Phoebe Philo kveður Céline Ritstjórn skrifar 26. desember 2017 19:30 Glamour/Getty Phoebe Philo, listrænn stjórnandi Céline, er á förum frá tískuhúsinu. Phoebe hefur starfað hjá Céline frá árinu 2008 og hefur tískuhúsið orðið leiðandi í tískuheiminum síðustu ár. Orðrómur um brottför hennar hefur verið á lofti síðustu mánuði, og hefur hann nú verið staðfestur. Það verður erfitt að ímynda sér tískuhúsið án Phoebe, en hún hefur aldeilis sett sinn svip á tískuvikurnar síðustu ár. Hvort sem það eru rykfrakkarnir hennar, blúndukjólarnir eða leðurtöskurnar, flík eða fylgihlutur frá Céline hefur verið á óskalista margra. Phoebe Philo útskrifaðist frá Central Saint Martins í London, og starfaði meðal annars hjá Stella McCartney og Chloé áður en hún hélt til Céline. Það verður áhugavert að vita hvað tekur við hjá henni næst, og enn forvitnilegra að sjá hver skyldi taka við hjá Céline. Mest lesið Fyrsti karlkyns talsmaður Maybelline kynntur Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Elegans hjá einni fremstu sminku landsins Glamour Fyrsta transkonan til að verða engill? Glamour Femínismi er orð ársins 2017 Glamour "Tískubransinn er að komast upp með morð“ Glamour Michelle Obama heiðruð á forsíðu New York Times Style Glamour Beint af tískupallinum til Jennifer Lopez Glamour SKAM stjarna vekur lukku á tískuvikunni Glamour Lína Balmain fyrir H&M lekur á Instagram Glamour
Phoebe Philo, listrænn stjórnandi Céline, er á förum frá tískuhúsinu. Phoebe hefur starfað hjá Céline frá árinu 2008 og hefur tískuhúsið orðið leiðandi í tískuheiminum síðustu ár. Orðrómur um brottför hennar hefur verið á lofti síðustu mánuði, og hefur hann nú verið staðfestur. Það verður erfitt að ímynda sér tískuhúsið án Phoebe, en hún hefur aldeilis sett sinn svip á tískuvikurnar síðustu ár. Hvort sem það eru rykfrakkarnir hennar, blúndukjólarnir eða leðurtöskurnar, flík eða fylgihlutur frá Céline hefur verið á óskalista margra. Phoebe Philo útskrifaðist frá Central Saint Martins í London, og starfaði meðal annars hjá Stella McCartney og Chloé áður en hún hélt til Céline. Það verður áhugavert að vita hvað tekur við hjá henni næst, og enn forvitnilegra að sjá hver skyldi taka við hjá Céline.
Mest lesið Fyrsti karlkyns talsmaður Maybelline kynntur Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Elegans hjá einni fremstu sminku landsins Glamour Fyrsta transkonan til að verða engill? Glamour Femínismi er orð ársins 2017 Glamour "Tískubransinn er að komast upp með morð“ Glamour Michelle Obama heiðruð á forsíðu New York Times Style Glamour Beint af tískupallinum til Jennifer Lopez Glamour SKAM stjarna vekur lukku á tískuvikunni Glamour Lína Balmain fyrir H&M lekur á Instagram Glamour