Hátt í helmingur les smáskilaboð undir stýri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. desember 2017 19:15 Hátt í helmingur ökumanna les skilaboð í símanum á meðan á akstri stendur samkvæmt nýrri könnun Samgöngustofu. Þá hefur það færst í aukana að ungmenni noti símann undir stýri. Þetta er mikið áhyggjuefni segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá stofnuninni.Það að slá inn símanúmer á meðan verið er að keyra tólf faldar líkurnar á að það verði umferðarslys - samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Þá eru 25 prósent allra umferðarslysa í Bandaríkjunum rakin til þess að ökumaður var að lesa eða skrifa skilaboð á símann. Hér á landi liggur ekki fyrir bein tölfræði um slys af völdum farsímanotkunar enda oft mjög erfitt að sanna slíkt. Hins vegar er það alveg vitað mál að farsímanotkun undir stýri veldur fjölda slysa. Niðurstöður nýrrar könnunar Samgöngustofu, sem Maskína framkvæmdi, sýna að farsímanotkun er nokkuð algeng við akstur. 45 prósent ökumanna sögðust lesa skilaboð í símanum við akstur og 33 prósent skrifa skilaboð. Þá kemur einnig fram að farsímanotkun undir stýri sé sá þáttur sem veldur mestri truflun í umferðinni að mati ökumannanna sjálfra. 99 prósent svarenda telja að það sé hættulegt eða stórhættulegt að nota farsíma á meðan á akstri stendur. „Þrátt fyrir þetta þá eru 33 prósent sem viðhafa það að skrifa skilaboð í farsíma á meðan á akstri stendur þrátt fyrir það að þeir standi í þeirri meiningu að þetta sé hættulegt,“ segir Einar. Einar getur ekki útskýrt hver ástæða þess sé. „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja að þetta sé eitthvað í mannlegu eðli. Álit um að við sleppum alltaf. Það kemur ekkert fyrir mig.“ Einar Magnús segir að símanotkun undir stýri hafi færst í aukana. „Sérstaklega hjá ungu fólki og þá eru það fyrst og fremst samskipti mörg önnur en það að tala í símann og af því höfum við miklar áhyggjur,“ segir Einar og tekur dæmi um að verið sé að senda skilaboð á samskiptaforritinu Snapchat undir stýri. Samgöngustofa er nú að fara af stað með átakið „Gerum ekki neitt“ til að reyna stemma stigu við þróuninni. „Við erum að hvetja landsmenn til að gefa sér það heit núna um áramótin að gera einfaldlega ekki neitt þegar síminn kallar á það á meðan á akstri stendur,“ segir Einar Magnús. Samgöngur Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hátt í helmingur ökumanna les skilaboð í símanum á meðan á akstri stendur samkvæmt nýrri könnun Samgöngustofu. Þá hefur það færst í aukana að ungmenni noti símann undir stýri. Þetta er mikið áhyggjuefni segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá stofnuninni.Það að slá inn símanúmer á meðan verið er að keyra tólf faldar líkurnar á að það verði umferðarslys - samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Þá eru 25 prósent allra umferðarslysa í Bandaríkjunum rakin til þess að ökumaður var að lesa eða skrifa skilaboð á símann. Hér á landi liggur ekki fyrir bein tölfræði um slys af völdum farsímanotkunar enda oft mjög erfitt að sanna slíkt. Hins vegar er það alveg vitað mál að farsímanotkun undir stýri veldur fjölda slysa. Niðurstöður nýrrar könnunar Samgöngustofu, sem Maskína framkvæmdi, sýna að farsímanotkun er nokkuð algeng við akstur. 45 prósent ökumanna sögðust lesa skilaboð í símanum við akstur og 33 prósent skrifa skilaboð. Þá kemur einnig fram að farsímanotkun undir stýri sé sá þáttur sem veldur mestri truflun í umferðinni að mati ökumannanna sjálfra. 99 prósent svarenda telja að það sé hættulegt eða stórhættulegt að nota farsíma á meðan á akstri stendur. „Þrátt fyrir þetta þá eru 33 prósent sem viðhafa það að skrifa skilaboð í farsíma á meðan á akstri stendur þrátt fyrir það að þeir standi í þeirri meiningu að þetta sé hættulegt,“ segir Einar. Einar getur ekki útskýrt hver ástæða þess sé. „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja að þetta sé eitthvað í mannlegu eðli. Álit um að við sleppum alltaf. Það kemur ekkert fyrir mig.“ Einar Magnús segir að símanotkun undir stýri hafi færst í aukana. „Sérstaklega hjá ungu fólki og þá eru það fyrst og fremst samskipti mörg önnur en það að tala í símann og af því höfum við miklar áhyggjur,“ segir Einar og tekur dæmi um að verið sé að senda skilaboð á samskiptaforritinu Snapchat undir stýri. Samgöngustofa er nú að fara af stað með átakið „Gerum ekki neitt“ til að reyna stemma stigu við þróuninni. „Við erum að hvetja landsmenn til að gefa sér það heit núna um áramótin að gera einfaldlega ekki neitt þegar síminn kallar á það á meðan á akstri stendur,“ segir Einar Magnús.
Samgöngur Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels