Sportveiðiblaðið er komið út Karl Lúðvíksson skrifar 28. desember 2017 08:57 Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út og sem fyrr er blaðið fullt af skemmtilegum greinum og fróðleik fyrir veiðimenn og ala þá með áhuga á stang- og skotveiði. Í blaðinu má meðal annars finna ítarlegt viðtal við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi um áhuga hennar á laxveiðum og Laxá í Aðaldal. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu skrifar um ævintýralega veiðiupplifun á Jólaeyju þar sem þau hjónin voru við veiðar nýlega (Kiritimati) og eins er skemmtilegt viðtal við Jónas Marteinsson. Harpa Hlín Þórðardóttir segir okkur frá veiðum í Eistlandi, spjallað er við Gústa Morthens og Hrefnu Halldórsdóttur, en þau voru að hætti rekstri á verslunni Veiðisport á Selfossi, eftir 30 ára rekstur og það er óhætt að segja að margir veiðimenn sjái eftir þeirri skemmtilegu búð. Í blaðinu er veiðistaðalýsing á Hafralónsá í Þistilfirði og Mýrarkvísl. ingvi Örn Ingvason, sonur Ingva Hrafns, skrifar um þrjá ættliði við Fljótáa. Haraldur Eiríksson segir frá sjóbirtingum í Kjósinni og skráðar eru sögur úr Straumfjarðará, auk fleiri pistla og greina eftir m.a. Árna Pétur Hilmarsson, Reyni M Sigmundsson, Val Pálsson og Guðmund Þór Róbertsson. Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði
Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út og sem fyrr er blaðið fullt af skemmtilegum greinum og fróðleik fyrir veiðimenn og ala þá með áhuga á stang- og skotveiði. Í blaðinu má meðal annars finna ítarlegt viðtal við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi um áhuga hennar á laxveiðum og Laxá í Aðaldal. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu skrifar um ævintýralega veiðiupplifun á Jólaeyju þar sem þau hjónin voru við veiðar nýlega (Kiritimati) og eins er skemmtilegt viðtal við Jónas Marteinsson. Harpa Hlín Þórðardóttir segir okkur frá veiðum í Eistlandi, spjallað er við Gústa Morthens og Hrefnu Halldórsdóttur, en þau voru að hætti rekstri á verslunni Veiðisport á Selfossi, eftir 30 ára rekstur og það er óhætt að segja að margir veiðimenn sjái eftir þeirri skemmtilegu búð. Í blaðinu er veiðistaðalýsing á Hafralónsá í Þistilfirði og Mýrarkvísl. ingvi Örn Ingvason, sonur Ingva Hrafns, skrifar um þrjá ættliði við Fljótáa. Haraldur Eiríksson segir frá sjóbirtingum í Kjósinni og skráðar eru sögur úr Straumfjarðará, auk fleiri pistla og greina eftir m.a. Árna Pétur Hilmarsson, Reyni M Sigmundsson, Val Pálsson og Guðmund Þór Róbertsson.
Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði