Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Þórdís Valsdóttir skrifar 27. desember 2017 17:01 Mynd frá vettvangi slyssins í dag. Vísir/vilhelm Mikil hálka er á Suðurlandsvegi þar sem rútubifreið ók aftan á fólksbíl í morgun. Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps segir að umferðin á svæðinu sé orðin svo mikil að það sé furða að vegurinn austan Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestan víkur. „Á þessum stað er vegurinn mjór, það eru engir veggkantar til þess að geta brugðist við neinu. Þú átt engan séns þegar þú ert kominn út í kant og það er ekkert sem tekur við þér, engar vegaxlir,“ segir Sandra Brá um staðinn þar sem slysið átti sér stað. Slysið varð við áningarstað Vegagerðarinnar við Eldhraun. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar staðfesti í samtali við RÚV að hálkuvarnir séu minni á veginum austan Víkur því sá vegakafli er í lægri þjónustuflokki og því sé vetrarþjónustan ekki sú sama. „Ég er ekki að segja að þetta sé Vegagerðinni að kenna, heldur bara að það hjálpar ekki að vegirnir séu ekki þjónustaðir almennilega þegar umferðinh er svona gríðarlega mikil. En ég varpa engri sök, þetta er auðvitað bara slys sem gerist,“ segir Sandra Brá. Pétur segir þó að það sé til skoðunar að hækka veginn um þjónustuflokk en að það sé háð auknum fjárveitingum frá ríkinu. „Þetta er komið svo langt umfram þá umferð sem miðað er við í þessum þjónustuflokki, það á að vera löngu komið fjármagn í það. Það er langt síðan umferðin fór yfir þessa mælikvarða,“ segir Sandra Brá. Samgöngur Tengdar fréttir Rúta frá rútufyrirtækinu á leið á slysstað Rúta ásamt þremur starfsmönnum frá Hópferðabílum Akureyrar hefur verið send á slysstað á Suðurlandsvegi en ein rúta fyrirtæksins lenti í umferðarslysi á veginum sex kílómetra vestan við Kirkjubæjarklaustur laust eftir klukkan ellefu í dag. Einn er látinn og sjö eru alvarlega slasaðir eftir slysið. 27. desember 2017 13:53 Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: "Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Mikil hálka er á Suðurlandsvegi þar sem rútubifreið ók aftan á fólksbíl í morgun. Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri Skaftárhrepps segir að umferðin á svæðinu sé orðin svo mikil að það sé furða að vegurinn austan Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestan víkur. „Á þessum stað er vegurinn mjór, það eru engir veggkantar til þess að geta brugðist við neinu. Þú átt engan séns þegar þú ert kominn út í kant og það er ekkert sem tekur við þér, engar vegaxlir,“ segir Sandra Brá um staðinn þar sem slysið átti sér stað. Slysið varð við áningarstað Vegagerðarinnar við Eldhraun. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar staðfesti í samtali við RÚV að hálkuvarnir séu minni á veginum austan Víkur því sá vegakafli er í lægri þjónustuflokki og því sé vetrarþjónustan ekki sú sama. „Ég er ekki að segja að þetta sé Vegagerðinni að kenna, heldur bara að það hjálpar ekki að vegirnir séu ekki þjónustaðir almennilega þegar umferðinh er svona gríðarlega mikil. En ég varpa engri sök, þetta er auðvitað bara slys sem gerist,“ segir Sandra Brá. Pétur segir þó að það sé til skoðunar að hækka veginn um þjónustuflokk en að það sé háð auknum fjárveitingum frá ríkinu. „Þetta er komið svo langt umfram þá umferð sem miðað er við í þessum þjónustuflokki, það á að vera löngu komið fjármagn í það. Það er langt síðan umferðin fór yfir þessa mælikvarða,“ segir Sandra Brá.
Samgöngur Tengdar fréttir Rúta frá rútufyrirtækinu á leið á slysstað Rúta ásamt þremur starfsmönnum frá Hópferðabílum Akureyrar hefur verið send á slysstað á Suðurlandsvegi en ein rúta fyrirtæksins lenti í umferðarslysi á veginum sex kílómetra vestan við Kirkjubæjarklaustur laust eftir klukkan ellefu í dag. Einn er látinn og sjö eru alvarlega slasaðir eftir slysið. 27. desember 2017 13:53 Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: "Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Rúta frá rútufyrirtækinu á leið á slysstað Rúta ásamt þremur starfsmönnum frá Hópferðabílum Akureyrar hefur verið send á slysstað á Suðurlandsvegi en ein rúta fyrirtæksins lenti í umferðarslysi á veginum sex kílómetra vestan við Kirkjubæjarklaustur laust eftir klukkan ellefu í dag. Einn er látinn og sjö eru alvarlega slasaðir eftir slysið. 27. desember 2017 13:53
Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19
Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44
Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: "Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00