Efast um skilaboðin með minni lækkun kolefnisgjalds Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 14:45 Kolefnisgjald er lagt á jarðefnaeldsneyti eins og bensín og dísilolíu. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Vísir/Pjetur Ríkisstjórnin stefnir á að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti um helming til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárlagafrumvarpinu sem var kynnt í morgun. Það er helmingi minni hækkun en fyrri ríkisstjórn lagði til. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands spyr hvaað skilaboð verið sé að senda með því. Í fjárlagafrumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra ríkisstjórnar Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, lagði fram í september var lagt til að kolefnisgjald yrði tvöfaldað. Hagfræðingar hafa talið kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti eina skilvirkustu aðgerðina til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Yfirlýst markmið nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að Íslands verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti meðal annars þá stefnu á loftslagsfundi í París í vikunni.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Engu að síður stefnir núverandi ríkisstjórn á að hækka kolefnisgjaldið minna en fyrri ríkisstjórn. „Hvaða skilaboð eru það hækka kolefnisgjald um einungis um 50% þegar fyrrverandi ráðherra lagði til 100%?“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Vísi um fjárlagafrumvarpið.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Segir engin gögn um að landsbyggðarfólk keyri meiraSjálfur telur Árni það fyrir neðan allan hellur. Jafnframt dregur hann í efa varnagla sem bæði framsóknarmenn og vinstri græn hafa slegið við því að hækka gjöld á eldsneyti en þeir telja að það komi sérstaklega illa niður á landsbyggðarfólki sem þurfi að aka meira en fólk í þéttbýli. „Ég kannaði málið um daginn hjá Hagstofunni og Umhverfisstofnun og komst að því að engin gögn eru til sem sýna fram á að fólk á landsbyggðinni eyði meira fé í bensín eða olíu en annað fólk,“ segir Árni. Í fjárlagafrumvarpinu nú kemur þó fram að kolefnisgjaldið eigi að hækka á næstu árum „í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Þá sé starfshópur að störfum sem mun setja fram tillögur um framtíðarstefnu stjórnvalda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Þær eiga meðal annars að taka mið af því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda. Alþingi Fjárlög Loftslagsmál Tengdar fréttir Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30 Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
Ríkisstjórnin stefnir á að hækka kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti um helming til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í fjárlagafrumvarpinu sem var kynnt í morgun. Það er helmingi minni hækkun en fyrri ríkisstjórn lagði til. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands spyr hvaað skilaboð verið sé að senda með því. Í fjárlagafrumvarpinu sem Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra ríkisstjórnar Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar, lagði fram í september var lagt til að kolefnisgjald yrði tvöfaldað. Hagfræðingar hafa talið kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti eina skilvirkustu aðgerðina til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Yfirlýst markmið nýrrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er að Íslands verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti meðal annars þá stefnu á loftslagsfundi í París í vikunni.Sjá einnig:Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Engu að síður stefnir núverandi ríkisstjórn á að hækka kolefnisgjaldið minna en fyrri ríkisstjórn. „Hvaða skilaboð eru það hækka kolefnisgjald um einungis um 50% þegar fyrrverandi ráðherra lagði til 100%?“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, við Vísi um fjárlagafrumvarpið.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Segir engin gögn um að landsbyggðarfólk keyri meiraSjálfur telur Árni það fyrir neðan allan hellur. Jafnframt dregur hann í efa varnagla sem bæði framsóknarmenn og vinstri græn hafa slegið við því að hækka gjöld á eldsneyti en þeir telja að það komi sérstaklega illa niður á landsbyggðarfólki sem þurfi að aka meira en fólk í þéttbýli. „Ég kannaði málið um daginn hjá Hagstofunni og Umhverfisstofnun og komst að því að engin gögn eru til sem sýna fram á að fólk á landsbyggðinni eyði meira fé í bensín eða olíu en annað fólk,“ segir Árni. Í fjárlagafrumvarpinu nú kemur þó fram að kolefnisgjaldið eigi að hækka á næstu árum „í takt við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum“. Þá sé starfshópur að störfum sem mun setja fram tillögur um framtíðarstefnu stjórnvalda um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Þær eiga meðal annars að taka mið af því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Alþingi Fjárlög Loftslagsmál Tengdar fréttir Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30 Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Sjá meira
Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Sérfræðingar hafa mælt með kolefnisgjaldi á jarðefnaeldsneyti lengi en hugmyndir um hækkun slíkra gjalda mætir mótstöðu á Íslandi. 18. október 2017 10:30
Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45
Stefna á kolefnishlutlaust Ísland en draga úr hækkun kolefnisgjalds Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn vilji ganga lengra en Parísarsamkomulagið í loftslagsmálum ætlar hún að hækka kolefnisgjald minna en fráfarandi stjórn, að minnsta kosti til að byrja með. 30. nóvember 2017 11:45