Innlent

Él fyrir norðan en bjart fyrir sunnan

Kjartan Kjartansson skrifar
Gert er ráð fyrir björtu veðri og þurru sunnanlands í dag.
Gert er ráð fyrir björtu veðri og þurru sunnanlands í dag. Vísir/GVA
Spáð er norðlægri vindátt á landinu í dag með 8-13 m/s. Gert er ráð fyrir éljum norðantil á landinu en þurru og björtu veðri syðra.

Hvessa á í veðri í nótt og á morgun með norðan og norðaustan 10-18. Þá verður snjókoma eða él norðan- og austanlands en annars þurrt. Spáð er frosti á bilinu tvö til tíu stig.

Á miðvikudag er útlit fyrir svipað veður áfram, en hægari vind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×