brussel Spænska ríkisstjórnin ákvað að taka yfir stjórn héraðsins með því að beita í fyrsta sinn 155. grein stjórnarskrár landsins. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar, flúði í kjölfarið til Brussel en hann sætir nú ákæru. Puigdemont hefur háð kosningabaráttu frá Brussel fyrir nýjan flokk, Junts per Catalunya (JuntsXCat), en í könnunum mælist flokkurinn sá þriðji stærsti.Gæti gegnt embættinu tímabundið Aðskilnaðarflokkurinn ERC var stofnaður árið 1931, en leiðtogi hans, Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, er nú í varðhaldi fyrir utan Madríd þar sem hann sætir ákærðu fyrir að hvetja til uppreisnar og fleiri brota. Varaformaður flokksins, hin fertuga Rovira, leiðir því flokkinn í kosningabaráttunni. Vinni flokkurinn sigur í kosningunum kann svo að fara að hún gegni forsetaembættinu tímabundið á meðan Junqueras situr fastur.Gift aðskilnaðarsinna Hin 36 ára Arramadas er fædd í Andalúsíu og er eiginmaður hennar fyrrverandi stjórnmálamaður sem barðist fyrir aðskilnaði Katalóníu. Markmið hennar er að stýra héraðinu ásamt sósíalistaflokknum PSC og íhaldsflokknum PP, flokki Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Í allri umræðu um næsta forseta héraðsstjórnarinnar hefur nafn Miquel Iceta, leiðtoga PSC, einnig verið nefnt sem möguleg málamiðlun í stjórnarmyndunarviðræðum.Kjörstaðir loka klukkan 19 Nokkuð hefur dregið úr slagkrafti sjálfstæðisbaráttu Katalóna eftir hörð viðbrögð Spánarstjórnar og klofnings meðal aðskilnaðarsinna á síðustu vikum. Þá hafa margir aðskilnaðarsinnar dempað orðræðuna í kosningabaráttunni. Alls eru 5,5 milljónir manna á kjörskrá þar sem til stendur að kjósa 135 fulltrúa á héraðsþingið. Kjörstöðum verður lokað klukkan 19 að íslenskum tíma og verða ekki birtar neinar útgönguspár. Reiknað er með að klukkan 21 verði búið að reikna um 80 prósent atkvæða. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. Spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninganna eftir að hafa leyst upp þingið í kjölfar ólöglegrar sjálfstæðisyfirlýsingar katalónska héraðsþingsins í haust. Miklar líkur eru á að kona verði næsti forseti héraðsstjórnarinnar en aðskilnaðarsinninn Marta Rovira og sambandssinninn Ines Arrimadas leiða þá flokka sem mælast með mest fylgi í könnunum. Rovira leiðir vinstriflokkinn ERC og Arrimadas mið-hægriflokkinn Ciudadanos. Bandalag aðskilnaðarflokka og bandalag flokka sambandsinna mælast með álíka mikið fylgi og þykir líklegast að annað hvort ERC og Ciudadanos muni standa uppi sem stærsti flokkur.Í kosningabaráttu frá Brussel Spænska ríkisstjórnin ákvað að taka yfir stjórn héraðsins með því að beita í fyrsta sinn 155. grein stjórnarskrár landsins. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar, flúði í kjölfarið til Brussel en hann sætir nú ákæru. Puigdemont hefur háð kosningabaráttu frá Brussel fyrir nýjan flokk, Junts per Catalunya (JuntsXCat), en í könnunum mælist flokkurinn sá þriðji stærsti.Gæti gegnt embættinu tímabundið Aðskilnaðarflokkurinn ERC var stofnaður árið 1931, en leiðtogi hans, Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, er nú í varðhaldi fyrir utan Madríd þar sem hann sætir ákærðu fyrir að hvetja til uppreisnar og fleiri brota. Varaformaður flokksins, hin fertuga Rovira, leiðir því flokkinn í kosningabaráttunni. Vinni flokkurinn sigur í kosningunum kann svo að fara að hún gegni forsetaembættinu tímabundið á meðan Junqueras situr fastur.Gift aðskilnaðarsinna Hin 36 ára Arramadas er fædd í Andalúsíu og er eiginmaður hennar fyrrverandi stjórnmálamaður sem barðist fyrir aðskilnaði Katalóníu. Markmið hennar er að stýra héraðinu ásamt sósíalistaflokknum PSC og íhaldsflokknum PP, flokki Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Í allri umræðu um næsta forseta héraðsstjórnarinnar hefur nafn Miquel Iceta, leiðtoga PSC, einnig verið nefnt sem möguleg málamiðlun í stjórnarmyndunarviðræðum.Kjörstaðir loka klukkan 19 Nokkuð hefur dregið úr slagkrafti sjálfstæðisbaráttu Katalóna eftir hörð viðbrögð Spánarstjórnar og klofnings meðal aðskilnaðarsinna á síðustu vikum. Þá hafa margir aðskilnaðarsinnar dempað orðræðuna í kosningabaráttunni. Alls eru 5,5 milljónir manna á kjörskrá þar sem til stendur að kjósa 135 fulltrúa á héraðsþingið. Kjörstöðum verður lokað klukkan 19 að íslenskum tíma og verða ekki birtar neinar útgönguspár. Reiknað er með að klukkan 21 verði búið að reikna um 80 prósent atkvæða.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00