Innlent

Fjórir dæmdir fyrir skjalafals

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mennirnir voru stöðvaðir í Leifsstöð.
Mennirnir voru stöðvaðir í Leifsstöð. vísir/eyþór
Tveir Erítreumenn, Sómali og Georgíumaður voru nýlega dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hver fyrir að framvísa fölsuðum eða röngum vegabréfum á leið sinni um Keflavík. Dómarnir voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjaness.

Allir höfðu mennirnir millilent hér á landi og áttu tengiflug til Kanada til að komast héðan burt. Þeir voru stöðvaðir við landamæraeftirlit og vaknaði þá grunur um að vegabréfin væru ekki þeirra. Reyndist svo vera en passarnir voru ýmist keyptir á svörtum markaði eða breytifalsaðir.

Auk fangelsisvistarinnar, sem var óskilorðsbundin í öllum tilvikum, voru mennirnir dæmdir til að greiða þóknun verjanda síns. Sú upphæð er á bilinu 150 þúsund til 200 þúsund krónur fyrir hvern og einn hinna dæmdu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×