Launakostnaður á Alþingi aldrei hærri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. desember 2017 06:00 Formenn stjórnmálaflokkanna eftir kosningarnar haustið 2017. Vísir/Anton „Launakostnaður vegna alþingismanna hefur aldrei verið hærri en nú. Bæði kemur til kjararáðshækkunin í fyrra og síðan fjölgun þingflokka á Alþingi sem leiðir til þess að fleiri þingflokksformenn fá álagsgreiðslur og að auki eru fleiri flokksformenn utan stjórnar sem fá 50 prósent álag á laun,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Fimm flokkar áttu fulltrúa á þingi á kjörtímabilinu 2009 til 2013. Í kosningum 2013 náðu sex flokkar kjöri. Á nýloknu kjörtímabili áttu sjö flokkar kjörna fulltrúa á Alþingi og þeim fjölgaði um einn eftir nýafstaðnar kosningar og eru nú átta sem er metfjöldi þingflokka. Í reglum forsætisnefndar Alþingis um þingfararkostnað er kveðið á um álagsgreiðslur vegna ábyrgðarstarfa af ýmsum toga. Flokksformenn fá greitt 50 prósent álag á þingfararkaup sitt. Þetta álag er eingöngu greitt til formanna sem ekki eru ráðherrar. Formenn allra þingflokka fá einnig álag á sín laun sem nemur 15 prósentum af þingfararkaupi. Átta þingmenn eru þingflokksformenn og fá 15 prósent álag. Sömu álagsgreiðslur fá sex varaforsetar og átta formenn fastanefnda. Hver varaformaður fastanefndar fær 10 prósent álag og annar varaformaður hverrar nefndar fær fimm prósent álag á þingfararkaup sitt. Í reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað er þó kveðið á um að ekki sé greitt álag nema vegna eins embættis. Þannig fái þingflokksformaður ekki aukið álag þótt hann sé varaformaður nefndar, svo dæmi sé tekið. Gegni enginn þingmaður tveimur eða fleiri umræddra embætta, standa einungis átta þingmenn eftir af 63 sem fá þingfararkaup án sérstaks álags.Fjölgun flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi hefur þannig haft þau áhrif að hlutfall þeirra alþingismanna sem fá álagsgreiðslur á laun sín hækkar. Tólf þingmenn eru á ráðherralaunum; þeir ellefu þingmenn sem eru ráðherrar og forseti Alþingis. Fimm þingmenn eiga rétt á 50 prósenta álagi á laun sín vegna stöðu sinnar sem formenn flokka. Þess ber þó að geta að Píratar hafna ætíð þessu formannsálagi. Auk þingfararkaups og álags vegna tengdra starfa fá alþingismenn einnig fastar greiðslur vegna kostnaðar sem hlotist getur af starfi þeirra. Alþingismenn fá að lágmarki 70.000 kr. í fastar greiðslur á mánuði vegna starfskostnaðar og ferðakostnaðar. Þingmenn í landsbyggðarkjördæmum fá að auki greiddar 134.041 kr. í fastan húsnæðis- og dvalarkostnað. Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu eða í kjördæminu ef þingmaður á heimili á höfuðborgarsvæði. Haldi landsbyggðarþingmaður sem á heimili utan höfuðborgarsvæðisins annað heimili í Reykjavík getur hann hins vegar óskað eftir 40 prósent álagi á greiðslur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar sem hækkar þá upp í 187.657. kr. Fastar greiðslur alþingismanna úr landsbyggðarkjördæmi, aðrar en launagreiðslur, geta því farið upp í 257.657 kr. á mánuði. Ef svo er ástatt um formann flokks sem ekki er ráðherra eru laun hans auk greiðslna vegna ferða-, húsnæðis- og starfskostnaðar 1.909.448 kr. á mánuði. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Launakostnaður vegna alþingismanna hefur aldrei verið hærri en nú. Bæði kemur til kjararáðshækkunin í fyrra og síðan fjölgun þingflokka á Alþingi sem leiðir til þess að fleiri þingflokksformenn fá álagsgreiðslur og að auki eru fleiri flokksformenn utan stjórnar sem fá 50 prósent álag á laun,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Fimm flokkar áttu fulltrúa á þingi á kjörtímabilinu 2009 til 2013. Í kosningum 2013 náðu sex flokkar kjöri. Á nýloknu kjörtímabili áttu sjö flokkar kjörna fulltrúa á Alþingi og þeim fjölgaði um einn eftir nýafstaðnar kosningar og eru nú átta sem er metfjöldi þingflokka. Í reglum forsætisnefndar Alþingis um þingfararkostnað er kveðið á um álagsgreiðslur vegna ábyrgðarstarfa af ýmsum toga. Flokksformenn fá greitt 50 prósent álag á þingfararkaup sitt. Þetta álag er eingöngu greitt til formanna sem ekki eru ráðherrar. Formenn allra þingflokka fá einnig álag á sín laun sem nemur 15 prósentum af þingfararkaupi. Átta þingmenn eru þingflokksformenn og fá 15 prósent álag. Sömu álagsgreiðslur fá sex varaforsetar og átta formenn fastanefnda. Hver varaformaður fastanefndar fær 10 prósent álag og annar varaformaður hverrar nefndar fær fimm prósent álag á þingfararkaup sitt. Í reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað er þó kveðið á um að ekki sé greitt álag nema vegna eins embættis. Þannig fái þingflokksformaður ekki aukið álag þótt hann sé varaformaður nefndar, svo dæmi sé tekið. Gegni enginn þingmaður tveimur eða fleiri umræddra embætta, standa einungis átta þingmenn eftir af 63 sem fá þingfararkaup án sérstaks álags.Fjölgun flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi hefur þannig haft þau áhrif að hlutfall þeirra alþingismanna sem fá álagsgreiðslur á laun sín hækkar. Tólf þingmenn eru á ráðherralaunum; þeir ellefu þingmenn sem eru ráðherrar og forseti Alþingis. Fimm þingmenn eiga rétt á 50 prósenta álagi á laun sín vegna stöðu sinnar sem formenn flokka. Þess ber þó að geta að Píratar hafna ætíð þessu formannsálagi. Auk þingfararkaups og álags vegna tengdra starfa fá alþingismenn einnig fastar greiðslur vegna kostnaðar sem hlotist getur af starfi þeirra. Alþingismenn fá að lágmarki 70.000 kr. í fastar greiðslur á mánuði vegna starfskostnaðar og ferðakostnaðar. Þingmenn í landsbyggðarkjördæmum fá að auki greiddar 134.041 kr. í fastan húsnæðis- og dvalarkostnað. Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu eða í kjördæminu ef þingmaður á heimili á höfuðborgarsvæði. Haldi landsbyggðarþingmaður sem á heimili utan höfuðborgarsvæðisins annað heimili í Reykjavík getur hann hins vegar óskað eftir 40 prósent álagi á greiðslur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar sem hækkar þá upp í 187.657. kr. Fastar greiðslur alþingismanna úr landsbyggðarkjördæmi, aðrar en launagreiðslur, geta því farið upp í 257.657 kr. á mánuði. Ef svo er ástatt um formann flokks sem ekki er ráðherra eru laun hans auk greiðslna vegna ferða-, húsnæðis- og starfskostnaðar 1.909.448 kr. á mánuði.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Stj.mál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira