Körfubolti

Valur skiptir um bandarískan leikmann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexandra Petersen í leik með Val.
Alexandra Petersen í leik með Val. Vísir/Eyþór
Bandaríski leikmaðurinn Alexandra Petersen hefur verið leyst frá samningi sínum við Val í Domino's deild kvenna í körfubolta. Þetta staðfesti Darri Freyr Atlason, þjálfari liðsins, við karfan.is.

Petersen er 25 ára bakvörður og var með 19,4 stig að meðaltali í leik fyrir Val á tímabilinu til þessa, en Valur er í toppsæti deildarinnar.

Valur hefur gengið frá samningum við nýjan erlendan leikmann, Aaliyah Whiteside.

Whiteside skrifaði undir samning út tímabilið, en hún er 23 ára og kemur frá Georgia Tech háskólanum þar sem hún hlaut stórar vikurkenningar á lokáárinu og var meðal annars stigahæst í deildinni.

Hún spilaði í Ungverjalandi og Lúxemborg og var líkleg í nýliðaval WNBA deildarinnar árið 2016, en endaði að lokum ekki þar.

„Annars vegar er þetta taktískt, við viljum stækka liðið. Whiteside er svokallaður swingman og í þessari deild getur hún spilað stöðu 1-5. Svo vildi ég vera með meiri „go to“ möguleika á lokastigum leiksins, vera með einhvern sem líður betur að búa sér til körfur. Lexi er stórkostleg manneskja, frábært að fá að umgangast hana og hún er algjör atvinnumaður auk þess að vera hörkugóð í körfu, en hún hefur ekki alveg þennan eiginleika,“ sagði Darri Freyr við karfan.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×