Aldrei fleiri leitað á Neyðarmóttökuna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. desember 2017 18:20 187 hafa leitað á Neyðarmóttöku kynferðisbrota hjá Landspítalanum í ár en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Minnihluti málanna er kærður til lögreglu. Hildur Dís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttökunni, telur að aukin umræða um málaflokkinn hafi áhrif á þróunina. Árið 1993, þegar Neyðarmóttakan fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum var stofnuð leituðu 43 þolendur kynferðisofbeldis þangað. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt og hvað mest síðustu ár. Árið 2014 leituðu 123 sér aðstoðar á Neyðarmóttökuni og 50 lögðu fram kæru. Árið 2015 komu 133 á neyðarmóttökuna og 62 kærðu málið til lögreglu. Í fyrra voru svo 169 komur skráðar og voru 68 mál kærð til lögreglu. Nú þegar tveir dagar eru eftir af árinu hafa 187 einstaklingar leitað á Neyðarmóttökuna en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Hildur Dís telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Ég held að það sé í raun bara aukin umræða í þjóðfélaginu um þennan málaflokk. Eins líka kannski að fólk viti betur hvert það eigi að leita og geti þá frekar komið til okkar,“ segir Hildur Dís.Að meðaltali sextán á mánuði Í ár hafa komur á Neyðarmóttökuna verið að meðaltali sextán á mánuði og hefur þeim fjölgað um tíu prósent frá því í fyrra. Hildur bendir á að komurnar séu jafnt og þétt yfir allt árið. „Kannski minnst sem eru að koma á milli átta og fjögur á dagvinnutíma en þetta er allur sólarhringurinn allan ársins hring. Sumir mánuðir eru minni. Sumir eru stærri. Það fer bara svolítið eftir því hvað er í gangi í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Þetta eru konur í meirihluta, 18-35 ára,“ segir Hildur. Ekki er búið að taka það saman hve margir af þeim 187 einstaklingum sem leituðu til Neyðarmóttökunnar í ár hafa kært málin til lögreglu. „En það er minnihluti mála sem fara alla leið í kæru en lögreglan hefur aftur á móti aðkomu að mörgum málum,“ segir Hildur Dís. Landspítalinn Tengdar fréttir Kynferðisbrot í höfuðborginni tólf prósent fleiri á árinu Samkvæmt bráðabirgðatölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt kynferðisbrot tólf prósent fleiri en á síðasta ári. Um helmingur þeirra eru nauðganir. 29. desember 2017 17:58 Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
187 hafa leitað á Neyðarmóttöku kynferðisbrota hjá Landspítalanum í ár en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Minnihluti málanna er kærður til lögreglu. Hildur Dís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttökunni, telur að aukin umræða um málaflokkinn hafi áhrif á þróunina. Árið 1993, þegar Neyðarmóttakan fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum var stofnuð leituðu 43 þolendur kynferðisofbeldis þangað. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt og hvað mest síðustu ár. Árið 2014 leituðu 123 sér aðstoðar á Neyðarmóttökuni og 50 lögðu fram kæru. Árið 2015 komu 133 á neyðarmóttökuna og 62 kærðu málið til lögreglu. Í fyrra voru svo 169 komur skráðar og voru 68 mál kærð til lögreglu. Nú þegar tveir dagar eru eftir af árinu hafa 187 einstaklingar leitað á Neyðarmóttökuna en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Hildur Dís telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Ég held að það sé í raun bara aukin umræða í þjóðfélaginu um þennan málaflokk. Eins líka kannski að fólk viti betur hvert það eigi að leita og geti þá frekar komið til okkar,“ segir Hildur Dís.Að meðaltali sextán á mánuði Í ár hafa komur á Neyðarmóttökuna verið að meðaltali sextán á mánuði og hefur þeim fjölgað um tíu prósent frá því í fyrra. Hildur bendir á að komurnar séu jafnt og þétt yfir allt árið. „Kannski minnst sem eru að koma á milli átta og fjögur á dagvinnutíma en þetta er allur sólarhringurinn allan ársins hring. Sumir mánuðir eru minni. Sumir eru stærri. Það fer bara svolítið eftir því hvað er í gangi í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Þetta eru konur í meirihluta, 18-35 ára,“ segir Hildur. Ekki er búið að taka það saman hve margir af þeim 187 einstaklingum sem leituðu til Neyðarmóttökunnar í ár hafa kært málin til lögreglu. „En það er minnihluti mála sem fara alla leið í kæru en lögreglan hefur aftur á móti aðkomu að mörgum málum,“ segir Hildur Dís.
Landspítalinn Tengdar fréttir Kynferðisbrot í höfuðborginni tólf prósent fleiri á árinu Samkvæmt bráðabirgðatölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt kynferðisbrot tólf prósent fleiri en á síðasta ári. Um helmingur þeirra eru nauðganir. 29. desember 2017 17:58 Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Kynferðisbrot í höfuðborginni tólf prósent fleiri á árinu Samkvæmt bráðabirgðatölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt kynferðisbrot tólf prósent fleiri en á síðasta ári. Um helmingur þeirra eru nauðganir. 29. desember 2017 17:58
Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10