Magðalena segir skelfilegt að sjá aðstæður í Tyrklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2017 08:00 Hópurinn sem Magðalena var með í Ankara heimsótti líka hjálparstöð fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Þar sá hún þessa mynd sem eitt barnanna hafði teiknað. Magðalena Kjartansdóttir „Maður lamast þegar maður sér fólkið þarna girt af að bíða eftir því að komast í viðtal. Þarna voru bara brún brostin augu sem maður sá og þetta var bara skelfilegt,“ segir Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri yfir hælisleitendateymi hjá Reykjavíkurborg. Magðalena heimsótti í síðustu viku móttökuskrifstofu fyrir hælisleitendur í Ankara í Tyrklandi. „Þangað koma allir sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta var mögnuð upplifun að koma inn í þetta járngirta virki,“ segir Magðalena og bætir við að þar hafi verið vopnaðir verðir með byssur hvarvetna. „Þarna var fólk að koma inn í stríðum straumum og þeir skrá inn 5.000 manns í hverri einustu viku,“ segir Magðalena. Tilefni heimsóknar Magðalenu til Ankara var ráðstefna ASAM, samtaka sem aðstoða hælisleitendur í Tyrklandi.Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri hjá ReykjavíkurborgMagðalena segir Tyrki fá vel greitt fyrir að sinna hælisleitendunum og það virðist henta Evrópuríkjunum ágætlega að halda fólkinu meira og minna í flóttamannabúðum í Tyrklandi. „Fólki finnst ýmislegt um þennan forseta, þú segir ekki hvað sem er þarna. En hann er þó að taka á móti þessu fólki.“ Magðalena segist þó velta fyrir sér hvað alþjóðasamfélagið sé að hugsa. „Af hverju eru svona margir þarna? Og af hverju eru svona margir í flóttamannabúðum? Svo gerist ýmislegt þar. Fólk er að hverfa og það er beitt ofbeldi. Þannig að það vakna ýmsar spurningar hjá manni. Ég vil meina að það breyti manni fyrir lífstíð að sjá svona,“ segir hún. Reykjavíkurborg gerir samning við Útlendingastofnun og nýjasti samningurinn hljóðar upp á að borgin þjónusti 200 hælisleitendur á hverjum tíma, en er með 218 núna. Hún segir Reykjavíkurborg fá mjög mikið af fólki frá löndum sem eru talin örugg samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. „Við erum að fá mjög mikið af fólki frá Makedóníu, Georgíu og Albaníu. Á þessu ári – frá janúar til september – hafa Sýrlendingar bara verið fimm prósent,“ segir hún. Ástæðan er einkum sú að það er svo dýrt og flókið fyrir Sýrlendinga að koma hingað. Flóttamenn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Maður lamast þegar maður sér fólkið þarna girt af að bíða eftir því að komast í viðtal. Þarna voru bara brún brostin augu sem maður sá og þetta var bara skelfilegt,“ segir Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri yfir hælisleitendateymi hjá Reykjavíkurborg. Magðalena heimsótti í síðustu viku móttökuskrifstofu fyrir hælisleitendur í Ankara í Tyrklandi. „Þangað koma allir sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta var mögnuð upplifun að koma inn í þetta járngirta virki,“ segir Magðalena og bætir við að þar hafi verið vopnaðir verðir með byssur hvarvetna. „Þarna var fólk að koma inn í stríðum straumum og þeir skrá inn 5.000 manns í hverri einustu viku,“ segir Magðalena. Tilefni heimsóknar Magðalenu til Ankara var ráðstefna ASAM, samtaka sem aðstoða hælisleitendur í Tyrklandi.Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri hjá ReykjavíkurborgMagðalena segir Tyrki fá vel greitt fyrir að sinna hælisleitendunum og það virðist henta Evrópuríkjunum ágætlega að halda fólkinu meira og minna í flóttamannabúðum í Tyrklandi. „Fólki finnst ýmislegt um þennan forseta, þú segir ekki hvað sem er þarna. En hann er þó að taka á móti þessu fólki.“ Magðalena segist þó velta fyrir sér hvað alþjóðasamfélagið sé að hugsa. „Af hverju eru svona margir þarna? Og af hverju eru svona margir í flóttamannabúðum? Svo gerist ýmislegt þar. Fólk er að hverfa og það er beitt ofbeldi. Þannig að það vakna ýmsar spurningar hjá manni. Ég vil meina að það breyti manni fyrir lífstíð að sjá svona,“ segir hún. Reykjavíkurborg gerir samning við Útlendingastofnun og nýjasti samningurinn hljóðar upp á að borgin þjónusti 200 hælisleitendur á hverjum tíma, en er með 218 núna. Hún segir Reykjavíkurborg fá mjög mikið af fólki frá löndum sem eru talin örugg samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. „Við erum að fá mjög mikið af fólki frá Makedóníu, Georgíu og Albaníu. Á þessu ári – frá janúar til september – hafa Sýrlendingar bara verið fimm prósent,“ segir hún. Ástæðan er einkum sú að það er svo dýrt og flókið fyrir Sýrlendinga að koma hingað.
Flóttamenn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira