Krónan ætlar í samkeppni við Eldum rétt á næsta ári Haraldur Guðmundsson skrifar 13. desember 2017 07:30 Festi á og rekur sautján verslanir Krónunnar. Vísir/Ernir Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. Önnur þeirra mun heita Núna og verður seld í Krónunni og öðrum verslunum Festar, næststærsta smásölufélags landsins. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur verið unnið að þróun vörulínanna undanfarna mánuði. Matreiðslufólk hafi samið uppskriftir að ólíkum réttum og stjórnendur verslunarfyrirtækisins vilji meðal annars bjóða vörur sem taki skemmri tíma að elda en aðrar sambærilegar á markaðnum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Fyrirtækið rekur sautján verslanir Krónunnar en einnig Elko, Kjarval og Nóatún. Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar áhrif samruna Festar og olíufélagsins N1. Skrifað var undir kaupsamning í byrjun október. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar 37,9 milljarðar króna. Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, á nú í viðræðum um kaup á hluta í Eldum rétt, eins og sagt var frá í Markaðnum í síðustu viku og að velta Eldum rétt í fyrra hefði numið nærri 600 milljónum. Fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 2014 og hefur verið leiðandi í sölu á hráefnum og uppskriftum sem viðskiptavinir elda þegar heim er komið. Það er í eigu Vals Hermannssonar og Kristófers Júlíusar Leifssonar. Vinsældir Eldum rétt hafa farið sívaxandi en á árinu 2016 námu tekjur fyrirtækisins samtals tæplega 570 milljónum og meira en fjórfölduðust frá fyrra ári. Þá nam hagnaður félagsins um 78 milljónum eftir skatt borið saman við aðeins níu milljóna króna hagnað á árinu 2015. Hagnaðurinn fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var um 104 milljónir í fyrra. Stærsti hluthafi Basko er framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, með 80 prósenta hlut en Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, á samanlagt um 18 prósenta hlut. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III, vildi í samtali við Markaðinn í síðustu viku ekkert tjá sig um viðræðurnar. Auk þess að vera eigandi rekstrarfélags Tíu ellefu hf. á Basko félög sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Iceland, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stjórnendur Krónunnar vinna nú samkvæmt heimildum Markaðarins að þróun tveggja vörulína sem munu innihalda hráefni í máltíðir sem viðskiptavinir elda sjálfir. Önnur þeirra mun heita Núna og verður seld í Krónunni og öðrum verslunum Festar, næststærsta smásölufélags landsins. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur verið unnið að þróun vörulínanna undanfarna mánuði. Matreiðslufólk hafi samið uppskriftir að ólíkum réttum og stjórnendur verslunarfyrirtækisins vilji meðal annars bjóða vörur sem taki skemmri tíma að elda en aðrar sambærilegar á markaðnum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Fyrirtækið rekur sautján verslanir Krónunnar en einnig Elko, Kjarval og Nóatún. Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar áhrif samruna Festar og olíufélagsins N1. Skrifað var undir kaupsamning í byrjun október. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar 37,9 milljarðar króna. Eignarhaldsfélagið Basko, sem á og rekur meðal annars 10-11 verslanirnar, á nú í viðræðum um kaup á hluta í Eldum rétt, eins og sagt var frá í Markaðnum í síðustu viku og að velta Eldum rétt í fyrra hefði numið nærri 600 milljónum. Fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 2014 og hefur verið leiðandi í sölu á hráefnum og uppskriftum sem viðskiptavinir elda þegar heim er komið. Það er í eigu Vals Hermannssonar og Kristófers Júlíusar Leifssonar. Vinsældir Eldum rétt hafa farið sívaxandi en á árinu 2016 námu tekjur fyrirtækisins samtals tæplega 570 milljónum og meira en fjórfölduðust frá fyrra ári. Þá nam hagnaður félagsins um 78 milljónum eftir skatt borið saman við aðeins níu milljóna króna hagnað á árinu 2015. Hagnaðurinn fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var um 104 milljónir í fyrra. Stærsti hluthafi Basko er framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, með 80 prósenta hlut en Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, á samanlagt um 18 prósenta hlut. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns III, vildi í samtali við Markaðinn í síðustu viku ekkert tjá sig um viðræðurnar. Auk þess að vera eigandi rekstrarfélags Tíu ellefu hf. á Basko félög sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Iceland, kaffihús Dunkin’ Donuts og hamborgarastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira