Lögregla var kölluð út vegna mikils hávaða sem barst úr íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti upp úr klukkan 6:30 í morgun.
Í dagbók lögreglu segir að tveir karlmenn hafi þar verið í annarlegu ástandi og sögðust þeir hafa verið að horfa á indverskan gúrú í sjónvarpinu og því hafi heyrst svona mikið frá þeim. Mennirnir hétu því að hafa lægra svo það væri ekki frekara ónæði af þeim.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir jafnframt að tilkynnt hafi verið um umferðaróhapp á Vesturlandsvegi við Lágafell upp úr klukkan átta í morgun. „Þar hafði fólksbifreið lent á ljósastaur þannig að bifreiðin var óökufær. Ekki liggja fyrir að svo stöddu upplýsingar um slys á fólki.“
Þá var tilkynnt um innbrot inn í vörugám í hverfi 112 þar sem eitthvað af verðmætum var stolið.
