Geirmundur dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2017 16:48 Geirmundur Kristinsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík. Hæstiréttur Íslands hefur snúið sýknudómi Héraðsdóm Reykjaness í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík. Var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar sem er skilorðsbundin til tveggja ára vegna þess hve langur tími var liðinn frá brotunum og vegna heilsufars Geirmundar. Geirmundi var gefin að sök umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína, annars vegar með því að hafa stefnt Sparisjóði Keflavíkur í verulega hættu, sem sparisjóðsstjóri, þegar hann hefði farið út fyrir heimildir sína með því að veita í júní 2008 einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna lán í formi yfirdráttar án þess að afstaða lánanefndar sparisjóðsins hefði legið fyrir, áhættu- og greiðslumat hefði farið fram eða að endurgreiðsla hefði verið tryggð með nokkrum hætti. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að án tillits til þess hvort honum hefði vegna starfa síns verið formlega heimilt að taka upp á sitt eindæmi ákvörðun um að sparisjóðurinn veitti lánið yrði að gæta að því að ráðstöfun til fyrirtækisins var klædd gagnvart sparisjóðnum í búningi lánveitingar til að fram gæti farið greiðsla sem hann bar enga skyldu til að greiða. Þá kom fram að enginn samningur hefði verið gerður um endurgreiðslu fjárhæðarinnar eða tryggingu fyrir henni og bersýnileg hætta hefði verið á að lántakinn hefði enga burði til að standa skil á henni. Var Geirmundur því sakfelldur fyrir umboðssvik enda hefði háttsemi hans leitt til stórfelldrar fjártjónsáhættu fyrir SpKef. Hins vegar var Geirmundi gefin að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnarformaður Vikna ehf., dótturfélags Sparisjóðs Keflavíkur, með því að framselja stofnfjárbréf í sparisjóðnum að verðmæti 683 milljóna króna frá Vikna til einkahlutafélagsins Fossvogshyls án endurgjalds og án þess að lánasamningur hefði verið gerður né trygging sett fyrir greiðslu kröfunnar. Var vísað til þess í dómi Hæstaréttar að þótt Fossvogshylur hefði ekki getað framselt stofnfjárbréfin án samþykkis stjórnar Sparisjóðskeflavíkur gat sjóðurinn ekki að öðru leyti skipt sér af afdrifum bréfanna eða málefnum félagsins. Var talið að framsalið hefði falið í sér verulega fjártjónsáhættu fyrir Vikna ehf. að völdum Geirmundar og var hann því sakfelldur fyrir umboðssvik. Var refsing Geirmundar ákveðin fangelsi í 18 mánuði en meðal annars með hliðsjón af því hve langt var um liðið frá því að brotin voru framin og heilsufars Geirmundar var refsing skilorðsbundin til tveggja ára. Dómsmál Tengdar fréttir Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur snúið sýknudómi Héraðsdóm Reykjaness í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík. Var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar sem er skilorðsbundin til tveggja ára vegna þess hve langur tími var liðinn frá brotunum og vegna heilsufars Geirmundar. Geirmundi var gefin að sök umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína, annars vegar með því að hafa stefnt Sparisjóði Keflavíkur í verulega hættu, sem sparisjóðsstjóri, þegar hann hefði farið út fyrir heimildir sína með því að veita í júní 2008 einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna lán í formi yfirdráttar án þess að afstaða lánanefndar sparisjóðsins hefði legið fyrir, áhættu- og greiðslumat hefði farið fram eða að endurgreiðsla hefði verið tryggð með nokkrum hætti. Í dómi Hæstaréttar kom meðal annars fram að án tillits til þess hvort honum hefði vegna starfa síns verið formlega heimilt að taka upp á sitt eindæmi ákvörðun um að sparisjóðurinn veitti lánið yrði að gæta að því að ráðstöfun til fyrirtækisins var klædd gagnvart sparisjóðnum í búningi lánveitingar til að fram gæti farið greiðsla sem hann bar enga skyldu til að greiða. Þá kom fram að enginn samningur hefði verið gerður um endurgreiðslu fjárhæðarinnar eða tryggingu fyrir henni og bersýnileg hætta hefði verið á að lántakinn hefði enga burði til að standa skil á henni. Var Geirmundur því sakfelldur fyrir umboðssvik enda hefði háttsemi hans leitt til stórfelldrar fjártjónsáhættu fyrir SpKef. Hins vegar var Geirmundi gefin að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnarformaður Vikna ehf., dótturfélags Sparisjóðs Keflavíkur, með því að framselja stofnfjárbréf í sparisjóðnum að verðmæti 683 milljóna króna frá Vikna til einkahlutafélagsins Fossvogshyls án endurgjalds og án þess að lánasamningur hefði verið gerður né trygging sett fyrir greiðslu kröfunnar. Var vísað til þess í dómi Hæstaréttar að þótt Fossvogshylur hefði ekki getað framselt stofnfjárbréfin án samþykkis stjórnar Sparisjóðskeflavíkur gat sjóðurinn ekki að öðru leyti skipt sér af afdrifum bréfanna eða málefnum félagsins. Var talið að framsalið hefði falið í sér verulega fjártjónsáhættu fyrir Vikna ehf. að völdum Geirmundar og var hann því sakfelldur fyrir umboðssvik. Var refsing Geirmundar ákveðin fangelsi í 18 mánuði en meðal annars með hliðsjón af því hve langt var um liðið frá því að brotin voru framin og heilsufars Geirmundar var refsing skilorðsbundin til tveggja ára.
Dómsmál Tengdar fréttir Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Geirmundur sýknaður af ákæru um umboðssvik Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í morgun Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, af ákæru um umboðssvik. 4. nóvember 2016 12:27