Gullkorn ársins: Fokking tími, stream á bardaga og lög sem banna ananas á pítsu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2017 08:00 Þau eru flest öll stjórnmálamenn sem komast á lista Vísis yfir þá einstaklinga sem eiga gullkorn ársins. Tekið skal fram að listinn er auðvitað ekki tæmandi. Orð eru til alls fyrst segir málshátturinn og er það víst að fjölmiðlar fjalla gjarnan um það sem fólk segir. Vísir hefur tekið saman nokkur af þeim ummælum, eða gullkornum, sem vöktu athygli á árinu. Eins og sjá má á listanum eru stjórnmálamenn áberandi en fæst ummælanna féllu þó í þingsal. Mörg hver eru fengin af samfélagsmiðlum, þaðan sem þeim hefur jafnvel verið eytt, en internetið gleymir auðvitað engu, ekki síst þegar eitthvað fer á flug og fangar athygli almennings og fjölmiðla. Hér fyrir neðan má sjá nokkur af þessum gullkornum en hafa ber í huga að listinn er langt í frá tæmandi. „Þá er ég farinn. Ég nenni ekki að sitja undir þessu bulli.“ Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, strunsaði út af fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis í október síðastliðnum þegar nefndin fjallaði lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttir Stundarinnar sem unnar væru upp úr gögnum frá Glitni. Fréttir fjölmiðilsins upp úr gögnunum snerust um fjármál Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en umfjöllunin hófst þremur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fóru þann 28. október. Lögbannið var sett á þann 16. október að beiðni Glitnis. Voru ýmsir ósáttir við það, þar á meðal Bjarni, sem sagði lögbannið út í hött. Ýmsir gestir komu á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar lögbannið var þar til umfjöllunar, þar á meðal Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar. Vilhjálmur var ekki sáttur við svar Sigríðar við spurningu hans um það hvort að þagnarskylda viki alltaf þegar gögn væru komin í hendur blaðamanna. Sigríður svaraði játandi, við það gat Vilhjálmur ekki unað og rauk út af fundinum með þeim orðum að hann nennti ekki að sitja undir þessu bulli. Þess má geta að lögbannið er enn í gildi og er dómsmál vegna þess nú í gangi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.„Við þurfum fokking tíma.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírati, í ræðustól Alþingis í umræðu um skipan dómara við Landsrétt í byrjun júní en skipanin var mjög umdeild og í raun keyrð í gegnum Alþingi í miklum ágreiningi. Ástæðan var sú að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði til að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá 15 sem nefndin taldi hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt, yrðu skipaðir í stað annarra fjögurra sem hæfnisnefndin mat á meðal þeirra hæfustu. Á Alþingi átti Jón Þór í orðaskiptum við Teit Björn Einarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þar sem rætt var um verklag í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í tengslum við skipan dómara við Landsrétt. Vildi Jón Þór að nefndin hefði fengið meira tíma til að vinna að málinu en í miðri ræðu heyrðist hlátur í þingsalnum. „Þingmaðurinn hlær. Þingmenn verða að átta sig á því að á þetta þing veljast almennir borgarar sem eru ekki allir lögmenn og við þurfum fokking tíma til þess að geta unnið þetta mál,“ kallaði Jón Þór og baðst strax afsökunar á orðum sínum eftir að forseti hafði slegið í bjöllu sína.Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki hrifinn af ananas á pizzu og mælir með fiskmeti.vísir/garðar„Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, um stóra pizzumálið sem vakti heimsathygli í febrúar. Forsetinn sagði frá því í heimsókn í Menntaskólann á Akureyri að hann vildi ekki ananas á sínar flatbökur. Hann grínaðist svo með að ef hann gæti þá myndi hann setja lög sem bönnuðu ananas á pizzur. Vísir fjallaði um heimsókn forsetans í MA og var ljóst af þeim viðbrögðum sem fréttin vakti að ananas á pizzu er mörgum mikið hjartans mál. Til að mynda tóku 17.600 manns þátt í könnun Vísis þar sem spurt var hvort þessi ávöxtur ætti heima á flatbökunni. 60 prósent voru þar þeirrar skoðunar að ananas ætti jú heima á pizzu. Til að taka af öll tvímæli varðandi hugsanlega lagasetningu um bann við ananas á pizzur áréttaði Guðni það á Facebook-síðu forsetaembættisins að hann hefði ekki völd til þess að setja slík lög. „Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ skrifaði forsetinn og bætti svo við að hann mælti með fiskmeti á pizzu.„Bara I‘m sorry.“ Ólafur Ólafsson, fjárfestir, í skýrslutöku fyrir nefndinni sem rannsakaði aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Ólafur var einn forsvarsmanna S-hópsins sem keypti Búnaðarbankann árið 2003. Niðurstöður nefndarinnar voru þær að Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það væri því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar. Eftirfarandi tilvitnun í Ólaf var birt í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: „Hauck & Aufhäuser fjárfesti í Eglu hf. eða ehf., ég man ekki hvort það er. Öll gögn, allir pappírar, allar innborganir hlutafjár liggja fyrir. Allar fundargerðir sem þú hefur liggja fyrir. Fundarseta hans eða fulltrúa hans í stjórnum liggja fyrir, öll umboð hans til athafna innan við Eglu liggja fyrir og meira hef ég ekki nú ekkert um málið að segja. Ég, þú getur ekki ætlast til þess að ég sé hérna, 15 árum síðar, að svara getgátum fjölmiðla. Bara I‘m sorry.“„Þetta mál, sem þótti svo stórt að það var ástæða til stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er.“ Benedikt Jóhannesson, þáverandi formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, í þættinum Forystusætinu á RÚV fyrir kosningarnar í október síðastliðnum. Margir túlkuðu ummælin á þann veg að að ráðherrann væri að gera lítið úr þeim málum sem tengdust uppreist æru og snerust um kynferðisbrot gegn börnum.Baðst Benedikt afsökunar á ummælunum og sagði þau klaufaleg. Kvaðst hann hafa verið að vísa til meðferðar máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds barnaníðings, í stjórnsýslunni. Tveimur dögum eftir að ummælin féllu steig Benedikt til hliðar sem formaður Viðreisnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við keflinu. Ríkisstjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar sprakk eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, vissu að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsögn á umsókn Hjalta um uppreist æru. Upplýstu þau ekki aðra ráðherra ríkisstjórn um það og sleit Björt framtíð því ríkisstjórnarsamstarfinu og bar fyrir sig trúnaðarbresti.Ásta Guðrún Helgadóttir sat á þingi fyrir Pírata.Vísir/Ernir„Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð á næstunni. Það er frekar ómögulegt.“ Ásta Guðrún Helgadóttir, þáverandi þingmaður Pírata, í Silfrinu á RÚV um húsnæðisvanda ungs fólks. Ummælin vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og velti til dæmis Dagur Hjartarson, rithöfundur, því upp á Twitter hvernig stæði á því að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að mánaðamótin janúar/febrúar hefði hún fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. Í viðtali við Vísi sagði Ásta síðan að henni fyndist sem umræðan hefði misst marks þar sem hún hefði verið að reyna að vekja athygli á húsnæðisvandanum en ekki eigin fjárhag. „Bara þannig að það komi fram að þá finnst mér launin mín mjög fín, það er ekki vandamálið. Vandamálið er bara hvað fasteignamarkaðurinn er búinn að fara út í miklar öfgar á undanförnum misserum,“ sagði Ásta. Fyrir þingkosningarnar í haust ákvað Ásta að taka ekki sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi en hún lenti í þriðja sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu.„Jæja, einhver með stream fyrir mig á bardagann?“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi formaður allsherjar-og menntamálanefndar, spurði fylgjendur sína á Twitter í ágúst síðastliðnum hvar hún gæti horft á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather á netinu. Stöð 2 Sport átti réttinn á því að sýna bardagann, sem er höfundarréttarvarið efnið, hér á landi og sýndi hann í beinni útsendingu. Vakti færsla Áslaugar mikla athygli enda er það hlutverk allsherjar-og menntamálanefndar að fjalla um mál er varða höfundarrétt og fjölmiðla. Áslaug eyddi færslunni af Twitter-reikningi sínum og baðst afsökunar á málinu. Myndstef hörmuðu ummæli þingmannsins og sögðu þau sýna bæði þekkingarleysi og ákveðið viðhorf í samfélaginu gagnvart vörðu efni og notkun á því.„Til hvers að berjast fyrir því að þú getir starfað áfram með fólki sem lítur á það sem meginmarkmið að drepa þig?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ræddi úrsögn sína úr Framsóknarflokknum og stofnun nýs flokks, í viðtali við Fréttablaðið í september síðastliðnum. Með ummælunum vísaði hann til þess að ákveðinn hópur innan Framsóknar hefði, að hans mati, ítrekað reynt að bola honum úr flokknum. Það bar ekki árangur fyrr en um ári eftir að Sigmundur Davíð laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjöri á flokksþingi Framsóknar. Stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs heitir Miðflokkurinn og bauð fram lista í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum í haust. Hlaut flokkurinn 10,8 prósent atkvæða og sjö menn kjörna á þing. „Ekki þetta rugl skiljiði?“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, við undirritun stjórnarsáttmála flokkanna þegar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar-og samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vildu fá hana með sér í þríhliða handaband. Mörgum er eflaust í fersku minni þríhliða handaband formanna Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir framan Bessastaði í janúar síðastliðnum þegar sú ríkisstjórn lét af völdum. Ef til vill hefur Katrín ekki viljað endurtaka leikinn í ljósi þess hversu skammlíf sú ríkisstjórn var eða hún hefur munað eftir þríhliða handabandinu hér fyrir neðan sem vakti heimsathygli.„Í öllum betri bæjum eru nektarklúbbar, Björt.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lét þessi ummæli falla á Facebook-síðu þáverandi umhverfisráðherra, Bjartar Ólafsdóttur, í sumar. Þar deildi ráðherrann frétt Bylgjunnar þar sem haft var eftir Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra í Fjallabyggð, að umhverfisráðherra vissi ekki hvað væri að gerast á landsbyggðinni. Gunnar gagnrýndi ráðherrann í tengslum við leyfisveitingar fyrir fiskeldi í sjó. „Það er sennilega hárrétt að við Gunnar Birgisson eru ekki með sömu sýn á það hvernig standa ber að leyfisveitingum. Nú eða hvað á að leyfa á hvaða stað. Ég myndi til að mynda ekki leyfa nektarklúbba hvort sem væri í 101 Reykjavík, Kópavogi eða í uppsveitum Árnessýslu hvar ég ólst upp,“ sagði Björt í Facebook-færslu sinni um málið. Brynjar setti þá athugasemd við færsluna og spurði hvaða fordóma hún hefði gegn nektarklúbbum. Svaraði Björt þá því að þeir væru frekar miklir og hlóð þá Brynjar í ummælin um alla betri bæi og nektarklúbba.„Ég er sennilega svona Marine Le Pen týpa.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði þetta í viðtali við RÚV í byrjun ágúst þar sem hún ræddi gott gengi flokksins í þjóðarpúlsi Gallup. Inga kvaðst sátt við að vera kölluð popúlisti og nefndi Marine Le Pen, formann Frönsku þjóðfylkingarinnar, sem er meðal annars þekkt fyrir að boða harða stefnu í innflytjendamálum. Formaður Flokks fólksins sagði þó ekki að Marine Le Pen væri fyrirmynd sín í stjórnmálum þó hún hefði nefnt hana. Hún hló að slíkum samanburði og sagðist ekkert þekkja hana. „Ég hef ákveðið að taka jákvæða pólinn í hæðina og segja, ja popúlisti er bara svona einhver svakalega vinsæll. En ég veit náttúrulega hvað hugtakið er útbreitt fyrir. Ég er sennilega svona Marine Le Pen týpa sem er verið að mála mig af þeim sem munu hvort sem er aldrei kjósa flokkinn,“ sagði Inga í samtalinu við RÚV.„Þá er þetta að einhverju leyti sokkinn kostnaður hjá Reykjavíkurborg.“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, þá borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, nú óháð, þar sem hún ræddi um málefni innflytjenda á Íslandi og kostnað við þá í viðtali á Útvarpi Sögu síðastliðið sumar. Nefndi hún sérstaklega að mikill kostnaður lægi í því hjá grunnskólum í Reykjavík að taka við börnum sem væru hælisleitendur hér á landi. Kallaði hún það „sokkinn kostnað“ en nefndi þó engar tölur í umræðunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ummæli Sveinbjargar Birnu óheppileg og klaufsk. Rúmum tveimur vikum síðar hætti Sveinbjörg Birna svo í Framsóknarflokknum. Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Óborganleg mistök ársins 2017 FailArmy sérhæfir sig í að birta myndskeið af heppnum og óheppnum einstaklingum í hinum ýmsu aðstæðum. 22. desember 2017 12:30 Erlendar fréttir ársins 2017: Eldflaugar, eitur, ástir, hryðjuverk og móðir náttúra Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. 22. desember 2017 06:00 Innlendar fréttir ársins 2017: Kynferðisbrot, knattspyrna og kosningar Það er óhætt að segja að árið sem er að líða hafi verið viðburðaríkt þegar litið er á innlendar fréttir. 22. desember 2017 10:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Orð eru til alls fyrst segir málshátturinn og er það víst að fjölmiðlar fjalla gjarnan um það sem fólk segir. Vísir hefur tekið saman nokkur af þeim ummælum, eða gullkornum, sem vöktu athygli á árinu. Eins og sjá má á listanum eru stjórnmálamenn áberandi en fæst ummælanna féllu þó í þingsal. Mörg hver eru fengin af samfélagsmiðlum, þaðan sem þeim hefur jafnvel verið eytt, en internetið gleymir auðvitað engu, ekki síst þegar eitthvað fer á flug og fangar athygli almennings og fjölmiðla. Hér fyrir neðan má sjá nokkur af þessum gullkornum en hafa ber í huga að listinn er langt í frá tæmandi. „Þá er ég farinn. Ég nenni ekki að sitja undir þessu bulli.“ Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, strunsaði út af fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis í október síðastliðnum þegar nefndin fjallaði lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á fréttir Stundarinnar sem unnar væru upp úr gögnum frá Glitni. Fréttir fjölmiðilsins upp úr gögnunum snerust um fjármál Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en umfjöllunin hófst þremur vikum fyrir Alþingiskosningarnar sem fram fóru þann 28. október. Lögbannið var sett á þann 16. október að beiðni Glitnis. Voru ýmsir ósáttir við það, þar á meðal Bjarni, sem sagði lögbannið út í hött. Ýmsir gestir komu á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar lögbannið var þar til umfjöllunar, þar á meðal Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar. Vilhjálmur var ekki sáttur við svar Sigríðar við spurningu hans um það hvort að þagnarskylda viki alltaf þegar gögn væru komin í hendur blaðamanna. Sigríður svaraði játandi, við það gat Vilhjálmur ekki unað og rauk út af fundinum með þeim orðum að hann nennti ekki að sitja undir þessu bulli. Þess má geta að lögbannið er enn í gildi og er dómsmál vegna þess nú í gangi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.„Við þurfum fokking tíma.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírati, í ræðustól Alþingis í umræðu um skipan dómara við Landsrétt í byrjun júní en skipanin var mjög umdeild og í raun keyrð í gegnum Alþingi í miklum ágreiningi. Ástæðan var sú að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði til að fjórir einstaklingar, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá 15 sem nefndin taldi hæfasta til að gegna embætti dómara við Landsrétt, yrðu skipaðir í stað annarra fjögurra sem hæfnisnefndin mat á meðal þeirra hæfustu. Á Alþingi átti Jón Þór í orðaskiptum við Teit Björn Einarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, þar sem rætt var um verklag í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í tengslum við skipan dómara við Landsrétt. Vildi Jón Þór að nefndin hefði fengið meira tíma til að vinna að málinu en í miðri ræðu heyrðist hlátur í þingsalnum. „Þingmaðurinn hlær. Þingmenn verða að átta sig á því að á þetta þing veljast almennir borgarar sem eru ekki allir lögmenn og við þurfum fokking tíma til þess að geta unnið þetta mál,“ kallaði Jón Þór og baðst strax afsökunar á orðum sínum eftir að forseti hafði slegið í bjöllu sína.Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki hrifinn af ananas á pizzu og mælir með fiskmeti.vísir/garðar„Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, um stóra pizzumálið sem vakti heimsathygli í febrúar. Forsetinn sagði frá því í heimsókn í Menntaskólann á Akureyri að hann vildi ekki ananas á sínar flatbökur. Hann grínaðist svo með að ef hann gæti þá myndi hann setja lög sem bönnuðu ananas á pizzur. Vísir fjallaði um heimsókn forsetans í MA og var ljóst af þeim viðbrögðum sem fréttin vakti að ananas á pizzu er mörgum mikið hjartans mál. Til að mynda tóku 17.600 manns þátt í könnun Vísis þar sem spurt var hvort þessi ávöxtur ætti heima á flatbökunni. 60 prósent voru þar þeirrar skoðunar að ananas ætti jú heima á pizzu. Til að taka af öll tvímæli varðandi hugsanlega lagasetningu um bann við ananas á pizzur áréttaði Guðni það á Facebook-síðu forsetaembættisins að hann hefði ekki völd til þess að setja slík lög. „Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ skrifaði forsetinn og bætti svo við að hann mælti með fiskmeti á pizzu.„Bara I‘m sorry.“ Ólafur Ólafsson, fjárfestir, í skýrslutöku fyrir nefndinni sem rannsakaði aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Ólafur var einn forsvarsmanna S-hópsins sem keypti Búnaðarbankann árið 2003. Niðurstöður nefndarinnar voru þær að Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Það væri því afdráttarlaus niðurstaða að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar. Eftirfarandi tilvitnun í Ólaf var birt í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: „Hauck & Aufhäuser fjárfesti í Eglu hf. eða ehf., ég man ekki hvort það er. Öll gögn, allir pappírar, allar innborganir hlutafjár liggja fyrir. Allar fundargerðir sem þú hefur liggja fyrir. Fundarseta hans eða fulltrúa hans í stjórnum liggja fyrir, öll umboð hans til athafna innan við Eglu liggja fyrir og meira hef ég ekki nú ekkert um málið að segja. Ég, þú getur ekki ætlast til þess að ég sé hérna, 15 árum síðar, að svara getgátum fjölmiðla. Bara I‘m sorry.“„Þetta mál, sem þótti svo stórt að það var ástæða til stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er.“ Benedikt Jóhannesson, þáverandi formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, í þættinum Forystusætinu á RÚV fyrir kosningarnar í október síðastliðnum. Margir túlkuðu ummælin á þann veg að að ráðherrann væri að gera lítið úr þeim málum sem tengdust uppreist æru og snerust um kynferðisbrot gegn börnum.Baðst Benedikt afsökunar á ummælunum og sagði þau klaufaleg. Kvaðst hann hafa verið að vísa til meðferðar máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds barnaníðings, í stjórnsýslunni. Tveimur dögum eftir að ummælin féllu steig Benedikt til hliðar sem formaður Viðreisnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við keflinu. Ríkisstjórn Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar sprakk eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, vissu að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsögn á umsókn Hjalta um uppreist æru. Upplýstu þau ekki aðra ráðherra ríkisstjórn um það og sleit Björt framtíð því ríkisstjórnarsamstarfinu og bar fyrir sig trúnaðarbresti.Ásta Guðrún Helgadóttir sat á þingi fyrir Pírata.Vísir/Ernir„Ég er ekkert að fara að sjá fram á að geta keypt íbúð á næstunni. Það er frekar ómögulegt.“ Ásta Guðrún Helgadóttir, þáverandi þingmaður Pírata, í Silfrinu á RÚV um húsnæðisvanda ungs fólks. Ummælin vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og velti til dæmis Dagur Hjartarson, rithöfundur, því upp á Twitter hvernig stæði á því að þingmaður með 1,5 milljónir króna í laun á mánuði gæti ekki keypt sér íbúð. Ásta svaraði Degi og benti á að mánaðamótin janúar/febrúar hefði hún fengið 800 þúsund krónur útborgaðar. Í viðtali við Vísi sagði Ásta síðan að henni fyndist sem umræðan hefði misst marks þar sem hún hefði verið að reyna að vekja athygli á húsnæðisvandanum en ekki eigin fjárhag. „Bara þannig að það komi fram að þá finnst mér launin mín mjög fín, það er ekki vandamálið. Vandamálið er bara hvað fasteignamarkaðurinn er búinn að fara út í miklar öfgar á undanförnum misserum,“ sagði Ásta. Fyrir þingkosningarnar í haust ákvað Ásta að taka ekki sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi en hún lenti í þriðja sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu.„Jæja, einhver með stream fyrir mig á bardagann?“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi formaður allsherjar-og menntamálanefndar, spurði fylgjendur sína á Twitter í ágúst síðastliðnum hvar hún gæti horft á bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather á netinu. Stöð 2 Sport átti réttinn á því að sýna bardagann, sem er höfundarréttarvarið efnið, hér á landi og sýndi hann í beinni útsendingu. Vakti færsla Áslaugar mikla athygli enda er það hlutverk allsherjar-og menntamálanefndar að fjalla um mál er varða höfundarrétt og fjölmiðla. Áslaug eyddi færslunni af Twitter-reikningi sínum og baðst afsökunar á málinu. Myndstef hörmuðu ummæli þingmannsins og sögðu þau sýna bæði þekkingarleysi og ákveðið viðhorf í samfélaginu gagnvart vörðu efni og notkun á því.„Til hvers að berjast fyrir því að þú getir starfað áfram með fólki sem lítur á það sem meginmarkmið að drepa þig?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ræddi úrsögn sína úr Framsóknarflokknum og stofnun nýs flokks, í viðtali við Fréttablaðið í september síðastliðnum. Með ummælunum vísaði hann til þess að ákveðinn hópur innan Framsóknar hefði, að hans mati, ítrekað reynt að bola honum úr flokknum. Það bar ekki árangur fyrr en um ári eftir að Sigmundur Davíð laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjöri á flokksþingi Framsóknar. Stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs heitir Miðflokkurinn og bauð fram lista í öllum kjördæmum í alþingiskosningunum í haust. Hlaut flokkurinn 10,8 prósent atkvæða og sjö menn kjörna á þing. „Ekki þetta rugl skiljiði?“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, við undirritun stjórnarsáttmála flokkanna þegar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar-og samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, vildu fá hana með sér í þríhliða handaband. Mörgum er eflaust í fersku minni þríhliða handaband formanna Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir framan Bessastaði í janúar síðastliðnum þegar sú ríkisstjórn lét af völdum. Ef til vill hefur Katrín ekki viljað endurtaka leikinn í ljósi þess hversu skammlíf sú ríkisstjórn var eða hún hefur munað eftir þríhliða handabandinu hér fyrir neðan sem vakti heimsathygli.„Í öllum betri bæjum eru nektarklúbbar, Björt.“ Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lét þessi ummæli falla á Facebook-síðu þáverandi umhverfisráðherra, Bjartar Ólafsdóttur, í sumar. Þar deildi ráðherrann frétt Bylgjunnar þar sem haft var eftir Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra í Fjallabyggð, að umhverfisráðherra vissi ekki hvað væri að gerast á landsbyggðinni. Gunnar gagnrýndi ráðherrann í tengslum við leyfisveitingar fyrir fiskeldi í sjó. „Það er sennilega hárrétt að við Gunnar Birgisson eru ekki með sömu sýn á það hvernig standa ber að leyfisveitingum. Nú eða hvað á að leyfa á hvaða stað. Ég myndi til að mynda ekki leyfa nektarklúbba hvort sem væri í 101 Reykjavík, Kópavogi eða í uppsveitum Árnessýslu hvar ég ólst upp,“ sagði Björt í Facebook-færslu sinni um málið. Brynjar setti þá athugasemd við færsluna og spurði hvaða fordóma hún hefði gegn nektarklúbbum. Svaraði Björt þá því að þeir væru frekar miklir og hlóð þá Brynjar í ummælin um alla betri bæi og nektarklúbba.„Ég er sennilega svona Marine Le Pen týpa.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði þetta í viðtali við RÚV í byrjun ágúst þar sem hún ræddi gott gengi flokksins í þjóðarpúlsi Gallup. Inga kvaðst sátt við að vera kölluð popúlisti og nefndi Marine Le Pen, formann Frönsku þjóðfylkingarinnar, sem er meðal annars þekkt fyrir að boða harða stefnu í innflytjendamálum. Formaður Flokks fólksins sagði þó ekki að Marine Le Pen væri fyrirmynd sín í stjórnmálum þó hún hefði nefnt hana. Hún hló að slíkum samanburði og sagðist ekkert þekkja hana. „Ég hef ákveðið að taka jákvæða pólinn í hæðina og segja, ja popúlisti er bara svona einhver svakalega vinsæll. En ég veit náttúrulega hvað hugtakið er útbreitt fyrir. Ég er sennilega svona Marine Le Pen týpa sem er verið að mála mig af þeim sem munu hvort sem er aldrei kjósa flokkinn,“ sagði Inga í samtalinu við RÚV.„Þá er þetta að einhverju leyti sokkinn kostnaður hjá Reykjavíkurborg.“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, þá borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, nú óháð, þar sem hún ræddi um málefni innflytjenda á Íslandi og kostnað við þá í viðtali á Útvarpi Sögu síðastliðið sumar. Nefndi hún sérstaklega að mikill kostnaður lægi í því hjá grunnskólum í Reykjavík að taka við börnum sem væru hælisleitendur hér á landi. Kallaði hún það „sokkinn kostnað“ en nefndi þó engar tölur í umræðunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ummæli Sveinbjargar Birnu óheppileg og klaufsk. Rúmum tveimur vikum síðar hætti Sveinbjörg Birna svo í Framsóknarflokknum.
Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Óborganleg mistök ársins 2017 FailArmy sérhæfir sig í að birta myndskeið af heppnum og óheppnum einstaklingum í hinum ýmsu aðstæðum. 22. desember 2017 12:30 Erlendar fréttir ársins 2017: Eldflaugar, eitur, ástir, hryðjuverk og móðir náttúra Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. 22. desember 2017 06:00 Innlendar fréttir ársins 2017: Kynferðisbrot, knattspyrna og kosningar Það er óhætt að segja að árið sem er að líða hafi verið viðburðaríkt þegar litið er á innlendar fréttir. 22. desember 2017 10:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Óborganleg mistök ársins 2017 FailArmy sérhæfir sig í að birta myndskeið af heppnum og óheppnum einstaklingum í hinum ýmsu aðstæðum. 22. desember 2017 12:30
Erlendar fréttir ársins 2017: Eldflaugar, eitur, ástir, hryðjuverk og móðir náttúra Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. 22. desember 2017 06:00
Innlendar fréttir ársins 2017: Kynferðisbrot, knattspyrna og kosningar Það er óhætt að segja að árið sem er að líða hafi verið viðburðaríkt þegar litið er á innlendar fréttir. 22. desember 2017 10:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent