Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2017 13:36 Heimsókn Guðna og Elizu er í boði Karls Gústafs Svíakonungs. Håkan Juholt sendiherra segir það hafa verið skemmtilegt að skipuleggja heimsóknina. Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. Þetta staðfestir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, í samtali við Vísi. Heimsóknin hefst miðvikudaginn 17. janúar 2018 og stendur fram á föstudaginn 19. janúar. Juholt segir að enn sé verið að setja saman dagskrá heimsóknarinnar en að sérstakur hátíðarkvöldverður verði haldinn í Stokkhólmi, forsetahjónunum til heiðurs. Verða sænsku konungshjónin, Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrann Stefan Löfven og fleiri ráðherrar úr sænsku ríkisstjórninni á meðal gesta. Gestalistinn enn í smíðum Sendiherrann segir að gestalisti hátíðarkvöldverðarins sé enn í smíðum, en að vonast sé til að hægt verði að fá gesti úr mörgum sviðum íslensks og sænsks þjóðlífs – úr heimi viðskipta, háskólasamfélagsins, íþrótta, menningar og fleiri – þannig að ekki verði þar einungis fólk úr heimi stjórnmála. Juholt vonast til að heimsóknin muni vera báðum ríkjum til góðs og að forsetinn og þeir sem honum fylgja frá Íslandi muni ná að ræða fjölda þeirra mála sem tengja ríkin saman – pólitískt samstarf, viðskipti, menntamál, sameiginleg gildi íslensku og sænsku þjóðarinnar og þannig mætti áfram telja. Håkan Juholt tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust.Regeringen.se Skemmtileg byrjun á sendiherraferlinumJuholt, sem er fyrrverandi þingmaður og formaður sænskra Jafnaðarmanna, tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust. „Þetta er skemmtileg byrjun á ferli mínum sem sendiherra, að eiga þátt í að skipuleggja þessa heimsókn.“ Hann vonast til að með henni muni einnig gefast færi til að skapa umræðu innan skóla, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, um samstarf ríkjanna og að skólabörn á Íslandi geti fræðst um Svíþjóð og öfugt. Guðni og Elísa fóru í sína fyrstu opinberu heimsókn til erlends ríkis í janúar á þessu ári þegar þau héldu til Danmerkur í boði Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Þá fóru forsetahjónin í opinbera heimsókn til Noregs í mars og til Færeyja í maí. Sömuleiðis héldu forsetahjónin til Finnlands í júní í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis Finnlands. Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. Þetta staðfestir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, í samtali við Vísi. Heimsóknin hefst miðvikudaginn 17. janúar 2018 og stendur fram á föstudaginn 19. janúar. Juholt segir að enn sé verið að setja saman dagskrá heimsóknarinnar en að sérstakur hátíðarkvöldverður verði haldinn í Stokkhólmi, forsetahjónunum til heiðurs. Verða sænsku konungshjónin, Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrann Stefan Löfven og fleiri ráðherrar úr sænsku ríkisstjórninni á meðal gesta. Gestalistinn enn í smíðum Sendiherrann segir að gestalisti hátíðarkvöldverðarins sé enn í smíðum, en að vonast sé til að hægt verði að fá gesti úr mörgum sviðum íslensks og sænsks þjóðlífs – úr heimi viðskipta, háskólasamfélagsins, íþrótta, menningar og fleiri – þannig að ekki verði þar einungis fólk úr heimi stjórnmála. Juholt vonast til að heimsóknin muni vera báðum ríkjum til góðs og að forsetinn og þeir sem honum fylgja frá Íslandi muni ná að ræða fjölda þeirra mála sem tengja ríkin saman – pólitískt samstarf, viðskipti, menntamál, sameiginleg gildi íslensku og sænsku þjóðarinnar og þannig mætti áfram telja. Håkan Juholt tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust.Regeringen.se Skemmtileg byrjun á sendiherraferlinumJuholt, sem er fyrrverandi þingmaður og formaður sænskra Jafnaðarmanna, tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust. „Þetta er skemmtileg byrjun á ferli mínum sem sendiherra, að eiga þátt í að skipuleggja þessa heimsókn.“ Hann vonast til að með henni muni einnig gefast færi til að skapa umræðu innan skóla, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, um samstarf ríkjanna og að skólabörn á Íslandi geti fræðst um Svíþjóð og öfugt. Guðni og Elísa fóru í sína fyrstu opinberu heimsókn til erlends ríkis í janúar á þessu ári þegar þau héldu til Danmerkur í boði Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Þá fóru forsetahjónin í opinbera heimsókn til Noregs í mars og til Færeyja í maí. Sömuleiðis héldu forsetahjónin til Finnlands í júní í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis Finnlands.
Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira