Fimmtán börn komu í heiminn yfir hátíðirnar en flest þeirra fæddust á Landspítalanum í Reykjavík. Jólabörnin voru nær jafn mörg á síðasta ári.
Á Landspítalanum í Reykjavík fæddust fimm börn á aðfangadag og fjögur komu í heiminn í gær á jóladag. Þá fæddist eitt barn á fæðingastofu Bjarkarinnar. Jólabörnin í höfuðborginni í fyrra voru tólf og eru því nokkuð færri í ár.
Fæðingum á landsbyggðinni fjölgaði hins vegar á milli ára. Tvö börn fæddust á Akureyri á aðfangadag en þar voru engar fæðingar á jólunum í fyrra.
Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fæddist eitt barn á aðfangadag og annað á jóladag. Þá kom eitt barn í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi á aðfangadag. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi og Heilbrigðisstofnun Austurlands á Neskaupsstað fæddust hins vegar engin jólabörn.
Uppfært kl. 21:22: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að níu börn hefðu fæðst hér á landi á aðfangadag. Rétt er að tíu börn fæddust þann dag. Þetta hefur verið leiðrétt.
Tíu börn fæddust hér á landi á aðfangadag
Sunna Sæmundsdóttir skrifar

Mest lesið



Björguðu dreng úr gjótu
Innlent

Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent


Órói mældist við Torfajökul
Innlent



