Besti skólinn að fara á stórmót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2017 06:30 Dagur Sigurðsson stýrir japanska landsliðinu á Asíuleikunum í janúar á næsta ári. Markmiðið er að lenda í einu af fjórum efstu sætunum. Fréttablaðið/Anton Dagur Sigurðsson hefur nú verið nokkra mánuði í starfi landsliðsþjálfara Japans. Dagur tók við japanska landsliðinu eftir að hafa náð frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Þýskalands. Undir stjórn Dags urðu Þjóðverjar Evrópumeistarar og unnu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur hætti með þýska landsliðið eftir HM í Frakklandi og tók nokkuð óvænt við því japanska í sumar. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert og alltaf skemmtilegt að taka þessi fyrstu skref, endurnýja liðið, ákveða hvernig leikskipulagið á að vera og þróa taktíkina,“ sagði Dagur þegar blaðamaður Fréttablaðsins settist niður með honum á hans gamla heimavelli, Hlíðarenda. Dagur mætir með sína menn í Laugardalshöllina 3. janúar næstkomandi þar sem þeir mæta íslenska landsliðinu. Leikurinn er liður í undirbúningi Japana fyrir Asíuleikana sem fara fram í Suður-Kóreu 18.-28. janúar. Japan er í riðli með Íran og Írak. „Okkar stefna er að vera meðal fjögurra efstu liða sem myndi gefa okkur rétt til að spila á næsta heimsmeistaramóti. Besti skólinn fyrir mína menn væri að komast á stórmót upp á undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana 2020,“ sagði Dagur. „Þá viljum við vera samkeppnishæfir. Við vitum að það er svolítið langt í evrópsku liðin en smátt og smátt eigum við að geta orðið erfiðari við að eiga.“ Austurríska landsliðið var ekki hátt skrifað þegar Dagur tók við því 2008. En tveimur árum síðar lenti það í 9. sæti á EM á heimavelli. „Að mörgu leyti er þetta svipað verkefni því deildirnar í Austurríki og Japan eru frekar litlar. Þetta væri ekkert ósvipað umhverfinu hjá íslenska landsliðinu ef allir leikmennirnir spiluðu í Olís-deildinni,“ sagði Dagur. Hann segir það ekkert sérstakt keppikefli að koma fleiri japönskum leikmönnum til Evrópu. „Svo sem ekki. Það væri mjög ánægjulegt ef það myndi gerast. En á sama tíma væri gott ef deildin í Japan myndi þéttast og fleiri útlendingar kæmu inn til að fá meiri fjölbreytileika inn í deildina.“ Einn japanskur leikmaður, Ryuto Inage, gekk til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals í haust. Dagur kveðst ánægður með hans frammistöðu en hún hefur þó ekki dugað honum til að komast í landsliðið. „Ég er mjög sáttur við hann. Hann er á barminum að komast í liðið hjá okkur. Hann er ekki í hópnum eins og staðan er núna. Þetta er eiginlega best mannaða staðan hjá mér,“ sagði Dagur. „Það gerði honum mjög gott að koma hingað og þurfa að spila á móti nýjum mótherjum og vera í nýjum aðstæðum.“ Dagur þekkir vel til japanska handboltans en hann spilaði um þriggja ára skeið með Wakunaga Hiroshima. „Það var mikill skóli og kemur sér vel núna. Ég þekki umhverfið vel og það tók mig stuttan tíma að komast inn í hlutina. Þetta er allt annar menningarheimur og allt öðruvísi uppbygging á íþróttunum. Þetta eru fyrirtækjalið. Leikmennirnir eru æviráðnir og ekki með þá gulrót að ef þeir spila vel kemur betra lið og sækir þá,“ sagði Dagur en bílarisarnir Toyota og Honda eiga t.a.m. lið í japönsku deildinni. Dagur segir að starfið hjá japanska sambandinu sé fjölþætt. „Þetta er allt öðruvísi starf en þegar ég var með þýska landsliðið. Ég er ráðgefandi fyrir liðin, deildina og sambandið. Ég er meira í því að halda fyrirlestra og skóla þjálfara til,“ sagði Dagur sem kemur einnig að því að breyta dagatalinu í japanska boltanum til að gera landsliðinu auðveldara fyrir að spila alvöru landsleiki. Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefur nú verið nokkra mánuði í starfi landsliðsþjálfara Japans. Dagur tók við japanska landsliðinu eftir að hafa náð frábærum árangri sem landsliðsþjálfari Þýskalands. Undir stjórn Dags urðu Þjóðverjar Evrópumeistarar og unnu til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Dagur hætti með þýska landsliðið eftir HM í Frakklandi og tók nokkuð óvænt við því japanska í sumar. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert og alltaf skemmtilegt að taka þessi fyrstu skref, endurnýja liðið, ákveða hvernig leikskipulagið á að vera og þróa taktíkina,“ sagði Dagur þegar blaðamaður Fréttablaðsins settist niður með honum á hans gamla heimavelli, Hlíðarenda. Dagur mætir með sína menn í Laugardalshöllina 3. janúar næstkomandi þar sem þeir mæta íslenska landsliðinu. Leikurinn er liður í undirbúningi Japana fyrir Asíuleikana sem fara fram í Suður-Kóreu 18.-28. janúar. Japan er í riðli með Íran og Írak. „Okkar stefna er að vera meðal fjögurra efstu liða sem myndi gefa okkur rétt til að spila á næsta heimsmeistaramóti. Besti skólinn fyrir mína menn væri að komast á stórmót upp á undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana 2020,“ sagði Dagur. „Þá viljum við vera samkeppnishæfir. Við vitum að það er svolítið langt í evrópsku liðin en smátt og smátt eigum við að geta orðið erfiðari við að eiga.“ Austurríska landsliðið var ekki hátt skrifað þegar Dagur tók við því 2008. En tveimur árum síðar lenti það í 9. sæti á EM á heimavelli. „Að mörgu leyti er þetta svipað verkefni því deildirnar í Austurríki og Japan eru frekar litlar. Þetta væri ekkert ósvipað umhverfinu hjá íslenska landsliðinu ef allir leikmennirnir spiluðu í Olís-deildinni,“ sagði Dagur. Hann segir það ekkert sérstakt keppikefli að koma fleiri japönskum leikmönnum til Evrópu. „Svo sem ekki. Það væri mjög ánægjulegt ef það myndi gerast. En á sama tíma væri gott ef deildin í Japan myndi þéttast og fleiri útlendingar kæmu inn til að fá meiri fjölbreytileika inn í deildina.“ Einn japanskur leikmaður, Ryuto Inage, gekk til liðs við Íslands- og bikarmeistara Vals í haust. Dagur kveðst ánægður með hans frammistöðu en hún hefur þó ekki dugað honum til að komast í landsliðið. „Ég er mjög sáttur við hann. Hann er á barminum að komast í liðið hjá okkur. Hann er ekki í hópnum eins og staðan er núna. Þetta er eiginlega best mannaða staðan hjá mér,“ sagði Dagur. „Það gerði honum mjög gott að koma hingað og þurfa að spila á móti nýjum mótherjum og vera í nýjum aðstæðum.“ Dagur þekkir vel til japanska handboltans en hann spilaði um þriggja ára skeið með Wakunaga Hiroshima. „Það var mikill skóli og kemur sér vel núna. Ég þekki umhverfið vel og það tók mig stuttan tíma að komast inn í hlutina. Þetta er allt annar menningarheimur og allt öðruvísi uppbygging á íþróttunum. Þetta eru fyrirtækjalið. Leikmennirnir eru æviráðnir og ekki með þá gulrót að ef þeir spila vel kemur betra lið og sækir þá,“ sagði Dagur en bílarisarnir Toyota og Honda eiga t.a.m. lið í japönsku deildinni. Dagur segir að starfið hjá japanska sambandinu sé fjölþætt. „Þetta er allt öðruvísi starf en þegar ég var með þýska landsliðið. Ég er ráðgefandi fyrir liðin, deildina og sambandið. Ég er meira í því að halda fyrirlestra og skóla þjálfara til,“ sagði Dagur sem kemur einnig að því að breyta dagatalinu í japanska boltanum til að gera landsliðinu auðveldara fyrir að spila alvöru landsleiki.
Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira