Gefa ekki upp afstöðu sína til Sigríðar Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2017 06:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson studdu ekki stjórnarmyndun VG við Framsókn og Sjálfstæðisflokks. Þau vildu ekki gefa út afdráttarlaus svör hvort þau trestu Sigríði Andersen til áframhaldandi starfa sem Dómsmálaráðherra. vísir/stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, vilja ekki gefa upp hvort þau styðji Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja margir í grasrót VG að Sigríður víki til að hreinsa andrúmsloftið innan ríkisstjórnarinnar. Ljóst sé að æðsti dómstóll landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt í vor. Í grasrót VG sé það talið mikilvægt fyrir flokkinn að sýna það í verki að ný vinnubrögð verði tekin upp á Alþingi. Rósa Björk og Andrés Ingi samþykktu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og segjast nú bíða athugunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á embættisfærslum dómsmálaráðherra. Rósa segist ætla að taka afstöðu til vantrausts á dómsmálaráðherra þegar og ef slík tillaga kemur fram. Hún sagði það óábyrgt að hafa uppi einhverjar yfirlýsingar í fjölmiðlum á þessu stigi. „Dómurinn talar sínu máli og viðbrögð ráðherrans finnst mér alls ekki til sóma,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi Jónsson hafði einnig miklar efasemdir um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist ekki geta ráðið því hverjir séu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Ég var einn þeirra sem gagnrýndu þessi vinnubrögð á sínum tíma, í vor. Núna vil ég leyfa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fara yfir málið og þar stendur það í dag,“ segir Andrés Ingi. Þegar hann er spurður út í það hvort Sigríður njóti trausts hans sem ráðherra segir hann afstöðu sína hafa legið fyrir síðan í vor. „Hún situr sem ráðherra í umboði síns flokks og ég vel ekki ráðherra dómsmála. Afstaða mín varðandi skipan dómara í Landsrétt er sú sama og hjá okkur í VG í vor.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir málið í farvegi innan þingsins en að Sigríður hafi traust sitt. „Ég styð þessa ríkisstjórn og þar með styð ég Sigríði Andersen,“ segir Bjarkey. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, vilja ekki gefa upp hvort þau styðji Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja margir í grasrót VG að Sigríður víki til að hreinsa andrúmsloftið innan ríkisstjórnarinnar. Ljóst sé að æðsti dómstóll landsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hafi brotið lög við skipan dómara í Landsrétt í vor. Í grasrót VG sé það talið mikilvægt fyrir flokkinn að sýna það í verki að ný vinnubrögð verði tekin upp á Alþingi. Rósa Björk og Andrés Ingi samþykktu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og segjast nú bíða athugunar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á embættisfærslum dómsmálaráðherra. Rósa segist ætla að taka afstöðu til vantrausts á dómsmálaráðherra þegar og ef slík tillaga kemur fram. Hún sagði það óábyrgt að hafa uppi einhverjar yfirlýsingar í fjölmiðlum á þessu stigi. „Dómurinn talar sínu máli og viðbrögð ráðherrans finnst mér alls ekki til sóma,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi Jónsson hafði einnig miklar efasemdir um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist ekki geta ráðið því hverjir séu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Ég var einn þeirra sem gagnrýndu þessi vinnubrögð á sínum tíma, í vor. Núna vil ég leyfa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fara yfir málið og þar stendur það í dag,“ segir Andrés Ingi. Þegar hann er spurður út í það hvort Sigríður njóti trausts hans sem ráðherra segir hann afstöðu sína hafa legið fyrir síðan í vor. „Hún situr sem ráðherra í umboði síns flokks og ég vel ekki ráðherra dómsmála. Afstaða mín varðandi skipan dómara í Landsrétt er sú sama og hjá okkur í VG í vor.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, segir málið í farvegi innan þingsins en að Sigríður hafi traust sitt. „Ég styð þessa ríkisstjórn og þar með styð ég Sigríði Andersen,“ segir Bjarkey.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Tengdar fréttir Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07 Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Krefst tugmilljóna vegna skipunar Sigríðar Héraðsdómarinn Jón Höskuldsson hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem hann krefur íslenska ríkið um skaða- og miskabætur vegna skipunar í Landsrétt. 22. desember 2017 06:07
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42
Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt. 20. desember 2017 15:03