Skoða greiðsluþátttöku vegna ferðalaga til læknis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. desember 2017 20:30 Greiðsluþátttaka ríkisins vegna ferðalaga fólks sem þarf að sækja læknisþjónustu utan heimabyggðar verður endurskoðuð, að sögn heilbrigðisráðherra. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi á dögunum við konu úr Vestmannaeyjum sem gengin var 40 vikur og þurfti að eyða síðustu vikum meðgöngunnar aðskilin fjölskyldunni þar sem hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Eyjum og getur fæðingin þar því verið áhættusöm. Rúmlega 75% allra mæðra fæða börn sín í Reykjavík en utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar fæðingar á Akureyri. Eftir að skurðstofunni í Eyjum var lokað um mitt ár 2013 hefur fæðingum þar fækkað snarlega. Þá voru þær 25, árið 2014 voru þær níu en síðan þá hafa einungis fæðst þrjú börn á ári á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Heilbrigðisráðherra segir þetta bæði vera byggða- og heilbrigðismál. Hún segir ekki til sérstakrar skoðunar að fjölga fullbúnum fæðingardeildum en til skoðunar er að ríkið taki þátt í kostnaðinum sem af hlýst þegar fólk þarf að dvelja langdvölum utan heimabyggðar vegna barneigna. „Þetta er auðvitað allt saman undir en það sem ég er fyrst og fremst að horfa til núna er greiðsluþátttakan. Það er hversu mikið fólk þarf að greiða úr eigin vasa til þess að geta notið jafnrar aðkomu og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að dregið verði úr greiðsluþátttöku sjúklinga og er þetta eitt af mörgu sem er til skoðunar. „Við höfum verið að skoða sálfræðiþjónustuna, við höfum verið að skoða tannlæknaþjónustu aldraðra og öryrkja og við erum líka að skoða þessi mál sem lúta að ferðakostnaði, uppihaldi og öðru slíku sem er undir eins og í þessu dæmi sem hér er rætt. Þannig allt er þetta til skoðunar og allt er það með þaða að leiðarljósi númer eitt, tvö og þrjú að tryggja jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu," segir Svandís. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Greiðsluþátttaka ríkisins vegna ferðalaga fólks sem þarf að sækja læknisþjónustu utan heimabyggðar verður endurskoðuð, að sögn heilbrigðisráðherra. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi á dögunum við konu úr Vestmannaeyjum sem gengin var 40 vikur og þurfti að eyða síðustu vikum meðgöngunnar aðskilin fjölskyldunni þar sem hvorki er skurð- né svæfingarlæknir í Eyjum og getur fæðingin þar því verið áhættusöm. Rúmlega 75% allra mæðra fæða börn sín í Reykjavík en utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar fæðingar á Akureyri. Eftir að skurðstofunni í Eyjum var lokað um mitt ár 2013 hefur fæðingum þar fækkað snarlega. Þá voru þær 25, árið 2014 voru þær níu en síðan þá hafa einungis fæðst þrjú börn á ári á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Heilbrigðisráðherra segir þetta bæði vera byggða- og heilbrigðismál. Hún segir ekki til sérstakrar skoðunar að fjölga fullbúnum fæðingardeildum en til skoðunar er að ríkið taki þátt í kostnaðinum sem af hlýst þegar fólk þarf að dvelja langdvölum utan heimabyggðar vegna barneigna. „Þetta er auðvitað allt saman undir en það sem ég er fyrst og fremst að horfa til núna er greiðsluþátttakan. Það er hversu mikið fólk þarf að greiða úr eigin vasa til þess að geta notið jafnrar aðkomu og jafns aðgengis að heilbrigðisþjónustu," segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir að dregið verði úr greiðsluþátttöku sjúklinga og er þetta eitt af mörgu sem er til skoðunar. „Við höfum verið að skoða sálfræðiþjónustuna, við höfum verið að skoða tannlæknaþjónustu aldraðra og öryrkja og við erum líka að skoða þessi mál sem lúta að ferðakostnaði, uppihaldi og öðru slíku sem er undir eins og í þessu dæmi sem hér er rætt. Þannig allt er þetta til skoðunar og allt er það með þaða að leiðarljósi númer eitt, tvö og þrjú að tryggja jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og óháð búsetu," segir Svandís.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira