Kjararáð veldur usla og pirringi í atvinnulífinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Frá kröfugöngu 1. maí. Viðskiptaráð segir úrskurði kjararáðs setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður. vísir/vilhelm Ef Alþingi hyggst stuðla að sátt á vinnumarkaði er óumflýjanlegt að þingmenn dragi til baka úrskurði kjararáðs. Þetta segir í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs. Þar kemur fram að nýlegar ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári séu ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. „Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðugleika landsins,“ segir í ályktun ráðsins. Bent er á að vegið meðaltal grunnlauna presta eftir kjarahækkun sé 739 þúsund krónur, grunnlaun biskups 1.170 þúsund krónur og grunnlaun alþingismanna 1.101 þúsund. Meðalgrunnlaun stjórnenda á almennum markaði séu hins vegar 886 þúsund krónur. Tekjuhóparnir séu því allir nokkuð sambærilegir og eðlilegt að þeir þróist sambærilega.Gylfi ArnbjörnssonÍ úrskurðum kjararáðs sé hins vegar vísað til meðaltals launaþróunar allra hópa. Krónutöluhækkanir lægst launuðu hópanna hafi því umtalsverð áhrif á viðmið launahækkana hópa undir kjararáði. Fyrir vikið hafi hátekjuhópar kjararáðs hækkað mun meira en sambærilegir hópar á almennum vinnumarkaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að nýtt og breytt samningamódel verði ekki rætt nema þessi ákvörðun verði dregin til baka. „Þetta lá fyrir í endurskoðun kjarasamninga í ágúst 2017,“ segir Gylfi. ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafi gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að ákvarðanir kjararáðs einar sér hamli því að hægt sé að halda vinnu við nýja samningamódelið áfram. „Það er bara partur af algjörlega kristaltærri og skýrri stefnu Alþýðusambandsins að þessa leið förum við ekki ein.“ Gylfi segir kjararáð hafa verið mjög leiðandi um launasetningu stjórnenda á Íslandi og segir að svo virðist vera sem ráðið styðjist við stjórnendur skráðra fyrirtækja á markaði þegar horft er til hennar. Þetta sé farið að valda pirringi í atvinnulífinu, þar sem millistjórnendur í fyrirtækjum geti leitað í betur launuð störf í stjórnsýslunni sem krefjist minni ábyrgðar. „Stjórnendur meðalstórra fyrirtækja, sem eru ekki endilega skráð á markað, eru farnir að horfa á sína millistjórnendur sem þeir fela mikla ábyrgð og gera til þeirra miklar kröfur. Þeir gætu komist í öryggið hjá ríkinu og fengið miklu betra kaup,“ segir Gylfi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Ef Alþingi hyggst stuðla að sátt á vinnumarkaði er óumflýjanlegt að þingmenn dragi til baka úrskurði kjararáðs. Þetta segir í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs. Þar kemur fram að nýlegar ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir biskups Íslands, forstjóra opinberra stofnana og launahækkanir þingmanna og ráðherra á síðasta ári séu ekki í neinu samræmi við þróun á vinnumarkaði. „Úrskurðirnir setja vinnumarkaðinn í uppnám fyrir komandi kjaraviðræður með ósætti sem ógnar efnahagsstöðugleika landsins,“ segir í ályktun ráðsins. Bent er á að vegið meðaltal grunnlauna presta eftir kjarahækkun sé 739 þúsund krónur, grunnlaun biskups 1.170 þúsund krónur og grunnlaun alþingismanna 1.101 þúsund. Meðalgrunnlaun stjórnenda á almennum markaði séu hins vegar 886 þúsund krónur. Tekjuhóparnir séu því allir nokkuð sambærilegir og eðlilegt að þeir þróist sambærilega.Gylfi ArnbjörnssonÍ úrskurðum kjararáðs sé hins vegar vísað til meðaltals launaþróunar allra hópa. Krónutöluhækkanir lægst launuðu hópanna hafi því umtalsverð áhrif á viðmið launahækkana hópa undir kjararáði. Fyrir vikið hafi hátekjuhópar kjararáðs hækkað mun meira en sambærilegir hópar á almennum vinnumarkaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að nýtt og breytt samningamódel verði ekki rætt nema þessi ákvörðun verði dregin til baka. „Þetta lá fyrir í endurskoðun kjarasamninga í ágúst 2017,“ segir Gylfi. ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafi gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að ákvarðanir kjararáðs einar sér hamli því að hægt sé að halda vinnu við nýja samningamódelið áfram. „Það er bara partur af algjörlega kristaltærri og skýrri stefnu Alþýðusambandsins að þessa leið förum við ekki ein.“ Gylfi segir kjararáð hafa verið mjög leiðandi um launasetningu stjórnenda á Íslandi og segir að svo virðist vera sem ráðið styðjist við stjórnendur skráðra fyrirtækja á markaði þegar horft er til hennar. Þetta sé farið að valda pirringi í atvinnulífinu, þar sem millistjórnendur í fyrirtækjum geti leitað í betur launuð störf í stjórnsýslunni sem krefjist minni ábyrgðar. „Stjórnendur meðalstórra fyrirtækja, sem eru ekki endilega skráð á markað, eru farnir að horfa á sína millistjórnendur sem þeir fela mikla ábyrgð og gera til þeirra miklar kröfur. Þeir gætu komist í öryggið hjá ríkinu og fengið miklu betra kaup,“ segir Gylfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira