Hefðbundinn jólamatur með sous-vide Lovísa Arnardóttir skrifar 23. desember 2017 07:00 Ragnar Freyr Ingvarsson læknir. vísir/vilhelm Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. Íslendingar ætla flestir samkvæmt könnun að borða hefðbundinn jólamat, en margir ætla að nýta sér þessa nýju aðferð við eldamennskuna. Rúmlega fimm þúsund manns eru í sous-vide hóp á Facebook. Ragnar Freyr Ingvarsson, eða Læknirinn í eldhúsinu, er einn stjórnenda hópsins á Facebook og hafði mörg góð ráð fyrir jólin. „Það er hægt að sous-vide-a hvað sem er. Einna helst er fólk að vinna með kjöt.“ Ragnar segir í raun hægt að sous-vide-elda hvaða mat sem er. Fyrir grænmetisætur og grænkera mælti hann með að sous-vide-elda aspas. Skötunni er Ragnar hins vegar ekki hrifinn af. „Ég held að engin eldunaraðferð geti gert skötuna góða. Þetta er ekki matur sem er viðbjargandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Giskaði sig í eina milljón Lífið
Sous vide er það nýjasta í íslenskri matargerð. Aðferðin snýst um að elda mat á lágum hita í lengri tíma. Þannig nær fólk jafnri hitun, sem tryggir að innsti hluti sé nægilega vel eldaður, og viðheldur rakastigi án þess þó að ofelda yfirborðið. Íslendingar ætla flestir samkvæmt könnun að borða hefðbundinn jólamat, en margir ætla að nýta sér þessa nýju aðferð við eldamennskuna. Rúmlega fimm þúsund manns eru í sous-vide hóp á Facebook. Ragnar Freyr Ingvarsson, eða Læknirinn í eldhúsinu, er einn stjórnenda hópsins á Facebook og hafði mörg góð ráð fyrir jólin. „Það er hægt að sous-vide-a hvað sem er. Einna helst er fólk að vinna með kjöt.“ Ragnar segir í raun hægt að sous-vide-elda hvaða mat sem er. Fyrir grænmetisætur og grænkera mælti hann með að sous-vide-elda aspas. Skötunni er Ragnar hins vegar ekki hrifinn af. „Ég held að engin eldunaraðferð geti gert skötuna góða. Þetta er ekki matur sem er viðbjargandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Giskaði sig í eina milljón Lífið