Tveir menn sakfelldir fyrir hatursorðræðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2017 17:14 Hæstirréttur sneri við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar. Hæstirréttur sneri þar með við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Um tvö mál var að ræða. Í því fyrra lét maðurinn tiltekin ummæli falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð,“ skrifaði maðurinn í athugasemdakerfi við frétt Vísis, að því er kemur fram í dómi Hæstaréttar.Alvarleg, meiðandi og fordómafull ummæli Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum.Í dómi Hæstaréttar segir að orð mannsins hafi í senn verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Til slíkra tjáningarhátta, sem beinlínis mætti kenna við hatursorðræðu, hefði honum verið alls óþarft að grípa í því skyni að koma skoðunum sínum á framfæri. Taldi rétturinn að þegar horft væri til þeirra hagsmuna sem lögin væru meðal annars sett til að vernda, yrðu þeir að vega þyngra en óheft frelsi hans til að tjá skoðanir sínar á þann hátt sem hann gerði. Var hann því sakfelldur samkvæmt ákæru og gert að greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð. Mál hins mannsins er að mörgu leyti sambærilegt. Lét hann tilteki ummæli falla í athugasemd við frétt á DV.is af sama tilefni og sá fyrri en í fréttinni var fjallað um sömu ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum,“ skrifaði maðurinn.Einn skilaði sératkvæði Samtökin 78 kærðu þessi ummæli til lögreglu og var maðurinn ákærður vegna hatursorðræðu og að hafa brotið á þann hátt gegn almennum hegningarlögum. Beitti Hæstiréttur sömu rökum og í hinu málinu og var maðurinn sakfelldur og dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar. Hæstiréttur tók einnig til umfjöllunar mál þriðja mannsins vegna ummæla af sama tilefni og hinir tveir mennirnir voru sakfelldir fyrir. Var hann hins vegar sýknaður af Hæstarétti. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í öllum málunum g vildi staðfesta sýknudóma héraðsdóms í öllum tilvikum. Dómsmál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar. Hæstirréttur sneri þar með við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Um tvö mál var að ræða. Í því fyrra lét maðurinn tiltekin ummæli falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð,“ skrifaði maðurinn í athugasemdakerfi við frétt Vísis, að því er kemur fram í dómi Hæstaréttar.Alvarleg, meiðandi og fordómafull ummæli Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum.Í dómi Hæstaréttar segir að orð mannsins hafi í senn verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Til slíkra tjáningarhátta, sem beinlínis mætti kenna við hatursorðræðu, hefði honum verið alls óþarft að grípa í því skyni að koma skoðunum sínum á framfæri. Taldi rétturinn að þegar horft væri til þeirra hagsmuna sem lögin væru meðal annars sett til að vernda, yrðu þeir að vega þyngra en óheft frelsi hans til að tjá skoðanir sínar á þann hátt sem hann gerði. Var hann því sakfelldur samkvæmt ákæru og gert að greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð. Mál hins mannsins er að mörgu leyti sambærilegt. Lét hann tilteki ummæli falla í athugasemd við frétt á DV.is af sama tilefni og sá fyrri en í fréttinni var fjallað um sömu ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum,“ skrifaði maðurinn.Einn skilaði sératkvæði Samtökin 78 kærðu þessi ummæli til lögreglu og var maðurinn ákærður vegna hatursorðræðu og að hafa brotið á þann hátt gegn almennum hegningarlögum. Beitti Hæstiréttur sömu rökum og í hinu málinu og var maðurinn sakfelldur og dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar. Hæstiréttur tók einnig til umfjöllunar mál þriðja mannsins vegna ummæla af sama tilefni og hinir tveir mennirnir voru sakfelldir fyrir. Var hann hins vegar sýknaður af Hæstarétti. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í öllum málunum g vildi staðfesta sýknudóma héraðsdóms í öllum tilvikum.
Dómsmál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira