Vill bara skynsamlegar viðræður við Katalóna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, vill ekki funda með Puigdemont í Belgíu. Nordicphotos/AFP Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, neitaði bón Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, um að viðræður um sjálfstæði Katalóníu færu fram í Belgíu. Þar er Puigdemont í sjálfskipaðri útlegð eftir að hann var ákærður fyrir uppreisn vegna aðkomu sinnar að kosningum um sjálfstæði héraðsins og sjálfstæðisyfirlýsingunni sem fylgdi í kjölfarið. Sagði Rajoy að hann væri tilbúinn til þess að ræða við þá flokka sem mynda héraðsstjórn. Allar viðræður þurfi þó að vera skynsamlegar og innan ramma laganna. „Þetta býð ég Katalónum vegna þess að mér er annt um þá,“ sagði forsætisráðherrann.Carles Puigdemont, leiðtogi JxCat.NordicphotoS/AFPBoðað var til kosninganna eftir að Rajoy rak héraðsstjórnina og leysti upp þingið. Var Puigdemont harðorður í garð forsætisráðherrans fyrir kosningarnar. „Sjálfstæði er vilji katalónsku þjóðarinnar,“ sagði Puigdemont í gær. Aðskilnaðarsinnar unnu kosningasigur í héraðsþingkosningum fimmtudagsins. Fengu þeir sjötíu þingsæti og hafa því þriggja þingmanna meirihluta. Blokkin samanstendur af JxCat, flokki Puigdemont, auk Vinstri-Lýðveldisflokksins (ERC) og smáflokksins CUP. Stærsti flokkurinn á héraðsþinginu verður þó hinn sambandssinnaði Borgaraflokkur. Sá fékk 37 þingmenn og er langstærstur sambandssinnaflokka. Samanlagður er þingstyrkur sambandsblokkarinnar 57 þingmenn en Comu-Podem, sem hefur ekki tekið afstöðu til sjálfstæðismálsins, hefur átta. Að sögn Rajoy var Ines Arrimadas, leiðtogi Borgaraflokksins, sigurvegari kosninganna. Flokkur Rajoy, Þjóðarflokkurinn (PP), fékk sína verstu kosningu í sögunni í héraðinu og uppskar þrjú þingsæti. Hefð er fyrir því í Katalóníu að leiðtogi stærsta flokksins geri fyrstu atlögu að héraðsstjórnarmyndun. Sagði Arrimadas þegar úrslit lágu fyrir að erfitt yrði að mynda meirihluta. Það myndi hún samt reyna. Þrátt fyrir að hafa fengið þingmeirihluta fengu aðskilnaðarsinnar ekki meirihluta atkvæða í kosningunum. Katalónska blaðið El Periódico sagði í gær frá því að niðurstöðurnar sýndu fram á að katalónska þjóðin væri klofin. „Kosningarnar sem Mariano Rajoy boðaði til hafa sýnt að Katalónía er klofin í tvær blokkir.“ Önnur blöð tóku einarðari afstöðu með annarri hvorri blokkinni. Þannig sagði í hinu katalónska El Nacional að spænski forsætisráðherrann hefði verið niðurlægður en í spænska blaðinu La Razón sagði að aðskilnaðarsinnar gætu ekki lengur sagst vera að framfylgja vilja Katalóna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, neitaði bón Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, um að viðræður um sjálfstæði Katalóníu færu fram í Belgíu. Þar er Puigdemont í sjálfskipaðri útlegð eftir að hann var ákærður fyrir uppreisn vegna aðkomu sinnar að kosningum um sjálfstæði héraðsins og sjálfstæðisyfirlýsingunni sem fylgdi í kjölfarið. Sagði Rajoy að hann væri tilbúinn til þess að ræða við þá flokka sem mynda héraðsstjórn. Allar viðræður þurfi þó að vera skynsamlegar og innan ramma laganna. „Þetta býð ég Katalónum vegna þess að mér er annt um þá,“ sagði forsætisráðherrann.Carles Puigdemont, leiðtogi JxCat.NordicphotoS/AFPBoðað var til kosninganna eftir að Rajoy rak héraðsstjórnina og leysti upp þingið. Var Puigdemont harðorður í garð forsætisráðherrans fyrir kosningarnar. „Sjálfstæði er vilji katalónsku þjóðarinnar,“ sagði Puigdemont í gær. Aðskilnaðarsinnar unnu kosningasigur í héraðsþingkosningum fimmtudagsins. Fengu þeir sjötíu þingsæti og hafa því þriggja þingmanna meirihluta. Blokkin samanstendur af JxCat, flokki Puigdemont, auk Vinstri-Lýðveldisflokksins (ERC) og smáflokksins CUP. Stærsti flokkurinn á héraðsþinginu verður þó hinn sambandssinnaði Borgaraflokkur. Sá fékk 37 þingmenn og er langstærstur sambandssinnaflokka. Samanlagður er þingstyrkur sambandsblokkarinnar 57 þingmenn en Comu-Podem, sem hefur ekki tekið afstöðu til sjálfstæðismálsins, hefur átta. Að sögn Rajoy var Ines Arrimadas, leiðtogi Borgaraflokksins, sigurvegari kosninganna. Flokkur Rajoy, Þjóðarflokkurinn (PP), fékk sína verstu kosningu í sögunni í héraðinu og uppskar þrjú þingsæti. Hefð er fyrir því í Katalóníu að leiðtogi stærsta flokksins geri fyrstu atlögu að héraðsstjórnarmyndun. Sagði Arrimadas þegar úrslit lágu fyrir að erfitt yrði að mynda meirihluta. Það myndi hún samt reyna. Þrátt fyrir að hafa fengið þingmeirihluta fengu aðskilnaðarsinnar ekki meirihluta atkvæða í kosningunum. Katalónska blaðið El Periódico sagði í gær frá því að niðurstöðurnar sýndu fram á að katalónska þjóðin væri klofin. „Kosningarnar sem Mariano Rajoy boðaði til hafa sýnt að Katalónía er klofin í tvær blokkir.“ Önnur blöð tóku einarðari afstöðu með annarri hvorri blokkinni. Þannig sagði í hinu katalónska El Nacional að spænski forsætisráðherrann hefði verið niðurlægður en í spænska blaðinu La Razón sagði að aðskilnaðarsinnar gætu ekki lengur sagst vera að framfylgja vilja Katalóna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira