Pepsi pantar 100 Tesla trukka Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2017 10:10 Flutningabíll Tesla hefur fengið góðar móttökur og pantanirnar hlaðast inn. Þeim fer óðum fjölgandi fyrirtækjunum sem pantað hafa hinn nýkynnta flutningabíl Tesla og í pöntunarbókina bættist PepsiCo í vikunni. Er pöntun þeirra uppá 100 trukka sú stærsta sem borist hefur Tesla það sem komið er. Alls eru pantanirnar nú komnar í 1.230 trukka og því verður í miklu að snúast hjá Tesla að hafa uppí pantanir á þessum rafmagnaða og óvenjulega flutningabíl. Næst stærsta pöntunin sem Tesla hefur borist er 50 trukka pöntun Sysco Corporation. PepsiCo er með 10.000 stóra flutningabíla í sinni þjónustu svo með tilkoma 100 Tesla rafmagnstrukka væri þó aðeins 1% flutningaflota þeirra rafmagnsdrifinn. Heildarsala stórra flutningabíla í Bandaríkjunum á hverju ári er um 260.000 bílar svo þó Tesla hafi borist 1.230 pantanir er það nánast eins og dropi í hafi hvað heildarsöluna varðar og næði ekki hálfu prósenti þó svo Tesla tækist að afgreiða alla þessa 1.230 trukka á einu ári. Tesla flutningabíllinn á að hafa 800 kílómetra drægi og kemst því hæglega langar dagleiðir á bandarískum þjóðvegum. Tesla Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent
Þeim fer óðum fjölgandi fyrirtækjunum sem pantað hafa hinn nýkynnta flutningabíl Tesla og í pöntunarbókina bættist PepsiCo í vikunni. Er pöntun þeirra uppá 100 trukka sú stærsta sem borist hefur Tesla það sem komið er. Alls eru pantanirnar nú komnar í 1.230 trukka og því verður í miklu að snúast hjá Tesla að hafa uppí pantanir á þessum rafmagnaða og óvenjulega flutningabíl. Næst stærsta pöntunin sem Tesla hefur borist er 50 trukka pöntun Sysco Corporation. PepsiCo er með 10.000 stóra flutningabíla í sinni þjónustu svo með tilkoma 100 Tesla rafmagnstrukka væri þó aðeins 1% flutningaflota þeirra rafmagnsdrifinn. Heildarsala stórra flutningabíla í Bandaríkjunum á hverju ári er um 260.000 bílar svo þó Tesla hafi borist 1.230 pantanir er það nánast eins og dropi í hafi hvað heildarsöluna varðar og næði ekki hálfu prósenti þó svo Tesla tækist að afgreiða alla þessa 1.230 trukka á einu ári. Tesla flutningabíllinn á að hafa 800 kílómetra drægi og kemst því hæglega langar dagleiðir á bandarískum þjóðvegum.
Tesla Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent