Tveir menn sakfelldir fyrir hatursorðræðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2017 17:14 Hæstirréttur sneri við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar. Hæstirréttur sneri þar með við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Um tvö mál var að ræða. Í því fyrra lét maðurinn tiltekin ummæli falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð,“ skrifaði maðurinn í athugasemdakerfi við frétt Vísis, að því er kemur fram í dómi Hæstaréttar.Alvarleg, meiðandi og fordómafull ummæli Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum.Í dómi Hæstaréttar segir að orð mannsins hafi í senn verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Til slíkra tjáningarhátta, sem beinlínis mætti kenna við hatursorðræðu, hefði honum verið alls óþarft að grípa í því skyni að koma skoðunum sínum á framfæri. Taldi rétturinn að þegar horft væri til þeirra hagsmuna sem lögin væru meðal annars sett til að vernda, yrðu þeir að vega þyngra en óheft frelsi hans til að tjá skoðanir sínar á þann hátt sem hann gerði. Var hann því sakfelldur samkvæmt ákæru og gert að greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð. Mál hins mannsins er að mörgu leyti sambærilegt. Lét hann tilteki ummæli falla í athugasemd við frétt á DV.is af sama tilefni og sá fyrri en í fréttinni var fjallað um sömu ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum,“ skrifaði maðurinn.Einn skilaði sératkvæði Samtökin 78 kærðu þessi ummæli til lögreglu og var maðurinn ákærður vegna hatursorðræðu og að hafa brotið á þann hátt gegn almennum hegningarlögum. Beitti Hæstiréttur sömu rökum og í hinu málinu og var maðurinn sakfelldur og dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar. Hæstiréttur tók einnig til umfjöllunar mál þriðja mannsins vegna ummæla af sama tilefni og hinir tveir mennirnir voru sakfelldir fyrir. Var hann hins vegar sýknaður af Hæstarétti. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í öllum málunum g vildi staðfesta sýknudóma héraðsdóms í öllum tilvikum. Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar. Hæstirréttur sneri þar með við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Um tvö mál var að ræða. Í því fyrra lét maðurinn tiltekin ummæli falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð,“ skrifaði maðurinn í athugasemdakerfi við frétt Vísis, að því er kemur fram í dómi Hæstaréttar.Alvarleg, meiðandi og fordómafull ummæli Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum.Í dómi Hæstaréttar segir að orð mannsins hafi í senn verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Til slíkra tjáningarhátta, sem beinlínis mætti kenna við hatursorðræðu, hefði honum verið alls óþarft að grípa í því skyni að koma skoðunum sínum á framfæri. Taldi rétturinn að þegar horft væri til þeirra hagsmuna sem lögin væru meðal annars sett til að vernda, yrðu þeir að vega þyngra en óheft frelsi hans til að tjá skoðanir sínar á þann hátt sem hann gerði. Var hann því sakfelldur samkvæmt ákæru og gert að greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð. Mál hins mannsins er að mörgu leyti sambærilegt. Lét hann tilteki ummæli falla í athugasemd við frétt á DV.is af sama tilefni og sá fyrri en í fréttinni var fjallað um sömu ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum,“ skrifaði maðurinn.Einn skilaði sératkvæði Samtökin 78 kærðu þessi ummæli til lögreglu og var maðurinn ákærður vegna hatursorðræðu og að hafa brotið á þann hátt gegn almennum hegningarlögum. Beitti Hæstiréttur sömu rökum og í hinu málinu og var maðurinn sakfelldur og dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar. Hæstiréttur tók einnig til umfjöllunar mál þriðja mannsins vegna ummæla af sama tilefni og hinir tveir mennirnir voru sakfelldir fyrir. Var hann hins vegar sýknaður af Hæstarétti. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í öllum málunum g vildi staðfesta sýknudóma héraðsdóms í öllum tilvikum.
Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira